4.10.2008 | 13:53
Þökkunarlisti
Ég held ég segi sjaldan að ég sé þakklát með hluti, þó ég brosi út að eyrum - get ég gleymt að þakka fyrir mig. Svo að ég ætla að gera þökkunarlista til fólks í gegnum lífið mitt;
Mamma og pabbi; takk fyrir að hafa alið mig upp, þó ykkur hafi ekki tekist að kenna mér að halda á gaffli almennilega. Takk fyrir allt það sem þið hafið gefið mér, ástina, umhyggjuna og allt það fína sem ég hef fengið frá ykkur. Takk fyrir að hafa klætt mig og fætt síðustu 15 ár!
Axel bró; Takk fyrir það að hafa verið og ert alltaf stóri góði bróðir minn, gefið mér af og til nammi - og sérstaklega takk fyrir það þegar við fórum saman labbandi út í búð þegar ég var yngri og þú leyfðir mér að fá mér gos og súkkulaði! Það verður alltaf eftirminnilegt fyrir mér.
Sædís sys; Takk fyrir að hafa alltaf verið stóra systir mín, og verið þessi týpíska stóra systir sem hatar litlu systur sína. Hent mér út úr herberginu gargandi úr frekjutárum því ég fékk ekki að vera hjá þér og vinkonum þínum. EN takk samt mest fyrir það að vera búin að taka mig loksins í sátt, og verið góð stóra systir mín!
Amma Rósa og Axel Afi, Adda Amma og Einar Afi; takk fyrir allt sem þið hafið gefið mér, og alla hlýjuna og bjartsýnina sem þið hafið gefið mér. Takk fyrir allt það góða og allar yndislegu stundirnar.
Langamma Sveina; takk fyrir fallega, fallega rauða hárið mitt og skapið sem fær mig ekki til að gefast upp. Takk fyrir alla umhyggju sem þú gafst mér þegar við komum í heimsókn til þín á Selfoss, og takk svo innilega fyrir að hafa hlustað af athygli á mig, þrátt fyrir það hve ung ég var!
Rafninn minn; Takk fyrir allan stuðninginn sem þú hefur alltaf gefið mér, í gegnum hvað sem er. Alltaf stendurðu við bakið á mér, sama hvað. Takk fyrir að vera alltaf þú sjálfur og fyrir alla ástina sem ég hef fundið frá þér, þú ert bestur!
Alllllir ættingjar mínir; Takk fyrir að hafa endalausa þolinmæði á mér, ég veit vel hve uppáþrengjandi ég get verið, og vil um leið afsaka það hve sjaldan ég og fjölskyldan mín komum í heimsóknir. - Eins og allir vita þá langar mig alltaf að heimsækja alla, enda klassa fólk sem er í mínum ættartrjám!
Vinir mínir; takk fyrir að taka mér eins og ég er, ég veit að ég get verið óttalega vitlaus og barnaleg - en þannig er ég bara og myndi eiga fullt í fangi með að þurfa að breyta því.. þið eruð æði
Hornfirðingar; takk fyrir að reyna að taka mig í sátt, ég veit að ég set skringilegt merki á bæinn með blogginu mínu - en só vott. Við erum sterkt samfélag og hjálpumst að þegar illa gengur...
Gugga Lísa; Vil þakka þér kærlega fyrir allt það góða, hve yndisleg þú ert alltaf, fyrir að hafa hjálpað mér að finna fermingarkjólinn og fyrir að nenna að hlusta á vælið í mér síðustu ár...
Eyrún félagsr.; Takk fyrir allan stuðninginn og fyrir að hlusta á mig þegar mér leið sem verst - og hjálpað mér rosalega mikið á þeim tíma..
Signý; Hahaha, ég verð að setja þig inn á þennan lista! Takk fyrir alla umburðarlyndina sem þú hefur sýnt mér, og takk fyrir að nenna yfir höfuð að spjalla við mig. - Og fyrir að hlæja að fimmkallabröndurunum mínum. Sömuleiðis verð ég að þakka þér fyrir að vera alltaf góð við mig - segja sannleikann og fyrir að sýna mér að lífið getur verið rosalega vont. Og takk kærlega fyrir það að sýna mér hvað manneskjur geta verið ótrúlega sterkar!
Ragga & Gauti; Þið verðið líka að tilheyra þessum lista, vil þakka ykkur fyrir að vera alltaf rosalega góð við mig, og takk kærlega fyrir það að taka mér eins og ég er... ( Og fyrirgefið mér það hvað ég er óttalega skrítin!)
Bloggvinir; Takk fyrir alla umhyggjuna og öll ljósin sem þið hafið sent mér, þið eruð öll yndisleg!!!
Öðrum lesendum vil ég þakka fyrir það að yfir höfuð nenna að lesa færslurnar mínar og allt bullið sem kemur upp úr mér...
Kveðjur frá rauðhærðu stelpunni að austan sem er akkúrat núna í ljómandi góðu skapi á leið að hitta Rafninn sinn fagra.....
Athugasemdir
Ég segi nú bara takk við þig, finnst þú geislandi sniðug ung kona!
Svo er alltaf meira gaman að fá takkið og hrósiðí lifandi lífi, veit nefninlega ekki hvort mogginn með minningargreinunum er lesin hinum megin !
Eigðu góðan dag!
Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir, 4.10.2008 kl. 14:00
Takk bloggvinkona mín úr sveitinni
Ómar Ingi, 4.10.2008 kl. 14:24
þú ert ágæt ! :)
sveit .. er hornafjörður sveit .. þetta er ég nú ekki sátt með .. vitleysingar ..
Sædís sys (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 14:45
Þakka þér fyrir það Bryndís Eva
Já einmitt, lesa þau það?? nú væri gaman að vita það frá skyggni!
Það var nú lítið Ommi!
Er það ekki Sædís?? ég veit ég veit...
En þetta er bara Ommi, hann heldur að það búa 200 manns hér í stað 2000...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.10.2008 kl. 15:31
Þú ert yndisleg elsku Róslín mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 4.10.2008 kl. 17:12
Þakka þér sömuleiðis mín kæra ;) Eigðu góða helgi.
Aprílrós, 4.10.2008 kl. 17:20
Þetta var ein sú flottasta færsla, sem ég hef lesið í bloggheimum
Ég þakka fyrir að fá að kynnast þér Róslín mín
Sigrún Jónsdóttir, 4.10.2008 kl. 17:37
Heyrðu litla gudda þarna!... bara það var ekkert! og ef það er eitthvað... hvað sem er þá veistu hvar mig er að finna!
Meiri væmnin alltaf í þér...
Signý, 4.10.2008 kl. 18:41
Þakka þér Róslín, þessi listi er nú alveg brilljant hugmynd og þurfum við eflaust öll að gera svona lista, við og við, hvort sem við gerum það skriflega eða munnlega, eða bara í huganum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.10.2008 kl. 20:30
Falleg færla hjá þér
Guðrún (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:47
Færsla átti þetta nú að vera.....
Guðrún (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 23:49
jú þú ert fín .. en jæja .. við eva erum að fara að skella okkur út á lífið .. þar sem ég er búin að vera svo geggjað dugleg að læra í dag .. og nú er ég ekki að plata ... heh =) en já ... hvernig er það, ertu að fara að koma næstu helgi?
Sædís sys (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 00:08
Þakka þér fyrir það Katla mín
Eigðu góða helgi sömuleiðis Krútta!
Þökk fyrir það Sigrún!
Og sömuleiðis
Þú ert allllltaaaf að kalla mig einhverjum óargarnöfnum Signý. Þig er að finna allstaðar víst.. hahaha djók - já þú ert svo sannarlega ein af þeim sem ég get talað við - þakka þér fyrir það...
Einhver þarf að vera væminn í þessari kreppu - það er alveg magnað hvað fólk getur gleymt sér í reiðinni sko!
Mín var nú svo sannarlega ánægjan ( hefði alveg eins gert mér lítið fyrir og sett Jógu "þykjustufrænku" inn í listann sko!).
Já, það ættum við öll að gera..
Þakka þér fyrir það Guðrún
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.10.2008 kl. 00:08
Hvaða líf er að finna í Keflavík? haaaahaha!
Annars er ég svolti efins um það hvort ég sé að koma eða ekki, er náttúrulega í Lopa og svona - svo það er ágætt að kannski vera aðeins að fylgjast með því sem er að gerast í kringum mig.. oooog læra!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.10.2008 kl. 00:09
Sæl Róslín.
Það mættu margir taka þig til fyrirmyndar með þetta einstaka blogg sem ég held að geti markað þáttaskil já fólki.
AÐ GLEYMA EKKI AÐ ÞAKKA.
þAKKA ÞÉR FYRIR SKEMMTILEGT BLOGG.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 03:16
Sætur listi hjá þér
Huld S. Ringsted, 5.10.2008 kl. 11:33
Æ þú ert nú meiri dúllan... Já mér þykir mjög vænt um þig elsku Róslín mín... Og mér fannst þetta ákaflega falleg bloggfærsla ekki síst núna þar sem allir eru eitthvað að bölsótast!!! Bestu kveðjur til þín mín kæra þín Ragga
Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 16:21
Þetta er falleg færsla Mér finnst frábært að lesa bloggin þín
Birna Rebekka Björnsdóttir, 5.10.2008 kl. 20:24
Það verður einhver að taka upp þráðinn - það ætti að vera svona klukk um bloggheima að skrifa þakkarlista!
verði þér að því Þórarinn!
Takk Huld
Sömuleiðis Ragga mín
Meir og ánægð, er bara svolítið leið yfir því öllu hvað allir eru vondir á Íslandi í dag.. vondir yfir því að þurfa að vera á Íslandi þar sem allt er svo rosalega dýrt!
En takk Hörður!
Takk Birna Rebekka
Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.10.2008 kl. 21:05
Brynja skordal, 6.10.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.