12.12.2008 | 23:19
Ólíkir karakterar...
Fólk er mismunandi. Feitt - mjótt, lágt - hátt, dökkhært - ljóshært og ég get lengi, lengi haldið áfram að telja svona upp, svo er náttúrulega meðallag á öllu svo. Athyglissjúkt og feimið, og sumir eru bæði. Ég sá tvær mjög svo ólíkar manneskjur samankomnar í sjónvarpinu á Stöð 2 í dag.
Önnur alveg ótrúlega íslensk, eða að mér finnst, eins og ekta íslendingur ætti að vera, en þó bara hálfíslensk og á móti því hálfítölsk. Emilíana Torrini, uppáhaldið okkar Omma. Hin held ég að sé alíslensk og þekkt fyrir mikla fegurð, tekur þátt í raunveruleikaþætti sem er víst í janúar núna á næsta ári, heitir The Million dollar woman. Ásdís Rán.
Persónulega finnst mér hún Emilíana alltaf jafn einlæg og góð, og kemur fram eins og hún er. Algjörlega í uppáhaldi hjá mér eins og hefur oft komið fram, enda finnst mér hún rosalega góð söngkona þó ég viti nú um marga sem eru alls ekki sammála því. Karakterinn hennar heillar mig, karakter sem er líkur Björk og Eivör, en er þó hennar eigin. Enda eru þær allar einhverjar svona bara verur með fullri virðingu fyrir þeim, verur sem eru bara þær sjálfar frá A til Ö. Það skín í gegn hjá henni allt, brosið er einlægt og hún sparar það ekki, en ofgerir það heldur ekki. Hún er ekki, svo ég viti, að keppast um eitt né neitt, allavega ekki í tónlistinni. Hún gefur út frá sér tónlist sem er henni einni lagið, einlæg tónlist og róleg. Ég held ég geti ekki gefið henni nein neikvæð komment, hún er eitthvað svo ótrúlega náttúruleg og klæðist eins og henni langar til. Ég horfði á hana síðasta laugardag hjá Ragnhildi Steinunni og þar söng hún með goði fjölskyldu hennar, Megas, Tvær stjörnur, eitt af uppáhalds lögunum mínum sem hún hefur sungið. Þau voru svo ótrúlega flott! Ég held ég geti endalaust fundið eitthvað til að tala um hana, enda hef ég hitt hana án þess að það sitji í minningunni, en ég kom henni víst til að brosa og ég er ánægð með það!
Mér fannst þær tvær svo ótrúlega ólíkar, Ásdís Rán og Emilíana, allt við þær, nema það eina að þær eru kynsystur. En ég þekki Ásdísi Rán svo rosalega lítið að ég get lítið talað um hana, nema að hún hefur eins og hver og einn veit, mikinn þokka, ber sig vel og stendur sig með prýði úti. Ég er ánægð með það að henni gengur svona vel úti!
Ég kann ekki að lýsa því hve ólíkar mér finnst þær vera, og ætla ekki að segja neitt þar sem ég veit að margir gætu túlkað orð mín á aðra vegu en ég meina og ég nenni því nú ekki - svona rétt fyrir jól.
Mig langar líka til að óska afasystur minni, Andreu Jónsdóttur, innilega til hamingju með Bjarkarlaufið, hún átti það svo sannarlega skilið - til hamingju elsku frænka!
En þar sem allir héldu líklegast að ég væri líklegast liðin - þá er ég næstumeldhress, bara með kvef og ekki alveg nógu hress á þá vegu.
Hafið það sem allra best elsku fólk og knúsið hvort annað frá mér!
Athugasemdir
Skemmtileg færsla.
Vonandi batnar þér sem fyrst ég vil ekki sjá þig í kistu.
Margir læknar töldu að það væri gott að fá sér Pípu til að fyrirbyggja veikindi.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 12.12.2008 kl. 23:25
Fá þú þér bara pípu! Fyrr fæ ég mér gulrætur heldur en pípu.. neeei takk sko!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.12.2008 kl. 23:27
Róslín gulrætur eru ekki mannamatur frekar en hamstraskítur.
Tóbak er gott sérstaklega góðir Kúbuvindlar.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 12.12.2008 kl. 23:33
Margbreytileiki mannfólksins er eins nauðsynlegur og hann er yndislegur
Falleg færsla...
Embla Ágústsdóttir, 12.12.2008 kl. 23:34
Til hamingju með frænku þína,, afa systir þínhún er flott kona.
Sigríður B Svavarsdóttir, 12.12.2008 kl. 23:38
Skattborgari, enda myndi ég frekar borða hamstraskít heldur en að reykja pípu.. og ekki reyna að segja mér eitthvað gott um reykingar - þær eru peningaeyðsla, virðingaleysi gegn líkamanum og lykta hrikalega!
Einmitt Embla!!
Takk Sigga! Hún er eina fræga frænka mín sem er svona skyld mér, eða þekkt eins og það er kallað á Íslandi. Hún er hálfsystir afa, langamma átti þau, þau fá fullllt af genum frá flottri konu. Enda flott fólk!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.12.2008 kl. 23:42
Róslín. Ég held að vindilinn sé hollari. Þær kosta en internetið og talva kosta líka pening ásamt gosi og mjólk.
Þær eru ekki virðingarleysi gagnvart líkamanum frekar en gosdrykkja.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 12.12.2008 kl. 23:50
Einn er langur, annar mjór
þriðji talsvert feitur.
Einn í víni,annar bjór
þriðji tekur eitur.
Ég er ekki maður til að dæma fólk, ég veit ekki hvernig fólk er á innann.
En flottasta fólkið í þættinum voru Emeliana og Jón Gnarr,að mínu áliti Ásdís Rán var eins og hún kýs að vera.
Láttu þér líða vel stelpa, fyrir þá er reykja er það stundum gott, en það er eins og annað ef þú veist það ekki, ekki dæma það.
Gangi þér allt hið besta.
Kveðja Rúnar Hart.
hart (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 00:20
Blessuð mín elskuleg, saknaði þín í jólapakkaboðinu, en þú kemur vonandi sem fyrst á næsta hitting.
Þú mátt vera stolt af henni frænku þinni, það erum við hjónin allavega, búin að þekkja hana í ein 40 ár og hún á þessi verðlaun svo sannarlega skilið.
Reykingar í hvaða mynd sem er, eru í einu orði sagt ógeðslegar - láttu mig vita það sem er enn að reykja þennan fjanda og skil samt ekkert í því eins og lyktin fer í taugarnar á mér og að auki gleymi ég að kaupa þetta í ofánlagt.
Hafðu það gott "ljónynjan" mín og njóttu aðventunnar í botn með þínum heittelskaða.
Knús frá mér.
hafdisjod (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 00:34
Tölva, Skatti, tölva!
Mér finnst einmitt hann Jón Gnarr algjör snillingur, allt sem hann gerir er og verður fyndið. Emilíana er bara klassi og kemur ótrúlega vel fram og sýnir einstaklega mikinn persónuþokka (ef það orð er til!)..
En ég má vel dæma reykingar, þar sem ég þoli ekki reykingar, vond lykt! en hef samt ekkert á móti reykingafólki, þá væri eitthvað stórkostlegt að mér sjálfri..
En þakka þér fyrir það Rúnar!
Ég einmitt óskaði þess að það yrði ófært á mánudaginn þegar við keyrðum heim frá Reykjavík, því þá hefði ég ekki látið mig vanta og komið til hennar Árnýjar!
Held ég láti því miður ekki sjá mig í næsta hittingi, enda ekki á góðum tíma frá minni hlið séð.
Ég er ótrúlega stolt af henni frænku minni og hef alltaf verið!!
Það er bara best að hætta reykingunum Hafdís mín, þar sem þær gera manni ekkert annað en að skaða mann.......... og þá sem eru í kringum mann!
