9.11.2008 | 21:36
Einu sinni "innbrotsþjófur", aldrei aftur "innbrotsþjófur"..
Nema þó að ég þurfi að komast inn í mitt hús eða annarra sem ég þarf að fara inn til fyrir. En ég er að segja ykkur, að ef ég gerðist innbrotsþjófur væri ég hörmulegur innbrotsþjófur, treð rassinnum fyrst inn um gluggann og festi mig næstum því svoleiðis. Losnaði þó og þurfti að læsa íbúðinni að innan og klifra aftur út um gluggann, rassinn festist aftur, fyrst í einhverjum krók og svo á gluggakistunni þegar ég náði ekki niður.
Ég fór í þeim tilgangi að sækja í tölvu bróður míns í íbúð frænda míns og frænku, þakklát fyrir að þurfa ekki að stunda þetta, til að afla mér fjárs... fjúff!
Núna sit ég að berjast að læra fyrir náttúrufræðipróf, ætla að láta það nægja fyrir kaflaprófið að lesa einu sinni yfir kaflann, gera dönsku stílinn og tryggja að allt sé á sínum stað, sem á að fylgja mér í skólann í fyrramálið.
Fæ einkunnina fyrir Sögu 103 prófið líklegast á morgun, og veit ekki hvort ég eigi að hlakka til eða hlakka ekki til þess........
Ánægjufréttir; Gáfnarljósin sem Hornafjörður á eru farin að gera vel vart við sig, það skýrir sig þannig út að 7. bekkur bæði í fyrra og núna hafa unnið Íslandsmótið í First lego keppninni. Við skulum ekkert tala um það þegar ég var í þessu í 7. bekk, þar sem okkar liði, Humrunum, gekk ótrúlega illa, að ég held lentum í næstsíðasta sæti, en vorum tilnefnd til tveggja annarra verðlauna, man að annað var fyrir verkefni sem var að veiða frekar í humargildrur en troll!
En til hamingju með þetta krakkar mínir, vegni ykkur nú vel í útlandinu og njótið þess að kynnast krökkum frá öðrum löndum, við erum svo ótrúlega fjölbreytt...
Frumsýning á Blekkingunni verður líklegast 20. nóvember og hvet ég ykkur sem flest til að flýja til Hornafjarðar á grunnskólaleikrit, sjá flotta krakka spreita sig á sviðinu... ég verð þarna einhverstaðar inn á milli atriða, enda alltof athyglissjúk til að vera ekki þar!
Tökum líklegast þátt í Þjóðleiksátakinu á næsta ári, vonandi fæ ég að fylgja með í þann hóp, þar sem leiklist er mögnuð og það er bara eitt skemmtilegasta sem hægt er að gera... finnst mér!
Ég sendi inn í merkjakeppni, þar sem flottasta merkið fyrir Þjóðleik fær 100 þúsund krónur í verðlaun, svo það var þess virði að taka þátt. Veit samt ekki hvort merkið hafi verið eitthvað sérstakt, en hver veit, Hornfirðingar hafa hreppt svo mörg verðlaun á þessu ári.. við erum æðiiii !
Ég get ekki beðið eftir jólatónleikum Frostrósa hérna á Hornafirði, hlakka allsvakalega til að sjá flotta söngfólkið okkar, fyrstu jólatónleikar sem ég fer á.
Hafið það sem langbest elsku bestu skinnin mín og farið varlega í umferðinni!
Ég fór í þeim tilgangi að sækja í tölvu bróður míns í íbúð frænda míns og frænku, þakklát fyrir að þurfa ekki að stunda þetta, til að afla mér fjárs... fjúff!
Núna sit ég að berjast að læra fyrir náttúrufræðipróf, ætla að láta það nægja fyrir kaflaprófið að lesa einu sinni yfir kaflann, gera dönsku stílinn og tryggja að allt sé á sínum stað, sem á að fylgja mér í skólann í fyrramálið.
Fæ einkunnina fyrir Sögu 103 prófið líklegast á morgun, og veit ekki hvort ég eigi að hlakka til eða hlakka ekki til þess........
Ánægjufréttir; Gáfnarljósin sem Hornafjörður á eru farin að gera vel vart við sig, það skýrir sig þannig út að 7. bekkur bæði í fyrra og núna hafa unnið Íslandsmótið í First lego keppninni. Við skulum ekkert tala um það þegar ég var í þessu í 7. bekk, þar sem okkar liði, Humrunum, gekk ótrúlega illa, að ég held lentum í næstsíðasta sæti, en vorum tilnefnd til tveggja annarra verðlauna, man að annað var fyrir verkefni sem var að veiða frekar í humargildrur en troll!
En til hamingju með þetta krakkar mínir, vegni ykkur nú vel í útlandinu og njótið þess að kynnast krökkum frá öðrum löndum, við erum svo ótrúlega fjölbreytt...
Frumsýning á Blekkingunni verður líklegast 20. nóvember og hvet ég ykkur sem flest til að flýja til Hornafjarðar á grunnskólaleikrit, sjá flotta krakka spreita sig á sviðinu... ég verð þarna einhverstaðar inn á milli atriða, enda alltof athyglissjúk til að vera ekki þar!
Tökum líklegast þátt í Þjóðleiksátakinu á næsta ári, vonandi fæ ég að fylgja með í þann hóp, þar sem leiklist er mögnuð og það er bara eitt skemmtilegasta sem hægt er að gera... finnst mér!
Ég sendi inn í merkjakeppni, þar sem flottasta merkið fyrir Þjóðleik fær 100 þúsund krónur í verðlaun, svo það var þess virði að taka þátt. Veit samt ekki hvort merkið hafi verið eitthvað sérstakt, en hver veit, Hornfirðingar hafa hreppt svo mörg verðlaun á þessu ári.. við erum æðiiii !
Ég get ekki beðið eftir jólatónleikum Frostrósa hérna á Hornafirði, hlakka allsvakalega til að sjá flotta söngfólkið okkar, fyrstu jólatónleikar sem ég fer á.
Hafið það sem langbest elsku bestu skinnin mín og farið varlega í umferðinni!
Athugasemdir
Róslín Alma Valdemarsdóttir hættulegasta glæpakvendi íslands og þó víðar væri leitað. Þú ert mjög heppin að búa á Íslandi því að fengelsin hér eru mjög góð miðað við fangelsin útí heimi. Kvennafangelsið í Kópavogi er víst mjög fínt og heimilislegt en það þarf sennilega að vista þig á Litla Hrauni því að þú ert of hættuleg til að vera geymd annarsstaðar.
Gangi Þér vel í prófunum og vonandi færðu góða einkarnir.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 9.11.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.