Heimshornaflakkarinn - Hættum að vorkenna okkur!

Ég er ótrúleg hvað vini varðar, ég tala sjaldan við karlmenn á netinu, vegna viðvarana og svoleiðis. Maður veit aldrei neitt um neitt og verður að fara gætilega, en þar sem ég er ótrúlega seig að eignast vini svona af og til, þá hef ég eignast flotta vini á blogginu og þrjá á facebook.
Einn af þeim sem ég kalla svona almenna vini mína af blogginu úr vinalistanum er Ommi, fyndið, en hann er eini karlmaðurinn á mínum blogglista sem ég hef talað við t.d. á Facebook!

Ég á tvær vinkonur frá Sri Lanka, önnur heitir Shanika og hin Sakila, ótrúlega skemmtilegar stelpur, önnur 19 ára og hin í kringum 12 ára aldurinn.

En sá vinur minn sem ég ætlaði að tala um, er heimshornaflakkari, frá Eþíópíu að nafni Ermias. Sá maður er 41 árs gamall, og er alltaf að ferðast allstaðar um heiminn, ótrúlegt hvað einn maður getur ferðast mikið. En í hans heimalandi fannst í kringum 1970 beinagrind af elstu konu í heimi sem vitað er um, Lucy. Auðvitað var hann ánægður að þetta hafi ég vitað um hans heimaland, en áðan fékk ég eftirfarandi skilaboð á Facebook;

i read about your country
so sorry
you will have to work hard when you grow up

Þá fór ég að segja honum að það væri ekki mikið að okkar landi, þar sem við þurfum bara að labba fram í eldhús, það sem okkur þykir svo sjálfsagt, skrúfum frá krananum og fáum ískalt og tærasta vatn í heimi.
Að ég (mín fjölskylda) ættum hús og 99.9 prósent þjóðarinnar þak yfir höfuðið. Að við þyrftum ekki að glíma við stríð né hungur. Að þetta væri nú ekki verra en fyrir Afríkubúa..

Að vissu leyti er þetta erfitt fyrir okkur, en núna er það í okkar höndum að standa saman, Ríkisstjórnin, bankastjórnin, LÝÐURINN...... hættum að vorkenna okkur og vinnum að því sem var eyðilagt fyrir okkur og höldum uppi íslensku krónunni okkar og látum ekki líta á okkur með vanþóknun!
Sínum að við getum barist á móti, Brown og Darling geta bara séð um sín mál sjálfir og hætt að kalla okkur hryðjuverkamenn! Snúum bökum í þá og stöndum þétt saman!

Sjáum það jákvæða í þessu, ég var að hughreysta Ermias, heimhornaflakkarann frá Eþíópíu!

Knús og ljós í hvert hús, og fjós....Grin Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það ætti að vera allt í lagi að tala við karlmenn á netinu og held að þú þurfir ekki að óttast neitt fyrr en einhver þeirra vilji hitta þig í eigin persónu. Þá fyrst þarftu að hafa áhyggjur og sérstaklega ef hann vill ekki að þú takir einhvern fullorðinn með.

Eigum við ekki að hittast í eigin persónu við tækifæri og ekki taka nein fullorðin með. Ef einhver á netinu spyr þig svona eða eitthvað í líkingu við þetta þá eru góðar líkur á að það sé perri á bakvið tölvuna.

Þessi kreppa er ekki svo slæm en sumir munu fara verr úr henni en aðrir.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 10.11.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gott að fara varlega á netinu, sem og annars staðar!

- Ég sagði syni mínum frá þér, og skilaði kveðjunni.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 06:14

3 Smámynd: Aprílrós

Sama hvar maður er , alltaf að fara varlega. Eigðu ljúfan dag min kæra.

Aprílrós, 10.11.2008 kl. 07:10

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sjálfsagt mál að fara varlega. Eins og skattborgarinn segir, ekki hitta fólk sem þú þekki bara gegn um netið. Það á líka við um kvenfólk, því stundum þykjast perrarnir vera stelpur á svipuðum aldri. Taktu alltaf einhvern sem þú treystir með, ef einhver vill hitta þig.