Þakka þér kærlega og sömuleiðis,
knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:03
Róslín hver er munurinn á að skrifa Talva eða Tölva? Það eru yfirleitt gamlar kellingar eins og þú sem þurfa alltaf að benda á svona villur.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.12.2008 kl. 01:14
Gaman að lesa frá þér færslu Róslín mín Til hamingju með frænku
Sigrún Jónsdóttir, 13.12.2008 kl. 01:16
Já, við erum misjöfn eins og við erum mörg!
Emilíana er yndisleg, svo eðlileg, einlæg, falleg og svo má lengi telja.
Til lukku með afasystur! -ekki vissi ég að þau væru hálf-systkini.
Knús til þín frá mér
Friðdóra Kr. (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 10:01
Ómar Ingi, 13.12.2008 kl. 10:14
Til hamingju með frænku þína Rósin mín og flott færsla, það er nú eiginlega ekki hægt að líkja þeim saman þessum tveim önnur svona náttúruleg og virðist í miklu jafnvægi með sitt líf, hin svona glamúr, en við getum víst ekki dæmt, ég fékk nú bara skammir um daginn er ég fór að tala um þessa Ásdísi Rán, sagði að einhverju leiti líkaði mér hún ekki, það var nú bara mín skoðun, en ég mátti víst ekki dæma, en mér fannst ég ekkert vera að því. Æi bara hætt þessu rugli. Er einnig með kvef og einhvern skít, en það líður hjá.
Knús í krús skjóðan mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2008 kl. 12:41
Ég reyni ekki einu sinni að bera þessar tvær stúlkur saman, þær eru hvor upp á sinn mátann ljúflingar, ég persónulega er þó hrifnair af Ásdísi Rán, mér hefur alltaf þótt pínu feik í Emiliönu, það er svo bara mín skoðun. En þetta er einmitt það góða við mannlífið, fjölbreytileikinn. Kveðja austur til þín skottið mitt
Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 13:21
Ég sá þær ekki í sjónvarpinu, jú, jú mjög ólíkar - a.m.k. í útliti. Vonandi báðar með gott hjartalag, það er það sem skiptir mestu máli.
Skattborgari; slakaðu á! .. Þegar einhver leiðréttir mann, er best að segja: "Þakka þér fyrir ábendinguna" en ekki fara í fýlu og ekki líkja viðkomandi við gamla kellingu.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.12.2008 kl. 16:35
Kallaðu mig það sem þér sýnist Skatti - ég særist ekki svo auðveldlega..
Takktakk Sigrún mín!
Ommster.. hahahaha vantar bara eitt emm!
Takk Millan mín, nei það er nú varla hægt. Ég vil ekki segja mína skoðun hér á blogginu almennilega, en já, þó ég þekki Emilíönu ekki neitt, nema bara frægðarför hennar. Þá þykir mér afar vænt um hana og hennar framkomu, hún er eitthvað svo mikið hún!
Láttu þér batna mín kæra, þetta er leiðindapest bara!
Knús
Úfff..... Ásdís mín, þar er ég bara engan veginn sammála þér elsku besta mín, ómögulega. En þetta er einmitt fjölbreytileiki, hvað manni finnst um fólk er það líka. Ég myndi hafa þetta akkúrat öfugt ef ég segði eitthvað illt um aðra hvora. Mér finnst Emilíana hún sjálf en Ásdís örlítið feik - en hvað veit ég, þekki hana ekki og kannski er hún bara svona..
Já einmitt Jóga, sammála þar!!!
Og Skatti má bara segja það sem hann vill, alveg er mér sama....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.12.2008 kl. 17:14
Jóhanna. Má ég ekki stríða henni Róslín aðeins Gamla? Ég veit að maður á að segja takk en ég er svo illa upp alin að ég kann það ekki.
Róslín. Það er gott að vita að þú særist ekki auðveldlega því að það er mjög oft notað gegn þeim sem gera það.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.12.2008 kl. 17:26
Elsku hjartans bloggvinkona..ég er svo glöð að hafa kynnst þér. Og upplifað að hafa lært af þér unglingurinn minn.Svona er nú lífið gjöfullt...
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:49
ohhhh Skatti.......
Takk kærlega sömuleiðis Hallgerður mín!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.12.2008 kl. 01:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.