Uppáhalds lagið mitt þessa dagana...

Ég vil byrja þessa færslu á því að ég hitti einn Edduverðlaunahafa á mánudaginn var, hana Lollu. Hún var að syngja fyrir okkur krakkana ásamt hljómsveit og eftir mjög skemmtilegt sjóv beið ég og talaði við hana, annars hefði ég fengið samviskubit yfir því ef ég hefði ekki farið, þó ég væri bláókunn fyrir henni. Ótrúlega flottur karakter sem hún er hún Ólafía Hrönn Hornfirðingur...Joyful

Annars ætlaði ég að deila með ykkur uppáhalds laginu mínu um þessar mundir, það er ekki inn á youtube svo ég gaf mér það bessaleyfi að setja það í spilarann hjá mér þar sem að þið verðið að heyra það!

Freedome

She moved away to another world
She could just fly away

Sometimes i see her by my window

She has found another life


So why can’t we all fly away

So why can’t we all fly away


Freedom she say’s that’s worth livin for
And no one can take that away

She’s not comin back, like she did before

She has found another life     

   

So why can’t we all fly away
So why can’t we all fly away

She has the guts that no one had before,
now she can fly

She’s shown the world that the way it
should be done Why don’t you try   

  

So why can’t we all fly away
So why can’t we all fly away


Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 19.11.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Aprílrós

Þetta er líka með mínum fallegustum lögum , takk að koma með tekstan.

Ljúfar stundir ljúfan mín. Gangi þér vel elskan í skólanum og heima, ;)

Aprílrós, 19.11.2008 kl. 22:00

3 identicon

Iss piss .. ég þjónaði henni á hótelinu í sumar

Hehe ekki það að mér sé ekki alveg sama .. Varð bara að skjóta þessu hérna inn .. úú 19 dagar í jólafríið mitt!!!

Sædís sys (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Flauti flauti flauti flauti flauti flauti flauuuut!

Það var mjög lítið Krútta mín, og sömuleiðis

Jejeje, Sædís, vissir ekki einu sinni að hún væri héðan..... dugnaður í þér kona, áfram svona!

Annars öfunda ég þig ekkert, að vera að ganga í háskóla og hætta við námsbrautina.. iss piss!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.11.2008 kl. 22:38

5 identicon

er þetta nú ekki frekar fast skotið góða mín? en ekki á maður að hanga í einhverju sem maður vill ekki læra .. það segir mamma mín allavega!

Sædís sys (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mamma mín segir það samt ekki sko....

Farðu og vertu leikkona.... besta jobbið í dag!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.11.2008 kl. 23:23

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fallegur texti en ekki heyrði ég neitt eða sá.
Flott hjá þér að tala við þessa flottu leikkonu, hana Ólafíu Hrönn, þú hefðir séð eftir því ef þú hefðir ekki gert það.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2008 kl. 13:04

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er 100% rétt hjá systur þinni. Maður á aldrei að hanga í neinu, sem maður er ekki ánægður með, ef möguleiki er að sleppa úr því. Það getur tekið tíma að finna rétta hillu í námi.  Ég prófaði bókmenntafræði, sálarfræði, tækniteiknun og endaði í guðfræði, sem betur fer! Mæli með guðfræðideildinni, langskemmtilegasta deild Háskóla Íslands og fjölbreytt nám!

Við töpum aldrei á því að prófa mismunandi nám, víkkum bara sjóndeildarhringinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.11.2008 kl. 13:08

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Milla mín, það er ekki von, tónspilarinn er greinlega barasta ekki inni, ég skelli honum inn eftir smástund!
Ég hefði séð rosalega eftir því að hafa ekki talað við hana, ég get lofað þér því!

Knús

Jóga ég er bara að stríða henni systur minni, enda hefði ég nú ekki getað séð hana fyrir mér sem sálfræðing svona með fullri virðingu fyrir henni sjálfri. Held hún ætli í félagsfræðinginn eftir áramót, ef ég veit eitthvað um það þ.e.a.s.!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.11.2008 kl. 13:22

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Rósin mín nú get ég hlustað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband