Um daginn og veginn!

Í gærkvöldi hitti ég uppáhalds rithöfundinn minn, Jónu Ágústu Gísladóttur, og ég gat ekki annað en brosað þegar ég stökk inn í Pakkhúsið og sá að hún væri þarna komin - var svo viss um að það væri ófært til Hafnar og engin Jóna.
En þarna sat hún, venjulega mamman með 5 öðrum rithöfundum sem virtust aðeins skýtnari (það er ekki neikvætt né eitthvað betra samt).  Það var alveg svakalega gaman að fylgjast með þeim öllum - ótrúlega ólíkir rithöfundar.

Hitti Jónu þrisvar, og ég ætla að vera alveg ótrúlega hreinskilin, Jóna er bara æðisleg manneskja, af þessum stuttu kynnum við hana hef ég áttað mig á því. Traust og góð!
Ég fékk áritun í bókina mína frá henni..Joyful

Takk kærlega fyrir upplesturinn og fyrir að gefa þér smá tíma til að tala við mig Jóna mín, hlakka til að hitta þig næst, hvenær sem það verður!

Sýningar á Blekkingin eru hættar svo ykkar missir var okkar missir... hehe!

Knús til ykkar allraHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jóna er bara æðisleg eins og ég sagði þér í gær.  Hafðu það gott elsku stelpan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Ómar Ingi

Jóna er bara yndisleg kona.

Ómar Ingi, 4.12.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Skattborgari

Ég hef hitt hana 2 og hún virðist vera í lagi.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 4.12.2008 kl. 19:32

4 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sigríður B Svavarsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 23:43

6 identicon

hahaha og hún virðist í lagi ..

okei ég er kannski búin að hanga of mikið úr bókunum síðustu daga .. fyrst mér finnst þetta soldið skondið :D

Sædís sys (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:38

7 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 5.12.2008 kl. 07:39

8 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Bara skemmtilegt! 

Embla Ágústsdóttir, 5.12.2008 kl. 12:30

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Róslín, ég hef einu sinni hitt Jónu og ég verð að segja að hún er persóna sem verður manni ævinlega hugleikin, hún hefur góða nærveru og ég held að hún sé svona persóna sem virðist nánast alltaf vera til í nánast allt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.12.2008 kl. 22:48

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú hafðir svo rosalega rétt fyrir þér Ásdís, alveg rosalega yndisleg!!
Og hafðu það sömuleiðis gott

Það segirðu satt Ommi!

virðist vera í lagi hlýtur að vera rosalega góður dómur hjá þér Skatti, trúi ekki öðru!

til ykkar Sigga og Sigrún!

jeje Sædís... hlæðu bara!

Ekkert smá Embla!!

Það er alveg rétt hjá þér Högni - held ég muni aldrei gleyma henni og þessum stuttu spjöllum sem ég átti við hana. Alveg mögnuð kona...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband