12.11.2008 | 19:07
Borað í nefið með stæl!
Þegar ég var lítil var ég alltaf með puttana í nefinu á mér og skammaðist mín lítið fyrir það. Ég hef aldrei skilið hvað fólk þarf óspart að skipta sér að því hvort að barn bori í nefið á sér, eða ekki. ,, Ef of mikið er borað í nefið getur puttinn fest," og ,, ef of mikið er borað í nefið stækkar nefið " hafa ef til vill einhver börn fengið að heyra. Þessar viðvaranir ganga engan veginn upp, og alls ekki ef þær eru settar saman, þar sem nefið stækkar og puttinn festist þar af leiðandi ekki!
Eins og ég segi, þegar ég var lítil slitnaði varla horið á milli fingurs og nefs, en þegar ég var 7-8 ára gömul að mig minnir, kom frænka mín hún Inga Rún í heimsókn með Kamillu litlu frænku mína, sem er 3 árum yngri en ég. Þá var ég búin að finna hrikalega snilld upp (að ég hélt), þar sem ég þurfti bara að bíða eftir því að horið væri komið svo langt niður svo að ég gat bara sogið það með tungunni.
Ég man svo vel hvað Inga Rún sagði við Kamillu; Þetta má ekki! Held að ég hafi eitthvað þrasað við hana um þessa tækni mína, en annars varð ég rosalega móðguð út í frænku mína....
Mér finnst horsögur svo ótrúlega skondnar, hér er færsla um bók sem ég las þegar ég var lítil!
Ég fékk út úr Sögu 103, fyrsta lotuprófinu af þremur í dag, ég náði með 7.5 , svo fengum við út úr Nýlendustefnuritgerðum í dag og ég var hæðst ásamt einum öðrum með 9.5....
Knús á ykkkuuuur
Eins og ég segi, þegar ég var lítil slitnaði varla horið á milli fingurs og nefs, en þegar ég var 7-8 ára gömul að mig minnir, kom frænka mín hún Inga Rún í heimsókn með Kamillu litlu frænku mína, sem er 3 árum yngri en ég. Þá var ég búin að finna hrikalega snilld upp (að ég hélt), þar sem ég þurfti bara að bíða eftir því að horið væri komið svo langt niður svo að ég gat bara sogið það með tungunni.
Ég man svo vel hvað Inga Rún sagði við Kamillu; Þetta má ekki! Held að ég hafi eitthvað þrasað við hana um þessa tækni mína, en annars varð ég rosalega móðguð út í frænku mína....
Mér finnst horsögur svo ótrúlega skondnar, hér er færsla um bók sem ég las þegar ég var lítil!
Ég fékk út úr Sögu 103, fyrsta lotuprófinu af þremur í dag, ég náði með 7.5 , svo fengum við út úr Nýlendustefnuritgerðum í dag og ég var hæðst ásamt einum öðrum með 9.5....
Knús á ykkkuuuur
Athugasemdir
Til lukku með prófin ljúfust. ;)
Aprílrós, 12.11.2008 kl. 19:19
Afhverju þarftu alltaf að vera tala um hor?... það er bara fátt ógeðslegra en það
Isis, 12.11.2008 kl. 19:36
Takk Krútta!
aaahahahaha, mér finnst svo gaman að tala um horbjóð því þér finnst svoleiðis svo ógeðslegt Isis.... Þú veist ekki hvað mér þykir þetta ógeðslega fyndið!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:56
oj oj oj ekki nebbapot og þó??
Ásdís Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 20:35
Sá mjög góða mynd af þér áðan á Flickr...en ekkert hor
Svanhildur Karlsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:26
Það er alveg á hreinu að nefið á þér er mun stærra af því að þú hefur svo oft borað í það. Hefur þú heyrt af stúlkunni sem boraði svo langt upp í nefið að hún fór inn í heilann og var alvarlega heilasködduð eftir það?
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.11.2008 kl. 00:37
hahaha, oooójú Ásdís!
Ég held það Inga Rún, að þú hafir sagt þetta því að ég held einhverntíma áður ( eða kannski samdægurs? ) fór ég með Kamillu á rólóvöllin þar sem ég átti heima og tókst að festa hana í "bleyjurólu"... þurfti að hlaupa heim og ná í þig til að taka hana uppúr!!!
Ég held ég hafi bara verið sár út í þig í smá tíma, örugglega eina skiptið sem ég hef verið sár út í ættingja.... útaf HORI!
Annars já, er þér fyrirgefið hér með!
