Óákveðin en samt ákveðin!

Ég ákvað fyrir nokkrum dögum að læsa síðunni minni, bæði vegna allrar athyglinnar, sem er ekkert gífurleg en samt mikil fyrir mína könnu, og vegna þess hve tímafrekt allt er orðið hjá mér af og til.

Ég hinsvegar ákvað það í gærkvöldi að mér skildi standa svo sannarlega á sama hvað fólki finnst um mig, þar sem það er oftast á jákvæðan hátt, en af og til eitthvað neikvætt. Mun láta heyra í mér af og til, þar sem ég veit að það eru einhverjir sem vilja lesa bloggin mín, en þora ekki að biðja um lykilorð!

Vonandi að þið fyrirgefið rápið á mér, ég er að reyna mitt besta!...Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 21.10.2008 kl. 19:27

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 ... Já, já Róslín ... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.10.2008 kl. 19:51

3 identicon

skoooooooooo þig... hvernig væri nú að segja frá einhverju?

En koddí keilu á facebook .. þú gætir átt möguleika á að vinna mig ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ommi, horfðu bara skringilega á mig því ég "horfi" oft þannig á þig!

Er það ekki bara Jóga

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.10.2008 kl. 19:52

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott ertu ævilega Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.10.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 20:57

7 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Gott hjá þér, Róslín pæja, enda hefði ég sko ekki gúdderað ef þú hefðir lokað síðunni..... þá hefði ég næstum því tekið flugið þangað austur í rassgat í sveitina..... (djók)

En gott hjá þér elsku frænka, láttu ekki annarra álit trufla þig og haltu áfram að vera þú sjálf. Þú ert bara æðisleg eins og þú ert..... alveg eins og ég 

Hlakka til að lesa meira frá þér..... og bið að heilsa Rabba, kúrubangsanum þínum

Lilja G. Bolladóttir, 22.10.2008 kl. 03:01

8 identicon

Elsku kerlingin litla...En hvar er fallega myndin manstu? sem var í vinstra horninu. Hún er einstök ekki síst ef maður er í fýlu ( sem er oft )

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:19

9 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Svanhildur Karlsdóttir, 22.10.2008 kl. 10:23

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Og hvenig gekk svo með snúðana ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.10.2008 kl. 15:34

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Milla mín

til ykkar Sigrún og Svanhildur!

Heyrðu Lilja, kannski ég loki síðunni og sjá til hvort frænka mín kær komi ekki í heimsókn til að taka í lurginn á mér - svoleiðis yrðu fyrstu kynni okkar... hahaha!
Við erum æðislegar, það er ekki leiðum að líkjast ( getur maður annars ekki sagt það?)

Ætli ég skili ekki kveðjunni til Rafns, ef hann sér hana ekki sjálfur...

Hallgerður, nú fer ég strax í málið og set hana fyrir þig í notendaboxið, nægir það þér mín kæra? Þá sérðu hana daglega!

Jóga snúðarnir gengu, hrundu af plötunni þegar ég brenndi mig næstum því á henni og á helluborðið - ég er hinn mesti klaufi af og til!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.10.2008 kl. 16:53

12 identicon

Já. Myndin er óborganleg kemur mér alltaf í gott skap!!

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband