6.12.2008 | 01:36
Frostrósir á Hornafirði!
Ég kom áðan af yndislega fallegum, glæsilegum, æðislegum og bara nefnið allt það fallega og góða, tónleikum. Íslensku dívurnar stóðu frammi fyrir Hornfirðingum og nærsveitungum og aðkomufólki líklegast líka, sungu eins og enginn væri morgundagurinn af svo mikilli innlifun að ég gat ekki brosað ég var svo agndofa á tímapunkti!!
Ég brosti einu sinni, þar sem mitt uppáhaldsbestastamesta jólalag var sungið í fyrra uppklappi, Hugurinn fer hærra, yndislega fallegt lag sem allir ættu að komast í æðislegt jólaskap af!
Hér með lofa ég sjálfri mér að á næsta ári ef Frostrósir halda áfram störfum, fer ég í bæinn sama hvað hver segir og á þá tónleika. Ég hlakka bara til við tilhugsunina, þar getur maður ef til vill grátið úr sér augun yfir þeim - þorði það ekki innan um allt fólkið sem ég kannast við og þekki.
Takk æðislega fyrir mig Frostrósir, þið eruð æðislegar og nú sit ég heima að pakka fyrir Reykjarvíkurferð með diskinn í tækinu... takk endalaust fyrir mig!!!!!
Af 10 hjörtum mögulegum fáið þið 11.....
Svo vil ég loka færslunni með því að votta ættingjum og vinum Rúnars Júl. mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég fékk sjálf að sjá goð Íslands og kíkja í heimsókn með Sædísi sys, Ingu Rún og Þórdísi Ingu frænkum mínum fyrir áttræðisafmæli afa, svo sungum við fyrir framan ættingja og vini afa afmælissönginn og Er ég kem heim í Búðardal með sjálfum Rúnari.
Athugasemdir
Þú ert æðisleg
Aprílrós, 6.12.2008 kl. 01:56
Sæl.
Já,Tónlist er afl sem getaur fangað flestar sálir ef rétt er á haldi. Þú virtist njóta þín vel og það er gott.
Hugurinn ber mig hærra er sérlega fallegt lag, tek undir það með þér. Góðar stundir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 02:46
Þú ert bara endalaust í skemmtileg heitum á Höfninni. Njóttu lífsins skottið mitt, þú átt það skilið.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 05:17
Ég veit hvaða hughrif þú hefur upplifað þarna, þær eru allt það góða sem hægt er að nefna.
Ég samhryggist þér einnig Rósin mín og að sjálfsögðu Maríu og öllu hans fólki.
Hann Rúnar var bara strákurinn, svoleiðis var það bara.
Ljós til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.12.2008 kl. 08:27
Ómar Ingi, 6.12.2008 kl. 10:53
, 6.12.2008 kl. 13:02
Eivör hefur verið flottust.
Jens Guð, 6.12.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.