,, ekki segja orðið "

Sagði mamma við mig þegar ég hélt á jakkanum mínum að laga ermarnar á honum og við vorum að læðast út. Hundurinn mátti sitja eftir heima, enda var það vegna hans sem ég mátti ekki segja orðið.

Ég var nýbúin að spyrja mömmu hvort við ætluðum ÚT í búð, og hvort við færum ekki bara ÚT í búð, ekki að taka myndir líka, þar sem hundurinn var skildur eftir heima. Þar sem hann var ekki búinn að fara í miðdegisgöngutúrinn sinn, mátti ég ekki segja orðið ,, út ". Enda er hundurinn það gáfaður að hann veit vel hvað út þýðir, og hristir sig allan og er að missa sig af kátínu.

Við mamma læddumst út í bíl og keyrðum af stað út í Nettó og eftir sat hundurinn sármóðgaður heima.

Mamma varð ekki ánægð þegar uppáhalds súkkulaðið hennar var búið á nammibarnum, enda vorum við allt of seinar á ferð. Og þar sem ég er svolítið þannig manneskja að spyrja hvort ég megi fá hitt og þetta út í búð með mömmu, þá spurði ég í gær hvort ég mætti ekki fá góðu molana Werther'S Orginal. Fékk svar upp á þúsund spurningar; Nei. Ég spurði ekki eina af þessum þúsundum spurninga, heldur sagði henni að ég fengi mér bara svona mola á morgun, nammidag með bland'í'pokanum.

Ég kom reyndar bara út úr búðinni með þessa blessuðu mola, og er búin með einn stauk og á 3 eftir. En enginn var blandípokinn, enda allt nammið búið!

Mamma er farinn út með þann óþekka í labbitúr.

Ég ætla að halda áfram að japla á molunum mínum...... moli, er það ekki skaftafellska?

... ég sé um kartöflurnar, þú sérð um kjötið, við erum að far'að elda kvöldverðarsteik! ....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þaðer alveg búðir og svona þarna í sveitinni

Ómar Ingi, 11.10.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nei, bara kartöflu, mjólkur og kjötmarkaðir í dimmum húsaskjólum.....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.10.2008 kl. 18:14

3 identicon

Ég rakst á bloggið þitt á Mogganum.

Mikið skrifarðu skemmtilega. Haltu því áfram endilega. Svona skrif sem koma út úr hjartanu eru þau sem standa af sér forgengilegheit.

Gangi þér vel.

Erla

Erla (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 09:11

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Inga Rún ég held þetta sé Hornfirska í hæstu gráðu!
Herdísi frænku finnst það skrítið að ég segi moli...
Svo er það já með brókina, hef ekki heyrt þetta áður þó ég segi oft og margsinnis brók!

Þakka þér fyrir Erla!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.10.2008 kl. 15:10

5 identicon

Haha! Er út líka bannorð hjá þér?

Reyndar er minn hundur kominn lengra en það, það má ekki segja út, labba, göngutúr, jæja og fleiri orð sem gætu mögulega bent til þess að einhver væri á leiðinni út :)

Sara Björk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 15:27

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Haha, það eru jú nokkur orð Sara Björk hjá Lubba, en út er aðalorðið, svo ef mamma er að klæða sig í úlpu brjálast hann!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.10.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er líka sagt í Vestmannaeyjum. Svo ef manni ef boðið kaffi og með því var sagt hér áður fyrr. Viltu ekki fá þér bita?

Svava frá Strandbergi , 12.10.2008 kl. 16:08

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Kannast við þetta Guðný, þetta er greinilega utanReykjarvíkursognágrennis tal.. s.s. ekta íslenska

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.10.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband