Hætt í einhvern tíma...

Ég vildi bara koma því á framfæri, þar sem það stendur á ströngu hjá mér þessa dagana og ég hef margt að gera og margt að fara ætla ég að hætta hér á blogginu í einhvern tíma.
Áhugaleysið hefur verið í hámarki undanfarnar vikur, enda eins og ég segi stendur á ströngu hjá mér og ég hef lítinn sem engan tíma til þess að kreista eitthvað upp úr mér.

Það er margt á seiði í mínu lífi og ég verð að snúa mér að því.... en ég kíki á ykkur og set inn komment hjá einhverjum, svo ekki örvænta, ég kem fyrr en varið....

Hafið það sem langbest þangað tilHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er mikið að gera hjá þér ég skil þetta vel. Gaman að lesa orðið mikið á "seiði" þetta er svo skemmtilegt orð. Hafðu það gott ljúflingur..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Ómar Ingi

Já Takk littla sveit

Ómar Ingi, 20.11.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Aprílrós

Skil þig vel. Hafðu það líka sem lang lang best. Gangi þér vel ljúfust ;)

Aprílrós, 20.11.2008 kl. 17:08

4 Smámynd: Tiger

Hvaðahvaða ... erþaðnúsko! Á nú bara að fá létt og nett letikast sí svona? Og jólin á næstu grösum - ásamt fulltaf jólabloggerí og stússi!

En, jú ég get vel skilið þig - hef sjálfur verið hálflatur og ekki nennt nema einu bloggi á dag - og stundum minna. Vonandi snýrðu bara fljótt aftur skottið mitt og heldur áfram að láta illa ... eða þannig!

Knús á þig og hafðu það ljúft í bloggleysi, njóttu bara vel!

Tiger, 20.11.2008 kl. 19:34

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gangi þér vel í bloggfríi. Ég skal telja dagana fyrir þig.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 19:45

6 Smámynd: Skattborgari

Njóttu frísins og ekki hafa það og langt Róslín því að það er gaman af þér.

Kær kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 20.11.2008 kl. 20:23

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gangi þér vel Róslín mín og takk fyrir stuðninginn við Evu Lind

Huld S. Ringsted, 20.11.2008 kl. 22:56

8 Smámynd: Anna Guðný

Sjáumst

Anna Guðný , 21.11.2008 kl. 00:04

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Njóttu þess að vera í bloggfríi......og hafðu það gott kæra Róslín

Sigrún Jónsdóttir, 21.11.2008 kl. 00:48

10 Smámynd: Linda litla

Ég skil þig mikið vel Róslín. Ég er ekki búin að vera í miklu bloggstuði undanfarnar vikur. Og að virkja bloggvini er eitthvað sem ég þarf að taka mig á í.

Kannski ætti ég bara að skella mér líka í smá bloggfrí..... sé til hverju ég nenni.

Hafðu það gott sætust og gangi þér vel allt það sem fram undan er hjá þér.

Linda litla, 21.11.2008 kl. 08:23

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

1 dagur!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 16:05

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahaha, Jóga hefur alltaf sömu trúna á mér!!

Takk þið öll

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.11.2008 kl. 17:14

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís. Hafðu það gott og við tölumst við tækifæri. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 14:33

14 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir mig elsku Róslín mín  Sleepingog góða nóttina mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:51

15 identicon

Endilega taktu þér pásu og stattu þig vel í jólaprófunum!

Ég þyrfti allavega að gera það ...

Sara Björk (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:38

16 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 13:06

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæl elskan. Ertu til í að gá hvort þú átt þessar gömlu kasettur og viltu þá láta mig hafa þær fyrir einhvern pen.'? vertu í bandi. kveðja Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 14:08

18 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir það Hallgerður mín, er mjög von að segja þetta...

Takk stóra borg!(Ommi)

Takk Krútta mín og sömuleiðis

Tiger minn, þegar maður er að gera margt þá er sjálfsagt að maður taki sitt letikast á netinu þó mitt sé nú ekki mikið. Ég er viss um að blogga aftur (eftir bestu getu og mikinn vilja til) 3. eða 4. des, þá hitti ég hana Jónu Á. Gísladóttur vonandi!!
Knús!

Hvað eru þeir orðnir margir Jóga mín?

Takk Skattborgari!

Takk fyrir það Huld mín, og ég skal segja þér það að þarna kynntist ég rosalega skemmtilegri stelpu, Eva Lind er frábær!
Sendi þér fjögur hjörtu til baka

Við gerum það Anna Guðný!

Takk sömuleiðis Sigrún mín!

Ég einmitt hef tekið eftir því Linda litla að þú hefur ekki verið rosa dugleg að blogga, en allir hafa sína ástæðu...
Knús

Ásdís við tölumst við tækifæri, en nú verð ég að segja þér að mamma er ekki til í þetta með kasetturnar, hún ætlar sko að geyma þær þar til eitthvað af okkur systkinum eigumst börn. En gangi þér vel að leita

Sömuleiðis Linda mín

Sara Björk, það væri enn betra ef það væru einhver jólapróf, múhahahaha....


Annars svona smá update af fréttum;


Frumsýning á Blekkingunni er á sunnudag og nú sit ég heima með kvefpestina, fór heim úr skólanum eldsnemma í morgun enda vil ég ekki vera hálfskælandi upp á sviði á sunnudag...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.11.2008 kl. 16:56

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk samt Rósin mín  skil mömmu þína vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:10

20 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Eru um við svona vel tengdar,, að ég kem inn þegar þú ferð út. 

Ég skal standa vaktina

 Eigðu notalegt blogg frí mín kæra.  Sjáumst kannski fyrir jól á skjánum

Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 17:41

21 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er ekki farin eitt né neitt Sigga mín...

En hva, á skjánum, hvað ertu að gera þar?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.11.2008 kl. 17:50

22 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Tölvuskjánum hehe eins og núna ...hehe .. Plataði ég þig ? 

það var alveg óvart..

Sigríður B Svavarsdóttir, 25.11.2008 kl. 18:16

23 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já þú plataðir mig!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.11.2008 kl. 18:22

24 identicon

Hvað, eru engin jólapróf hjá ykkur? :O Hvert er heimurinn að fara? :P

Öfunda þig alveg hræðilega mikið!

Sara Björk (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband