,, ef ég væri eldri kona "

Ég er búin að velta hugsun lengi, lengi fyrir mér. Veit ekki hvernig ég get melt hana, og hvort ég geti skýrt hana fyrir öðrum.
Ég var að ganga heiman frá Rafni út í Nettó, þegar ég gekk framhjá tveimur strákum, sem eru líklega um 10 ára gamlir. Þetta var þegar kreppan var öll sem mest í fjölmiðlum, og þarna voru þessir tilteknu strákar með epli, átu það ekki. Heldur grýttu þeir því að öllu afli í gangstéttina til að það myndi "springa".
Eigum við að fara svona með mat á þessum erfiðu tímum?

Þar sem ég borða voða sjaldan epli sleppti ég frekar að kaupa það heldur en að láta það rotna inn í ísskáp - annað en þessir drengir. Fengu epli og eyddu því á svona endalaust skemmtunarlegan hátt.
Ef væri ég eldri kona um áttrætt hefði ég vafalaust gengið að drengjunum og spurt hversvegna þeir færu svona með matinn, þar sem börnin í fátæku löndunum myndu hafa ánægju af því að fá svona grænt og safaríkt epli!

Neibb, unglingurinn ég gekk framhjá með heyrnatólin í eyrunum í botni, gekk þungum skrefum framhjá strákunum og horfi á þá eins og það væri ekki í lagi með þá..Wink

Ég er að lesa bók, mjög góða bók, Dauði trúðsins heitir sú bók, rosalega góð og vel skrifuð bók. Bíð spennt eftir að geta lesið í skólanum í fyrramálið - vandamálið er það að ég veit engan veginn hvaða bók ég á að lesa næst!

Eigið yndislega daga framundanHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Sömuleiðis ljúfan, gaman að lesa hugsanir  svona skynsamlega hugsandi unglings. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott að vanda Rósin mín. Mér fannst rosa gaman að lesa Jón Mýrdal til dæmis mann og konu og svo er líka Íslenskt mannlíf, en ég er nú svo skrýtin eins og þú veist
en ég hló oft og vel að lesa mann og konu eftir Mýrdalinn.

Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.10.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitts

Ómar Ingi, 22.10.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú mátt alveg vera eldri en ég!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Viðar Eggertsson

Dauði trúðsins hefur verið framhaldsleikrit á sunnudögum kl 14 síðustu sunnudaga í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1. Flottur flutningur.

Síðasti þátturinn verður næsta sunnudag kl. 14.

Þú getur heyrt a.m.k. tvo síðustu á vef útvarpsins á ruv.is

Viðar Eggertsson, 22.10.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á þig þroskaða stelpa

Sigrún Jónsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:21

7 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl !

Þú verður að lesa Piltur og stúlka.

Ef maður er að austan er það skylda.

Annars er síðan þín skemtileg og góð.

          Kær kveðja Halldóra Ásgeirsdóttir

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 23.10.2008 kl. 00:22

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Þú hefðir átt að skafa eplið upp úr götunni og láta strákpjakkana éta það

...annars hefði ég sennilega líka gengið framhjá með heyrnatólin í eyrunum í botni

Ég veit ekki hvað þú ert búin að lesa þannig að ég þori ekki að mæla með neinu og koma upp um hvað er langt síðan ég las síðast

Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 00:56

9 identicon

Þú ert svo skemmtileg hvað þér dettur í hug. Ég er eldri kona held samt að ég hefði ekki blandað mér í þetta hjá peyjunum. En auðvitað hefði ég hugsað mitt. Epli eru ekki í uppáhaldi hjá mér. Nema þessi gulu..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 08:31

10 identicon

Hæ sæta mín! Sjáumst örugglega um helgina! Knús!

Svafa Mjöll (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 10:16

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er komin með nýja bók, en takk fyrir uppástungurnar!
En ég hef ekki lesið Þórberg, Anna, Halldór Laxnes er minn maður, á alltaf eftir að klára Sölku Völku reyndar, en er hálfnuð og þyrfti helst að byrja aftur.

Jóga við ræddum þetta í gærkvöldi - siðferðislega rangt þar sem ég væri eldri en mamma mín og einu ári eldri en pabbi minn.....

Svafa þú kemur í heimsókn, endilega

Það er bara svalt fólk sem gengur með heyrnatól í eyrunum í botni, Laufey, við erum á meðal þeirra...

Hallgerður mín, ég tók líka bara svona til orða, en þó hefði ég samt ábyggilega fussað yfir þeim - ég ætla að verða umtalaða kerling bæjarins!

Sendi knús til ykkar allra

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.10.2008 kl. 18:37

12 identicon

Ég rakst hingað inn fyrir tilviljun. Las skemmtilegu færsluna þína og kvitta takk fyrir mig um leið og ég kem með smá tillögu. Sem bókaormur og alæta á bækur veit ég að þær eru margar bækurnar sem eru til. En þú mátt til með að prófa að lesa Þórðberg einhvern tímann. ;) P.S. Mér finnst epli vera góð, sérstaklega þessi grænu og súru...

Anna Sigríður Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 18:45

13 identicon

Takk fyrir mig, það er alltaf gaman að lesa þankagang þinn. Ekki spillir fyrir að þú segir skemmtilega frá!

Ég kíkti á flickr síðuna þína og sá þar margar skemmtilegar og fallegar myndir. Gat ekki kommentað þar því ég er ekki skráð á flickr. Mér fannst skemmtilegar myndirnar af henni dóttur minni, svoldið villimannsleg á þeim en þær eru flottar og einhvern vegin finnst mér að þið hljótið að hafa skemmt ykkur vel þegar þið voruð að brasa þetta

Íris Yrsumamma (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 01:17

14 identicon

Jæja dúllurass.... Ég sé það alveg fyrir mér að þú verður skemmtileg eldri kona!!!! Vona að þú hafir það gott krúttið mitt, sjáumst!!!

Ragga Rabbamamma!!

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:57

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús gáfaða stúlka.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband