16.11.2008 | 23:45
Þrír rauðhausar!
Eins og Sólveig Arnarsdóttir sagði, sem hlaut Edduna fyrir aðalhlutverk leikkvenna í kvöld, þá stóðu þrjár rauðhærðar dömur og biðu eftir að vita hver þeirra hlyti titilinn í ár.
Ég var náttúrulega yfir mig ánægð að sjá hárlitssystur mínar fylla í öll sæti tilnefninga enda ekki á hverjum degi í íslenskri leiklistarsögu sem þrjár rauðhærðar konur geta hlotið svona verðlaun!
En annars er ég ótrúlega ánægð með frammistöðu minna uppáhalda, Lolla og Ilmur í baráttu um aukahlutverk og Lolla vann þá lotuna, við eigum svo sannarlega landslið leikara, það fer ekki á milli mála.
Sólveig Arnarsdóttir hlaut eins og ég er búin að segja Edduna fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Svörtum Englum, enda stóð hún sig með prýði í þeim þætti, missti ekki af einum einasta!
Ég ætla núna í háttinn enda langur dagur á morgun, hlakka allra mest til þess þegar við förum krakkarnir í skólanum að horfa á Ólafíu Hrönn syngja, búin að hlakka til frá því ég heyrði af þessu...
Verð síðan á leikæfingu að æfa leikritið Blekkingin frá kl. 18 til líklegast kl. 22.00, og þannig verður öll næsta vika hjá mér, þar sem við frumsýnum á sunnudaginn!
Knús á ykkur inn í vikuna frá fröken ánægðu!
Ég var náttúrulega yfir mig ánægð að sjá hárlitssystur mínar fylla í öll sæti tilnefninga enda ekki á hverjum degi í íslenskri leiklistarsögu sem þrjár rauðhærðar konur geta hlotið svona verðlaun!
En annars er ég ótrúlega ánægð með frammistöðu minna uppáhalda, Lolla og Ilmur í baráttu um aukahlutverk og Lolla vann þá lotuna, við eigum svo sannarlega landslið leikara, það fer ekki á milli mála.
Sólveig Arnarsdóttir hlaut eins og ég er búin að segja Edduna fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Svörtum Englum, enda stóð hún sig með prýði í þeim þætti, missti ekki af einum einasta!
Ég ætla núna í háttinn enda langur dagur á morgun, hlakka allra mest til þess þegar við förum krakkarnir í skólanum að horfa á Ólafíu Hrönn syngja, búin að hlakka til frá því ég heyrði af þessu...
Verð síðan á leikæfingu að æfa leikritið Blekkingin frá kl. 18 til líklegast kl. 22.00, og þannig verður öll næsta vika hjá mér, þar sem við frumsýnum á sunnudaginn!
Knús á ykkur inn í vikuna frá fröken ánægðu!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kvikmyndir, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Athugasemdir
blekkingin .. eitthvað kannast ég nú við það nafn
Sædís sys (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 01:46
Sagan segir að rauðhærðar konur séu hættulegar og sagan sagði líka heima í Eyjum að rauðhærði peyjar væru teknir í beitu! Sagan er oft skemmtileg þó helmingurinn sé lygi...
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 10:22
Já við eigum flottar leikkonur og leikara.
Knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2008 kl. 16:12
RED power - þið eruð flottar
Eigðu góða viku mín kæra. Knús úr Mosó.
Gúnna, 17.11.2008 kl. 16:21
Hugsaði einmitt til þín þegar Sólveig sagði að þær væru allar rauðhærðar!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.11.2008 kl. 16:26
Gæti verið Sæsí, gæti verið!
Hallgerður Langbrók, það var líka í Færeyjum sem var notað rauðhærð ungabörn sem beitur!.. ótrúlegt hvað fólki dettur í hug...
Já, svo sannarlega Milla, ég hitti hana Lollu meira að segja í dag!
Knús
Takk Gúnna mín, og sömuleiðis takk
Það hlaut að vera Jóga, ég einmitt hugsaði til bæði færslunnar sem ég skrifaði um rauðhærðar leikkonur og um bréfið sem ég sendi til Sólveigar...
En takk fyrir að hugsa til mín, veist ég met svoleiðis til mikils, enda þykjó frænkur á ferð!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.11.2008 kl. 16:36
Já þetta var skelfilegt að sjá
En Hún Solla stirða átti þetta skilið
Ómar Ingi, 17.11.2008 kl. 19:37
Ommiiii ég veit að þér líkar ógeðslega vel við rauðhærða kvennmenn... þekkir ekki aðrar!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:16
Þú veist það að rauðhærðir þola sól oft verr en aðrir og eru líklegri til að vera með freknur?
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 18.11.2008 kl. 01:27
Uss .. ég er eldrauðhærður .. inn við beinið! En bjevað hárið á mér varð samt kolsvart...
Annars er ég alveg sammála þér - við eigum glæsilegt lið af dásamlegum leikurum og leikkonum. Sakna samt svolítið mikið þeirra gömlu góðu .. Ladda og Eddu Björgvins .. og fleiri sem voru mest áberandi fyrir bara orfáum árum.
Eddukvöldið var bara flott ..
Knús og kram á þig skottið mitt og hafðu ljúfa daga framundan ..
Tiger, 18.11.2008 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.