31.10.2008 | 19:54
Týnd í höfuðborg Íslands...
Búðarráp er eitthvað sem einkennir höfuðborgina og Kópavoginn, og það eina sem ég get sagt um þetta er bara hreinlega sagt; ojbarasta!
Þoli ekki búðarráp, enda má sögusagnir í dag segja frá því að ég bara þoli ekki búðir.
Við byrjuðum í Hljóðfærabúð einhverri, verslaði mér tvær trommubækur og eitt par af eikar trommukjuðum. Þegar við keyrðum upp að einhverri búð þarna í bænum heyrðist frá mér ,, hvur andskotinn, þessi búð!", vegna þess að þarna var Menntaskólinn við Hraðbraut til húsa, ég fékk að skottast yfir að heilsa upp á Jógu bloggvinkonu.
Það birtist ég, í skólanum og spurði stelpu eitthvað eldri en ég ,, afsakið, geturðu sagt mér hvar aðstoðarskólastjórinn er ? ". Hún benti mér hvert ég skildi fara, sem var nú ekki langt frá, svo að þangað gekk ég inn og stóð og beið eftir Jógu. Þegar ég birtist í dyragættinni var hún ekki viss hver ég væri en þegar ég kom nær áttaði hún sig á því að þetta væri hún Róslín Alma!
Enda ekki á hverjum degi sem ég hleyp inn og heilsa fólki, þar sat ég í einhvern tíma og spjallaði við hana bloggvinkonu mína. Eftir einhvern tíma heyrðum við kallað fram á gangi ,, HALLÓ? " og auðvitað var það mamma.
Þá höfðu foreldrar mínir leitað af mér, rosa hrædd um dóttur sína úti í þessari rigningu!
Leið okkar lá þaðan niður í Smáralind, og mér tókst ekki að labba lengra en rétt inn fyrir dyr, að ég sá hana Hafdísi úr ljósmyndagrúbbu á flickr. Auðvitað heilsaði ég upp á hana!
Við náðum að ganga að Ice in a bucket, þar sá ég kunnuglegann mann og afsakaði mömmu og pabba þetta flakk á mér, að ég yrði að fara þangað inn. Stóð og beið eftir að engin önnur en Halla Rut kláraði að afgreiða!
Hún stóð þarna og spurði ,, ert þetta ekki þú? " og auðvitað var þetta ég. Spjallaði smávegis við hana.
Við náðum að versla einar gallabuxur, svo kíkti ég aftur inn í Ice in a bucket og keypti mér eyrnalokka, jább, hjartalaga eyrnalokka. Talaði örlítið við Höllu Rut og kíkti svo á foreldra mína í Hagkaupum og þar keyptum við Brúðgumann...
Veit ekki hvort ég ætli í heimsókn í kvöld.......... en maður veit aldrei!
Knús á ykkur frá Keflavík!
Þoli ekki búðarráp, enda má sögusagnir í dag segja frá því að ég bara þoli ekki búðir.
Við byrjuðum í Hljóðfærabúð einhverri, verslaði mér tvær trommubækur og eitt par af eikar trommukjuðum. Þegar við keyrðum upp að einhverri búð þarna í bænum heyrðist frá mér ,, hvur andskotinn, þessi búð!", vegna þess að þarna var Menntaskólinn við Hraðbraut til húsa, ég fékk að skottast yfir að heilsa upp á Jógu bloggvinkonu.
Það birtist ég, í skólanum og spurði stelpu eitthvað eldri en ég ,, afsakið, geturðu sagt mér hvar aðstoðarskólastjórinn er ? ". Hún benti mér hvert ég skildi fara, sem var nú ekki langt frá, svo að þangað gekk ég inn og stóð og beið eftir Jógu. Þegar ég birtist í dyragættinni var hún ekki viss hver ég væri en þegar ég kom nær áttaði hún sig á því að þetta væri hún Róslín Alma!
Enda ekki á hverjum degi sem ég hleyp inn og heilsa fólki, þar sat ég í einhvern tíma og spjallaði við hana bloggvinkonu mína. Eftir einhvern tíma heyrðum við kallað fram á gangi ,, HALLÓ? " og auðvitað var það mamma.
Þá höfðu foreldrar mínir leitað af mér, rosa hrædd um dóttur sína úti í þessari rigningu!
Leið okkar lá þaðan niður í Smáralind, og mér tókst ekki að labba lengra en rétt inn fyrir dyr, að ég sá hana Hafdísi úr ljósmyndagrúbbu á flickr. Auðvitað heilsaði ég upp á hana!
Við náðum að ganga að Ice in a bucket, þar sá ég kunnuglegann mann og afsakaði mömmu og pabba þetta flakk á mér, að ég yrði að fara þangað inn. Stóð og beið eftir að engin önnur en Halla Rut kláraði að afgreiða!
Hún stóð þarna og spurði ,, ert þetta ekki þú? " og auðvitað var þetta ég. Spjallaði smávegis við hana.
Við náðum að versla einar gallabuxur, svo kíkti ég aftur inn í Ice in a bucket og keypti mér eyrnalokka, jább, hjartalaga eyrnalokka. Talaði örlítið við Höllu Rut og kíkti svo á foreldra mína í Hagkaupum og þar keyptum við Brúðgumann...
Veit ekki hvort ég ætli í heimsókn í kvöld.......... en maður veit aldrei!
Knús á ykkur frá Keflavík!
Athugasemdir
Knús á þig stúlka mín ;)
Aprílrós, 31.10.2008 kl. 19:58
Það er alltaf gott að vera í Reykjavík mun betra en að vera úti á landi þar sem að ekkert er að gera.
Ég þoli ekki búðarráp og það er vísindalega sannað að karlmenn verða stressaðri við það að fara með konunni sinni í búð heldur en að fara í stríð.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 31.10.2008 kl. 20:09
Hvar er Ice in a Bucket í smáralindinni? Hef ekki farið í hana í nokkra mánuði. Vantar ís í vískíið.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 31.10.2008 kl. 20:14
Ó mæ god það er svo gaman í búðum Eitt af því skemmtilegra sem ég geri...En þetta er svo misjafnt hvað fólki finnst gaman, sem betur fer... Bestu kveðjur *Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 09:08
Borgin getur verið þreytandi, ég er nærri hætt að nenna í búðir. Farðu vel með þig stelpuskott
Ásdís Sigurðardóttir, 2.11.2008 kl. 09:51
Takk fyrir heimsóknina, hugsaðu fallega til mín í fyrramálið þegar læknirinn fer að pína mig! Ég er viss um að þú ert ekki laglaus!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.11.2008 kl. 20:32
p.s. Þú ert flott stelpa!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.11.2008 kl. 20:33
Knús á ykkur
Allt í rugli með skólann að gera hjá mér, veit ekkert hvað er að læra og á eftir að fara í sturtu og allt... ótrúlegt að geta aldrei truntast úr bænum fyrr en seint og síðanmeir!
Gangi þér vel Jóga mín, og ég varð bara að stinga af úr prísundinni, búðum sem ekkert er varið í að skoða....
Og takk!, þú ert flott kona!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:49
Brynja skordal, 4.11.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.