En gaman að geta verið uppáhalds einhvers, finnst alltaf svo gamna að vita af svoleiðis. Óþekk börn annarra eru ótrúlega fyndin, samt ekki alltof óþekk, bara snjallir krakkar! Ég var sjaldan óþekk, enda algjör mömmustelpa sem hlýddi flestu sem henni var sagt að gera!
Já ég varð að kíkja og svala forvitni minni, hvaða mynd það gat verið, myndin sem Gúnna tók af mér í hittingnum hjá Flickr konunum um daginn... Og ég segi nú bara hjúkket að þar hafi nú ekki farið mikið um neitt hor!!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:38
Gaaaat verið Skattborgari, að þú komst hingað með þína skemmtilegu fræðslu??
Þú ert ótrúlega fyndinn, lúmskt fyndinn, en samt ógeðslega fyndinn svona eftir á... En smá tips; maður segir aldrei við kvenmann að hún sé með stórt nef, sama hvort sem það er stórt eða ekki, hún gerir sér fyllilega grein fyrir því sjálf!
Ég er ekkert með lítið né venjulega lagað nef, viðurkenni það fúslega!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.11.2008 kl. 00:39
las hratt yfir færsluna en til lukku með góð próf góða nótt ljúfust
Brynja skordal, 13.11.2008 kl. 00:42
Róslín. Maður á heldur aldrei að segja við konur að þær séu feitar eða ljótar en ég geri það samt reglulega. Ég á ekki heldur að segja að ég sé ljótur en segi það reglulega samt sem áður. Er þetta ekki nokkuð sem er alveg rétt hjá mér að maður eigi ekki að gera? Ég er bara svo illa upp alin að kvenmenn hlaupa alltaf í burtu um leið og þær sjá mig.
Kveðja Skattborgari.
Eigðu góða nótt.
Skattborgari, 13.11.2008 kl. 01:37
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 08:54
Til hamingju með prófin þín flotta stelpa.
En vertu viss er þú eignast börn sjálf munt þú siða þau til með horið því það þykir eigi siðlegt að bora, bora í nefið.
Ljós og kærleik til þín ljúfust
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2008 kl. 09:01
Knús til þín Brynja!
Skattborgari, ertu núna að gefa í skyn að ég sé feit og ljót líka? þakka þér kærlega fyrir....... Greinilega illa alinn upp!
til þín Hallgerður mín!
Takk Milla mín!
En ég mun kvetja mín börn til að bora í nefið (þá örugglega gera þau það ekki!)...
Knús á þig Milla mín
Langar ekki að setja þetta í blogg, en vill endilega deila með ykkur einkunnunum mínum, ætla að setja þetta alltsaman inn, hef bætt mig í öllu nema dönsku síðan í fyrra!!
Íslenska 9.0
Danska 7.5
Enska 8.5
Stærðfr. 9.0
Náttúrufr. 7.5
Samfélagsf. 9.5
Saga 103 7.5
Upplýsingatækni 9.0
Hugmyndasmíði 10.0
Sund 9.0
Íþróttir 9.0
......
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.11.2008 kl. 09:16
Þetta eru fínar einkannir hjá þér og til hamingju með þær.
Já þú þarft að léttast um 20kg og svo ertu mjög ljót í þokkabót. Nei Róslín ég tel þig ekki vera feita og sýnist þú bara vera mjög myndarleg ung stúlka.
Ps. ég veit að ég kann ekki mannasiði.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 13.11.2008 kl. 09:22
Þetta eru að sjálfsögðu einkunnir en ekki einkannir, skjúsmí ég fæ álíka gæsahúð af því að sjá skrifað einkannir og sjá fólk bora í nefið. En það er kannski mitt vandamál.
Þú hefur staðið þig vel og er þetta flottur grunnur fyrir framhaldsskólann. Haltu þínu striki!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.11.2008 kl. 09:51
eg skil þetta ekki heldur að það er ógeðslegt með hor.og puttin festis í nefin vaaaaa.... þetta er bull.
Viktor Hrannar Jónsson, 13.11.2008 kl. 15:35
Hahaha, gott að fá álit annarra á sjálfri mér Skattborgari..... Hlusta ekki á svona bull!
Pottþétt þitt vandamál Jóga!!!
En takk!
Einmitt Viktor!!! Algjör þvæla!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.11.2008 kl. 15:41
Flottar einkunnir hjá þér! Vona að mínar verði svipaðar haha :)
veit bara einkunnina í Sögu 103, 8,3! var ekkert smá ánægð!
en til hamingju með þessar fínu einkunnir, og hættu nú að tala um hor!
Eva (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.