Bless, bless sveit!

Ég ætla að hörfa í Borg Óttans á morgun, fara með foreldrum mínum að heimsækja Sædísi.
Við fengum miða á fyrstu leiksýninguna mína í alvöru leikhúsi, jú, þið heyrið rétt, framtíðarleikkonan hefur aldrei stigið inn fyrir hússins dyr í alvöru leikhúsi!
Svo það sem ég hlakka alveg jafn mikið til, er leikurinn á morgun, Ísland - Írland. Fyrsti kvennaleikur sem ég fer á hjá íslenska landsliðinu í fótbolta og vona þeim allt það besta, ÁFRAM ÍSLAND!

Ég er farin í helgarfrí, og ætla þessvegna að deila með ykkur gullmola dagsins í dag;

Ég sit á móti Berglindi kennara í tímum hjá henni, og hún var að segja okkur frá mynd sem hún vissi ekki hvað héti og að við ættum að sjá hana. Vegna þess að það væri góð mynd til að horfa á við það sem við erum að læra núna.
Hún var eitthvað að pæla hvort hún gæti fundið myndina, og ég ætlaði að vera svakalega fyndin og benda henni á gúgle og sagði;
Þú ferð bara inná gúggúl, það er skrifað svona ; GÉ, O, O, ELL..... svo stoppaði ég þegar ég ætlaði að halda áfram og fattaði að ég hafi meira að segja stafað google vitlaust!

B-O-B-A .... BOMBAAA!Tounge

Aftur á móti ætla ég rétt að vona að ég fái ekki pestina sem er að ganga, Rafn minn er lagstur í hana svo að ég veit aldrei hvort mín bíður einhver veikindi...GetLost
Láttu þér batna Rafn minn, og þar sem Bjarney er líka veik, þá láttu þér líka batna Bjarney mín!


Kveðja á ykkur hin, og ekki hika við að heilsa upp á mig ef þið sjáið mig á göngu einhverstaðar, eða kjura, skiptir ekki öllu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Pestar eru leiðinlegar, ég vaknaði mjög kvefuð og flensuð í morgun en er fín núna. Góða skemmtun í fck. borginni.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2008 kl. 22:27

2 identicon

heyrðu .. þar sem ég býst við því að þú þurfir að sofa uppí hjá mér þá færðu það ekki ef þú ert veik góða mín! .. þá færðu að sofa á teppinu (gólfinu) .. ég hef ekki tíma í það að vera veik .. brjálað að gera í skólanum!

OG HVAÐ ER MÁLIÐ með þetta netfangadóterí .. finnst nóg að ég þurfi að leggja saman tölur til að geta tjáð mig hérna ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:33

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

ræræræ......

Ásdís þetta er pest, uppgangur og svollleiðis..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.10.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Aprílrós

Góðan bata ljúfust :)

Aprílrós, 29.10.2008 kl. 23:01

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þakka fyrirfram!
Er ekki enn orðin veik, svo ég trúi á það að ég fái bara kvef...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.10.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góða ferð í borgina Rósin mín og gerðu nú ekkert sem ég mundi ekki gera en ég fer aldrei í búðir, aldrei út að borða, aldrei í bíó, eða bara ekki neitt.
Knús í knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.10.2008 kl. 06:16

7 identicon

Góða ferð í höfuðborgina, skemmtu þér vel og ég vona að þú fáir ekki þessa pest sem Rafn er með Kveðja Ragga

Ragga Rabbamamma (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 07:42

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða ferð Róslín mín.Góðan bata.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.10.2008 kl. 16:10

9 identicon

Aldrei farið í alvöru leikhús áður!!? Á hvaða sýningu fórstu?  Ég hló nú dáldið lengi að google brandaranum. En nóg í bili.

Kv. Sólrún

Sólrún (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:20

10 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband