,, og hvað, heldurðu að allir sendi þér til baka? "...

Ég sit hér inni í fínu stofu við borðið sem við borðum jólamatinn, að vísu alls ekki tilbúið til einhvers fíns mat akkúrat núna, borðið troðfullt af allskonar jóladóteríi. Ég er að föndra, kemur engum á óvart þar sem ég vil hafa mín jólakort flest persónulegri, svo vanta ég mig stundum einum of mikið að ég skemmi kortin þannig séð - en ég meina það fer ca. hálftími í hvert kort!
Ég er að skrifa til einhverra sem hafa ekki hugmynd að ég sé að skrifa til, sumir vita af því og það er að vísu fínt. En aldrei á minni lífsleið hefur mér tekist að fá jafnmörg eða 2/3 af þeim bréfum sem ég sjálf sendi. Svo að ég er orðin frekar ónæm á það, enda eins og stendur forðum ,, Sælla er að gefa en að þiggja ". Setjum þetta í tips, íslenska þjóð, tips!

Hér sit ég já, með sveitt ennið að föndra jólakort til ýmissa kvenna (vill svo skemmtilega til að ég sendi örugglega aðeins einum karlmanni jólakort og það er hann Rafn minn...Heart ), t.d. einhverra hér á blogginu. Ég föndra svo seinna jólakortin sem ég sendi innanbæjar, en þau verða færri heldur en ég sendi utan bæjarins. Held að ég hafi talið 14 talsins fyrir hana móður mína, og þá kom þessi einstaka setning ,, og hvað, heldurðu að allir sendi þér til baka? ". Þar sem ekki allir vita að ég ætli að senda þeim jólakort, þá kemur það engum á óvart að fólk eigi að vita sísona að það eigi að senda mér.

En þeir sem vilja mega endilega senda mér eins og eitt bréf, tala um daginn og veginn. Mér þykir gaman að fá handskrifuð bréf - þurfa ekki að vera jóla!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Dugleg ertu stelpa . ;)

Aprílrós, 14.12.2008 kl. 03:07

2 Smámynd:

Svona heimatilbúin kort eru svo sannarlega skemmtilegri en búðarkeypt. Flott hjá þér. Og auðvitað skiptir engu máli þótt maður fái ekki frá öllum til baka. Gangi þér vel með jólaundirbúninginn

, 14.12.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 14.12.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert aldeilis dugleg. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:13

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sigríður B Svavarsdóttir, 16.12.2008 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband