9.10.2008 | 19:37
,,Ég borða fisk í raspi!" óvirkur matargikkur segir sína sögu!
Stundum upplifi ég mig mikið yngri en ég er í raun og veru.
Ég er að takast á við mikinn vana, að borða ekki mat. Fyrir mér er þetta einskonar "rehab", þar sem mér er troðið í mat og sagt; þú skalt borða þetta annars hlýturðu verra af.
Nei, ég er að ýkja, ég ákvað það sjálf, enda finnst mér ég vera tilbúin, svo að það er hægt að byrja á þessu.
Ég tók á miklum, miklum vanda rétt um daginn. Ég borðaði FISK!
Það endalaust fyndna við það að ég borðaði líka fisk í kvöldmatinn áðan, fisk í raspi.
Það voru þrír fiskibitar eftir, og ég borðaði þá alla þrjá, sjálfviljug og grey hundurinn sem fær afganga ef þeir eru, fékk engan fisk. Bara einhverjar kartöflur.
Eftir alltsaman þá get ég sett flestan mat upp í mig án þess að fletta upp á trýnið á mér og fá klígju.
það var bara eitthvað sem var byggt inn í mér...
,, oj, ég fæ klígju " setningarnar mínar við flestum mat er hætt...
Það sem annað er að frétta af mér að ég var í þessum töluðu orðum, reyndar ótrúlega fyndið fyrir klukkutíma að missa myndavélina mína í gólfið og linsan skökk...
Það fylgir engin hundaheppni mér, er ekki í uppáhaldi hjá neinum og er seinheppin... sérdeilis seinheppin!
Ykkar einlæga,
Róslín Alma, óvirkur matargikkur...
E.s. það er von á trommuvídjói frá mér, heppin þið, þar sem síðasta mómentið okkar myndavélinnar tókst upp á vélina... furðulegt ég veit!
E.e.s. þar sem ég er að hlusta á svo flott lag ætla ég að taka Jógu vinkonu mína mér til fyrirmyndar og setja hér inn flotta lagið (Reyndar ekki úr Mamma mia );
Athugasemdir
Fiskur er æðislega góður. Vertu áfram dugleg að borða hann svo að þú verðir stór og sterk
Hulda Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 19:51
Ómar Ingi, 9.10.2008 kl. 20:01
þú veist að fólk er bara að plata þegar það segir að fiskur sé hollur .. piff það verður nú seint sagt að ég sé stór eða sterk ,,
Sædís sys (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 21:38
Fiskur er góður, takk fyrir videóið elskan og góðar kveðjur til þín þar sem ég er nú að yfirgefa landið!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.10.2008 kl. 10:56
þú hlýtur að vera í uppáhaldi hjá einhverjum, t.d. hjá kærastanum þínum
kv. Sólrún sem þekkir þig ekki neitt en les bloggið þitt reglulega
Sólrún (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:28
Fiskur í raspi er bara góður Hulda, og þá aðalega þegar mamma eða amma eldar!
Ommi, ég veit að ég er þreytandi, en ekki svona!
Já Sædís, kaldhæðnislegt að ég er svona gáfuð og hef sjaldan borðað fisk.. svo eru tómatar góðir fyrir sjónina, ég sé nefninlega alveg hrikalega illa... eða þannig!
Verði þér að því Jóga mín, og eigðu góða daga í útlandinu!
Haha, Sólrún ég tók bara svona til orða
En takk fyrir að lesa bloggin mín, og bara til að gera þér glaðan dag er smá fróðleiksmoli um mig;
Uppáhalds nafnið mitt er einmitt Sólrún, iPodinn minn heitir Sólrún, stóra myndavélin mín heitir það líka, og einnig hét litla myndavélin mín Sólrún junior!
Og svo margt annað!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.10.2008 kl. 15:50
Já ég vissi það nú mig vantaði ástæðu til að commenta hehe sniðugt...
Sólrún (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 21:11
Það þarf aldrei ástæður til að kommenta hjá mér, ég tek brosandi við öllum - eða flestum allavega!
Svo var ég að fá nýja myndavél, eða pabbi keypti nýja ekki endilega handa mér, en ég kalla hana Sólrúnu junior junior! haha...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.10.2008 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.