10.10.2008 | 18:48
Smámál hjá ykkur; stórmál hjá mér!
Ég ákvað að fara í "stuttar" búðaferðir með mömmu áðan.
Við fórum m.a. á opnun á Sporthöllinni, þar sat ég í einhverja stund með litlu vinkonu minni henni Sessilíu sem var sko ekki búin að gleyma Róslín vinkonu sinni.. algjör dúlla !
Við fórum einnig í Nettó, keyptum helstu nauðsynjar í föstudagspítsuna, þar sem Sædís sys er að koma seinna í kvöld þurfti að kaupa kók. Sérviskan í fólki fer af og til upp í kokið á mér, þar sem égvildi helst af öllu pepsi max!
En mér krossbrá þegar sveitarmenningin í augum mínum hrundi alveg til kaldra kola - Reykjavíkurmjólkurfernurnar eru komnar til að vera! Ekki þessar venjulegu sveitabæjarfernur ( lengri á annan kanntinn). Sveru fernur Reykjavíkurborgar hafa eflaust tekið sinn sess þar sem að kreppan fer að valtra yfir landið og þau hafa ekki efni á því eflaust að framleiða tvær mismunandi gerðir ferna!
Ég kann illa að meta þetta, enda fer þetta algjörlega yfir strikið.... að láta þetta bitna á mjólkurfernum! Það er ekki allt í lagi sko... ég er ekki sátt!
Fyrst að það er blogg frá mér í dag vil ég óska góðvinkonu minni henni Signý innilega til hamingju með tuttuguOGfjagra ára afmælið sitt í dag....
Eigið góða helgi og látið hvorki kreppuna né kuldann klípa í nefið á ykkur - það gæti króknað af!
Við fórum m.a. á opnun á Sporthöllinni, þar sat ég í einhverja stund með litlu vinkonu minni henni Sessilíu sem var sko ekki búin að gleyma Róslín vinkonu sinni.. algjör dúlla !
Við fórum einnig í Nettó, keyptum helstu nauðsynjar í föstudagspítsuna, þar sem Sædís sys er að koma seinna í kvöld þurfti að kaupa kók. Sérviskan í fólki fer af og til upp í kokið á mér, þar sem égvildi helst af öllu pepsi max!
En mér krossbrá þegar sveitarmenningin í augum mínum hrundi alveg til kaldra kola - Reykjavíkurmjólkurfernurnar eru komnar til að vera! Ekki þessar venjulegu sveitabæjarfernur ( lengri á annan kanntinn). Sveru fernur Reykjavíkurborgar hafa eflaust tekið sinn sess þar sem að kreppan fer að valtra yfir landið og þau hafa ekki efni á því eflaust að framleiða tvær mismunandi gerðir ferna!
Ég kann illa að meta þetta, enda fer þetta algjörlega yfir strikið.... að láta þetta bitna á mjólkurfernum! Það er ekki allt í lagi sko... ég er ekki sátt!
Fyrst að það er blogg frá mér í dag vil ég óska góðvinkonu minni henni Signý innilega til hamingju með tuttuguOGfjagra ára afmælið sitt í dag....
Eigið góða helgi og látið hvorki kreppuna né kuldann klípa í nefið á ykkur - það gæti króknað af!
Athugasemdir
Pizza í sveitinni og maxað með Pepsi
Ómar Ingi, 10.10.2008 kl. 18:58
Ég samhryggist þér með bévítans Reykjavíkur mjólkurfernuna Róslín mín. Ég var alltaf að bíða eftir því að landsbyggðar fernan næði yfirhöndinni í mjólkinni eins og öðrum mjólkurvörum s.s. súrmjólk og fl.
Njóttu samvista við systur
Sigrún Jónsdóttir, 10.10.2008 kl. 19:32
Góða helgi
Birna Rebekka Björnsdóttir, 10.10.2008 kl. 21:59
Við biðjum innilega vel að heilsa og óskum ykkur innilega góða ljúfa helgi og knús knús og bestu kveðjur til ykkar
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2008 kl. 22:00
Sæl Róslín.
Ekki bregst þú ferkar en fyrri daginn.. Veitir birtu og yl.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:01
Auðvitað pítsudagar á föstudögum Ommi, það á að vera hefð sem nær inn á hvert heimili!
Takk Sigrún, þessar fernur fær mig til að langa ekki í mjólk, þar sem allt sullast út um allt!
Sömuleiðis Birna :)!
Linda, takk kærlega fyrir og sömuleiðis :)
Þórarinn - það þarf alltaf að búa til stórmál úr smámálum, ég er ein af þeim og oftast er alltaf hægt að hlæja yfir því.. gott að ég bregst ekki :)..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.10.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.