En þessi kreppa... hún verður erfið, en við munum varla þurfa að drekka kókómjólkurlitað vatn sem við sóttum í gamalt hjólfar í drullu í 10 kílómetra fjarlægð. Við getum misst okkur í einhverja sjálfsvorkunn, en enginn kom sér út úr vandamálum með því að gera það.

Villi Asgeirsson, 10.11.2008 kl. 10:09

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta elskan mín. Hafðu það gott

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 12:09

6 Smámynd: Brynja skordal

það er nú gott að eiga góða vini bæði í bloggheimum sem og annarstaðar en það er samt gott að hafa það að leiðarljósi að fara alltaf varlega róslín mín já við höfum það að mörgu leiti gott hér á klakanum ekki spurning með það  hafðu það ljúft mín kæra

Brynja skordal, 10.11.2008 kl. 13:46

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Skattborgari, ég tel mig trú um að ég viti vel við hverja ég tala og við hverja ég tala ekki!

Elsku fólk, ég var ekki að einblýna á manninn, heldur var ég að segja ykkur hvað hann sagði við mig, fólk úti heldur ástandið hér svo mikið verra en það er!

Þökk fyrir að hafa skilað kveðjunni Jóga mín, sagði hann ekki að þú værir örlítið skrítin að tala við mig?

Ég geri það Krútta mín

Jú, jú Villi, ég passa mig líka á kvenmönnum!

Hafðu það sömuleiðis gott Ásdís mín

Og þú líka Brynja mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.11.2008 kl. 15:19

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nei, nei, Róslín mín, strákurinn minn þekkir mig. Honum finnst ég fín eins og ég er!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.11.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

úff, heppin ertu með fjölskyldu hvað þetta varðar!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.11.2008 kl. 16:54

10 Smámynd: Ómar Ingi

Já littla mín , þú verður að passa þig á fólkinu sem þú talar við á netinu það eru ekki allir alveg heilir

Ómar Ingi, 10.11.2008 kl. 18:39

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég held Ommi, að ég verði þá helst að passa mig á þér..... þú gætir hrellt mig rosalega mikið........ djók!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:28

12 Smámynd: Skattborgari

Ég held að hann ommi gæti verið hættulegur en þú ættir mun frekar að passa þig á mér því að ég er ekki undir nafni. En á meðan þú ert bara að tala við nafnlausan aðila á blogginu þá þarftu ekkert að óttast sama hver er á bakvið tölvuna.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 11.11.2008 kl. 00:34

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Skattborgari, ég held einmitt að Ommi geti ekki verið vitund hættulegur.. tók bara svona til orða, þekki manninn ágætlega og hann er fínasti kall!
Maður á helst af öllu að passa sig á mönnum sem kalla sig Skattborgara, þar sem þeir eru örugglega ósáttir menn við að vera skattborgarar!
Það er held ég svei mér betra að hitta fólk undir fullu nafni, sem maður veit að er rétta nafn án fullorðins frekar en að hitta einhvern "nafnlausan" sem maður veit ekkert hvort er kona eða karl með fullorðnum!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:39

14 Smámynd: Skattborgari

Róslín það er alveg hárétt. Þú átt aldrei að hitta neinn sem þú hittir á netinu án þess að taka einhvern fullorðinn með nema að það sé 100% að hann sé sá sem hann segist vera og að hann sé undir nafni eða þú vitir upp á hár hver það er.

Ég er nafnlaus því að ég vil ekki að ákveðnir aðilar viti hver ég er en ég get lofað þér því að þeir sem eru hættulegir munu langflestir þurfa að vera undir fölsku nafni því að það eru góðar líkur á að einhver geti vara þig við þeim sem les bloggið þitt.

Ég er meinlaus Róslín en ég get lofað þér því að þeir sem eru hættulegir munu líka segja það þannig að það er ekki hægt að treysta því nema að einhver af bloggvinum þínum viti hver ég er og geti staðfest að ég er meinlaus.

Ég þekki omma bara af blogginu og hef gaman að kallinum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 11.11.2008 kl. 00:48

15 Smámynd: Ómar Ingi

Þið eruð líka alveg ágæt

Ómar Ingi, 12.11.2008 kl. 19:16

16 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Finnst þér ekki, Ommi!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.11.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband