12.10.2008 | 15:31
,, Ef reyki einn, þá reykja allir.. þú verður ekki morðingi minn Ólafur!
Vér mótmælum Reykjarvíkurmjólkurfernunni!
Ég var að baka köku og uppgötvaði í miðjum krembakstri að það væri mikið að læra fyrir morgundaginn, ég þoli ekki heimalærdóm - en það er víst partur af skólanum.
Hrærði deigið líka og hellti þessari blessuðu mjólk í umbúðum frá hinni virtu Reykjarvíkurborg, það fyrsta sem ég gerði var að sulla mjólkinni á gólfið. Góð byrjun. Kakan heppnaðist vel og ég sat með mömmu við borðið og át, skúffuköku með miklu kremi. Það er alltaf best að hafa Gula mjólk með skúffuköku, svo ég neyddist til þess að hella úr blessaðri fernunni í glasið. Viti menn, ég helti á stólinn í leiðinni - og var orðin frekar fúl.
Þreif upp mjólkina eftir mig og settist við borðið, át kökusneiðar og kvartaði í mömmu að ég ætlaði sko aldeilis að selja hamstrabúrið og allt heila klabbið - en mamma einmitt lánaði hamstrabúrið fyrir ári eða meira.. ég sel það bara samt! Enda í minni eign..
Nema að einhver góðhjarta manneskja vilji "gefa" mér hamstur í síðlaafmælisgjöf, samningarviðræður geta gengið vel þar sem ég er með ákveðið í huga - engin gjöf þar sem ég skal sjálf borga. En sá og hinn sami þykist bara gefa mér hann... og sá sem "gefur" mér hann fær að láta nefna hamsturinn í höfuðið á sér... svo það er mikils til að vinna !
Það er víst mikið að læra hjá mér - skólakreppan alveg að segja til sín sko!
Tölvan mín þykist mjög fyndin og á hálftíma fresti kallar hún þessa frægu setningu úr Næturvaktinni ,, Reyki einn, þá reykjum vér allir... þú verður ekki morðingi minn Ólafur! ".. Ætli hún sé að skamma Sædísi og Axel? Veit ekki..
24 stundir eru hætt, uppáhalds greinin mín var í því blaði ; Bloggarinn.....
En Rás 2, verð að bæta því við að það getur verið hugsanlega uppáhalds útvarpsstöðin mín, nr. 1 á vinsældarlista Rásar 2 er lag með hinni einu sönnu Lovísu Elísabetu, Lay Low og nr. 2 er lag af nýja disk Emilíönu Torrini - ég hlusta allavega ekki á FM 957.
Hef oft fengið að heyra frá mínum nánustu að þessar tvær söngkonur séu ömurlega leiðinlegar - een mér hefur alltaf verið sama hvað öðrum finnst um mig og mína tónlist, svo ég fer ekkert að breyta vegna þess að öðrum finnst tónlistin ekki góð... þau geta bara breytt sínum smekk sjálf!
Ég var að baka köku og uppgötvaði í miðjum krembakstri að það væri mikið að læra fyrir morgundaginn, ég þoli ekki heimalærdóm - en það er víst partur af skólanum.
Hrærði deigið líka og hellti þessari blessuðu mjólk í umbúðum frá hinni virtu Reykjarvíkurborg, það fyrsta sem ég gerði var að sulla mjólkinni á gólfið. Góð byrjun. Kakan heppnaðist vel og ég sat með mömmu við borðið og át, skúffuköku með miklu kremi. Það er alltaf best að hafa Gula mjólk með skúffuköku, svo ég neyddist til þess að hella úr blessaðri fernunni í glasið. Viti menn, ég helti á stólinn í leiðinni - og var orðin frekar fúl.
Þreif upp mjólkina eftir mig og settist við borðið, át kökusneiðar og kvartaði í mömmu að ég ætlaði sko aldeilis að selja hamstrabúrið og allt heila klabbið - en mamma einmitt lánaði hamstrabúrið fyrir ári eða meira.. ég sel það bara samt! Enda í minni eign..
Nema að einhver góðhjarta manneskja vilji "gefa" mér hamstur í síðlaafmælisgjöf, samningarviðræður geta gengið vel þar sem ég er með ákveðið í huga - engin gjöf þar sem ég skal sjálf borga. En sá og hinn sami þykist bara gefa mér hann... og sá sem "gefur" mér hann fær að láta nefna hamsturinn í höfuðið á sér... svo það er mikils til að vinna !
Það er víst mikið að læra hjá mér - skólakreppan alveg að segja til sín sko!
Tölvan mín þykist mjög fyndin og á hálftíma fresti kallar hún þessa frægu setningu úr Næturvaktinni ,, Reyki einn, þá reykjum vér allir... þú verður ekki morðingi minn Ólafur! ".. Ætli hún sé að skamma Sædísi og Axel? Veit ekki..
24 stundir eru hætt, uppáhalds greinin mín var í því blaði ; Bloggarinn.....
En Rás 2, verð að bæta því við að það getur verið hugsanlega uppáhalds útvarpsstöðin mín, nr. 1 á vinsældarlista Rásar 2 er lag með hinni einu sönnu Lovísu Elísabetu, Lay Low og nr. 2 er lag af nýja disk Emilíönu Torrini - ég hlusta allavega ekki á FM 957.
Hef oft fengið að heyra frá mínum nánustu að þessar tvær söngkonur séu ömurlega leiðinlegar - een mér hefur alltaf verið sama hvað öðrum finnst um mig og mína tónlist, svo ég fer ekkert að breyta vegna þess að öðrum finnst tónlistin ekki góð... þau geta bara breytt sínum smekk sjálf!
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.10.2008 kl. 17:08
Vertu þú sjálf og hafðu þinn eigin smekk sama hversu ömulegur hann er
Ómar Ingi, 12.10.2008 kl. 19:07
til baka Jenný mín!
Ommi............ takk kærlega fyrir hugulsemina, gott að við höfum svipaðan tónlistarsmekk...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.10.2008 kl. 19:14
Sæl elskan mín! Heyrðu mig þú veist að Axel er löngu hættur að reykja, þannig það er ekki verið að skamma hann! En annars þá er ég bara einmana núna, Axel minn farinn frá mér og ég veit ekkert hvenær ég hitti hann næst EN ég ætla nú ekki að væla yfir því hjá þér! Heyrumst og sjáumst, fylgist með þér á hverjum degi hér á blogginu!
Svafa Mjöll (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:15
Já það var eins gott ( vá hvað ég þekki bróður minn lítið! )...
Komst að því að þetta er msnið hennar Sædísar, heyrist þegar hún kemur inná!!
Heyrðu fyrst þú ert svona einmanna þá skal ég bjóða þér næst þegar þú kemur hingað heim í fjörðinn fagra í skúffuköku!..
Þú hittir hann einhverntíma, örugglega fyrir jól..
En það er líka eins gott að þú fylgist með mér, ég gæti farið út um þúfur annars... thank god!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.10.2008 kl. 19:20
já msnið mitt er kúl! hehe .. jæja þá er ég loksins komin upp í rúm í kópavoginum .. ógeðslega er leiðinlegt að keyra hérna á milli .. en jæja .. ætla að fara að gera eitthvað gáfulegra ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:22
knús á þig
Helgan, 13.10.2008 kl. 07:51
Knus fra Florida Takk fyrir fyrirsognina
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.10.2008 kl. 11:51
Ég held að ég sé það bara Anna, hallast meira og meira að því með tímanum!!
Sædís, kúl or EI FÚL hahaha.... já það er skelfilegt að aka þettaa!
Knús til baka á þig Helga
Já Sigurður, þetta er skelfilegt!
Knús til Flórída Hún var nú lítil!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.10.2008 kl. 19:06
Ojjj já ég HATA þessar fernur! Vil fá gömlu góðu krúttaralegu fernurnar sem voru fyrir austan. Þær eru miklu betri, miklu sætari, og fer miklu minna fyrir þeim....
Stofanaðu grúppu á facebook (af því ég nenni því ekki )
Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:46
hva á ekkert að koma með nýtt blogg stelpa ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 22:55
Gugga þetta er komið!
Allir í grúbbuna ;
Við viljum fernur sem ekki sullast úr!
Sædís það kemur á morgun, var á blakæfingu og svona og er farin að sofa núna! Alveg dauðúrvinda barasta! tek myndir af höndunum mínum.... mér leið eins og fæturnir á mér ætluðu að festast ég var ekki búin að hreyfa mig svo lengi!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:31
Guðrún Hauksdóttir, 14.10.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.