9.10.2008 | 13:36
Það hlaut að vera!
Ljón: Þú hefur haldið að lánsemi þín væri hundaheppni, en nú kemur annað í ljós. Þú hefur fengið ósýnilega aðstoð. Þú ert uppáhald einshvers og átt það skilið.
Það er kaldhæðnislegt hve lengi ég hef spáð í þessu, loksins komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er uppáhalds einhvers.... og hveeer skildi það vera?
Eigið góðan dag! Ég ætla að halda áfram að sitja í tölvunni í tölvutíma..
E.s. skrifaði SMÁ sögu;
eina shinna vúr jén kúna jí fíltúr. kúnan gjúkk á fíla og ðá vúr fjenden lauhs.
E.E.S. Ég hef lengi haldið því "útaffyrirmig" þó mig hefur lengi langaði til að segja ykkur, en þorði ekki án samþykkis, svo here I will let you know;
Stóri bróðir minn hann Axel Þór og hún elskulega Svafa Mjöll trúlofuðu sig um daginn...... Ég varð alveg ótrúlega mikið ánægðasta litla systirin í heiminum þegar Axel sagði mér það!!
Til hamingju mín kæru!!!
Athugasemdir
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.10.2008 kl. 14:27
afskaplega ertu löt við þetta .. tss
Sædís sys (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 15:45
hehehe .. mér fannst nú eitthvað skrítið við að þú værir ekki búin að minnast neitt á trúlofunina .. hehe ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.