4.11.2008 | 17:57
Ferðalagið "mikla".....
Ég hef ekki hugmynd hvernig ég á að byrja þessa færslu, ég húkti í Reykjavík og nágrenni um helgina!
"Kynntist" mestu nöldurskjóðum í heimi, Sif og Sædísi, það er ekki skrítið hversvegna ég er nöldrari..
Sumsé, mamma og systir mín gerðu útaf við mig og ég við þær í búðarrápum, þar sem ég er erfiður krakkadj.... þegar föt eru annarsvegar!
En þær eru líka pínur fyrir mig, þar sem önnur réttir mér alltaf rosalega svipaðan klæðnað, dökkblátt eitthvað til að vera við leggings og hin vill finna frekar eitthvað á sig en mig (mig sárvantar fötin... ekki hana!).
Á tímapunktum langaði mig mest til að leggjast í gólfið eins og ég gerði stundum þegar ég var lítil og grenja úr mér augun af allri minni frekju, en ég er nú aðeins stærri núna svo að svoleiðis kærir enginn sig um.
Ég reyndi hvað ég gat að vera ekki í búðum og kíkti á sem flesta sem ég þekkti, eins og kom í fyrri færslu.
Upplifði mína fyrstu leikhúsferð, fórum á Fló á skinni í Borgarleikhúsinu og þar stóðu glæsilegir leikarar á sviði og leiksýningin kætti mikið og bætti!
Ég og Sædís sátum á mjög góðum stað og grétum úr hlátri, með fullt af eldra fólki í kringum okkur sem hafa örugglega verið svakalega "ánægð" með okkur, þar sem við höfum ekki skemmtilegustu hlátrana...
Hitti ljósmyndakonur úr Konur og ljósmyndir grúbbunni á Flickr, mæli með þeirri grúbbu. Bara gaman að hitta þær, þó ég hafi hitt nokkrar áður voru þarna líka nokkrar sem ég hafði ekki hitt.
Á sunnudaginn fórum við heldur seint af stað heim, kíktum í Smáralindina í því tilefni að kaupa smá á mig og ég vildi kaupa bók!
Ég rölti ein inn í Eymundsson og gekk nokkra hringi í leit að einni bók. Var mest megnis eins og vilt hæna, en það er önnur saga. Þóttist vel vita hvað ég væri að gera og fann loks rekkann með bókinni sem ég leitaði að; Sá einhverfi og við hin eftir Jónu Á. Gísladóttur bloggara hér á moggablogginu!
Ég tók bókina upp og þarna stóð kona og horfði á mig eins og ég ætti ekki að vera að lesa aftan á kápuna, lagði bók frá sér og gekk í burtu. Veit ekki alveg hvort þetta var illt augnaráð, en það var allavega ekki gott!
Ég gekk stolt með bókina að afgreiðsluborðinu og rétti stráknum í afgreiðslunni hana. Og strákbjáninn spurði hvort ég vildi skiptimiða, og ég sagði í áttina að vera hvöss ; Nei takk!
Svo er ég núna að spara, til að lesa í lestrarátakinu í skólanum...
Sleppti henni varla á leiðinni heim, þar sem ég sat og las 100 blaðsíður en hætti svo til að geta lesið meira seinna, ótrúlegt að þurfa að skammta sér í bókalestri!
Á morgun fer ég í stærðfræðipróf og hinn daginn er próf í Sögu 103 áfanganum, svo ég þarf að læra ótrúlega vel og mikið!
Athugasemdir
Þú ferð bráðum að fara ein í búðir, eða treysta þær þér ekki til þess nöldurskjóðurnar sem þú elskar út af lífinu nú þær fóru nú með þér í leikhúsið, ekki hefur það nú verið dónalegt.
Gott hjá þér að kaupa þessa bók, ætla líka að gera það.
Knús til þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2008 kl. 18:06
;)
Aprílrós, 4.11.2008 kl. 20:15
Kvitt
Ómar Ingi, 4.11.2008 kl. 21:00
Heheheh.... ég sé þetta alveg fyrir mér !
Knús til þín frá mér
Friðdóra Kr. (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 21:28
... ég á eftir að kaupa bókina hennar Jónu. Kannski finnst þér gaman að fara í búðir seinna.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2008 kl. 21:41
Góða besta hættu þessu væli ..
Átt bara að vera ánægð með það að við nenntum að hafa þig með í búðirnar ..
Og VÍST vantar mig föt .. rugl er þetta í þér stelpa!
Sædís sys (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:22
Reykjavík er leiðindaborg
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2008 kl. 22:52
Hæ snúllan mín. Takk fyrir að lesa bókina. og takk fyrir að auglýsa kaupin á blogginu þínu . Mér veitir ekki af allri þeirri kynningu sem ég get fengið.
Ást á búðarrápi kemur fyrr en þú kærir þig um...
Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2008 kl. 23:29
Gleymdi að segja þér að þú getur hlustað á viðtalið á netinu eftirá ef þú kærir þig um.
Jóna Á. Gísladóttir, 4.11.2008 kl. 23:30
Málið er einfaldlega það Milla, að ég vil ekki ein í búðir...
Knús
Knús á þig Friðdóra mín! ( Þyrfti að reyna að lofa að koma í heimsókn næst þegar ég kem í bæinn, en ég kann ekki að lofa svoleiðis því ég vil ekki svíkja!)
Kannski Jóga, kannski!
Þig vantar ekki föt Sædís, kíktu í fataskápinn þinn og þar sérðu peysur í hundraðatali, fullt af fínum fötum og buxum! Ég á þrjár peysur sem ég hef notað í ár og meira!
Ásdís, leiðindaborg með skemmtilegu fólki!
Mín var svo sannarlega ánægjan Jóna, rosalega góð bók mín kæra!
Ég held ég hafi meiri áhuga á það að fara inn í dótabúðir og búðir með myndavélum og svoleiðis hlutum heldur en nokkurn tíma búðir með fötum ( nema að það sé bara minn stíll sem er mjög sjaldgæft)!
En ég kæri mig sko aldeilis um að hlusta á þig Jóna, hver vill ekki hlusta á útvarpið þegar almennileg viðtöl eru tekin?
Svo er líka Rás 2 besta útvarpsstöðin í mínum augum, ég veit að það er skrítið, en satt!...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:39
Gott hjá þér, Róslín mín
Lilja G. Bolladóttir, 5.11.2008 kl. 22:34
Ljúfar kveðjur inn í góðan dag og láttu þér líða vel elsku vinkona
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.11.2008 kl. 10:12
Ég segi það sama og Jóna, þetta kemur áður en þú kærir þig um.
Ég sem hélt á sínum tíma að ég myndi aldrei fíla þetta. Núna reyni ég að komast hjá því að fara inn í Kringluna :P
Ég er samt sammála þér með græjubúðir. Mæli með því að þú platir einhvern með þér í Skipholtið næst þegar þú ferð suður, það er himnaríki fyrir græjunörda :)
Sara Björk (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.