6.11.2008 | 22:38
Kækir, brak og brestir!
Þar sem ég er alveg svakalega mislukkað barn, eða svona næstum því, en samt sko ekki, þá hef ég mína kæki og galla, ef galla má kalla!
Ég er samt sem áður rosalega mikið fyrirmyndabarn, fylgi flestum ásettum reglum samfélagsins ( jú, jú, held að ég brjóti eina þegar um útivist er að ræða, enda er það nú ekki á hvers manns koppi að fara heim kl. 10 á kvöldin!).
Skóli er ekki mín gráða, allavega ekki það sem hefur hingað til verið í skóla og ég hef lært, margt af því hefur ekkert gagnast mér en mun eflaust einhvern tíma gagnast mér þegar ég fer að leggja saman tvo og tvo og fæ út fimm, þá átta ég mig á því að það er víst fjórir en ekki fimm.
Ég reyndar á uppáhaldsfög og óuppáhaldsfög, en það er allt önnur saga í allt annarri bók.
Kækir hrjá mig af og til, og sækist ég eftir mörgum kækjum, eða sækist ekki á eftir þeim, þeir koma bara.
Ég er, í sjálfu sér bara með einn kæk, svo ég viti. Sá kækur hrjáir marga, að þurfa að braka í liðum.
Eftirfarandi staðir verð ég að braka í á hverjum degi;
Öllum liðum þumalputtanna, vísifingranna, löngutöngunum, baugfingrunum og litlu puttunum, einnig inni lófanum þar sem þumalputtaliður er, báðum úlnliðum, vinstri olnboga, vinstri öxl, baki, rófubeini ( neðsti hluti baksins ), höfðinu, kjálkanum hægra megin, öllum tíu tánum og af og til í liðnum í fætinum sem enginn getur sagt mér hvað heitir!
Held þá að ég sé búin að telja allt upp, og er þetta hollt; Nei, liðargigt getur stafað af þessu, en þetta er kækur, áunninn kækur sem hefur fylgt mér sumt í nokkur ár!
En ætli ég segi þetta ekki gott í bili, fór á Sinfoníuhljómsveit Íslands eins og vel reitt hæna til fara og skammaðist mín niður í tær fyrir útganginn á mér - mömmu að kenna sko, hún sagði að maður mætti mæta hvernig sem maður vildi!
Við tölum ekkert um söguprófið þar sem ég veit ekki hvort mér gekk eitthvað vel, kemur bara í ljós þegar að að því kemur!
Ég er samt sem áður rosalega mikið fyrirmyndabarn, fylgi flestum ásettum reglum samfélagsins ( jú, jú, held að ég brjóti eina þegar um útivist er að ræða, enda er það nú ekki á hvers manns koppi að fara heim kl. 10 á kvöldin!).
Skóli er ekki mín gráða, allavega ekki það sem hefur hingað til verið í skóla og ég hef lært, margt af því hefur ekkert gagnast mér en mun eflaust einhvern tíma gagnast mér þegar ég fer að leggja saman tvo og tvo og fæ út fimm, þá átta ég mig á því að það er víst fjórir en ekki fimm.
Ég reyndar á uppáhaldsfög og óuppáhaldsfög, en það er allt önnur saga í allt annarri bók.
Kækir hrjá mig af og til, og sækist ég eftir mörgum kækjum, eða sækist ekki á eftir þeim, þeir koma bara.
Ég er, í sjálfu sér bara með einn kæk, svo ég viti. Sá kækur hrjáir marga, að þurfa að braka í liðum.
Eftirfarandi staðir verð ég að braka í á hverjum degi;
Öllum liðum þumalputtanna, vísifingranna, löngutöngunum, baugfingrunum og litlu puttunum, einnig inni lófanum þar sem þumalputtaliður er, báðum úlnliðum, vinstri olnboga, vinstri öxl, baki, rófubeini ( neðsti hluti baksins ), höfðinu, kjálkanum hægra megin, öllum tíu tánum og af og til í liðnum í fætinum sem enginn getur sagt mér hvað heitir!
Held þá að ég sé búin að telja allt upp, og er þetta hollt; Nei, liðargigt getur stafað af þessu, en þetta er kækur, áunninn kækur sem hefur fylgt mér sumt í nokkur ár!
En ætli ég segi þetta ekki gott í bili, fór á Sinfoníuhljómsveit Íslands eins og vel reitt hæna til fara og skammaðist mín niður í tær fyrir útganginn á mér - mömmu að kenna sko, hún sagði að maður mætti mæta hvernig sem maður vildi!
Við tölum ekkert um söguprófið þar sem ég veit ekki hvort mér gekk eitthvað vel, kemur bara í ljós þegar að að því kemur!
Athugasemdir
Þú ert alveg ágæt.....ósköp venjuleg......en samt alveg sérstök
Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:45
Finnst þér ekki!
Guðrún Hauks bloggvinkona kom því í hausinn á mér að liðurinn er í öklanum, ökli var það!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:48
Shiiiiii
Ómar Ingi, 7.11.2008 kl. 00:30
Þetta er ógeðslegur ávani ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 01:37
Fórstu ekki uppdressuð á Sinfó???.. Ó mæ God! .. Þér fyrirgefst örugglega ef þú hefur sleppt brakinu á tónleikunum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.11.2008 kl. 13:21
Hvaða rauðhaus í Suðursveit??
Jóga mín, mömmu að kenna sko, og hryðjuverkaárásin inn í herberginu sömuleiðis...
Ég brakaði sko ekkert á tónleikunum, enda ótrúlega pirrandi þegar fólk þurfti að hafa háfaða á meðan á tónleikunum stóð!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.11.2008 kl. 14:29
Já fannst þér ekki gaman á tónleikunum í gær??? Mér finnst þú alltaf jafn sæt
Góða helgi dúlla....Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 18:09
Þú elst upp úr þessu braki, það gerði ég, í mína ungu daga þýddi það ef brakaði í puttunum að svona væru margir strákar skotnir í manni, sem smellirnir voru
Ljós og gleði sendi ég
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2008 kl. 20:18
Þakka þér fyrir það Ragga mín, gott að vita að þér finnist það.... þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því!!
En tónleikarnir voru rosalega flottir, lögin sem ég þekkti alveg svakaleg upplifun að sjá þetta spilað svona í alvöru ( finnst ekkert gaman að hlusta á þetta í útvarpi, en live er bara snilld!)..
Knús inn í helgina þína
Haha, aldrei hef ég heyrt þetta áður Milla!
Ég er viss um að þú sért eitthvað að bulla barasta, ég hélt það væru eins margar rákir og maður væri með á nöglunum ( svona hvítar ) það margir strákir væru hrifnir af manni....
En ég fór að telja þetta, og ég hef ekki trú á því að 47 drengir séu skotnir í mér, svo er mér þó nokk sama um þá 46, á meðan einn er það er ég ánægð.... ( Rafn sko!)
Knús til þín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:58
Er ekki að bulla, svona var þetta í þá daga en átti bara við brakið í puttunum, en er þú minnist á það þá man ég eitthvað eftir rákunum.
En Sko veist þú nokkuð hvað margir strákar eru skotnir í þér
Knúsí knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 09:21
30 strákar, hvorki meira né minna!
Og bara taldir puttarnir...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.11.2008 kl. 10:24
OMG eins gott að þú veist eigi hverjir þeir eru.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 10:42
Þú ert alveg frábær stelpa
Aprílrós, 8.11.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.