1.10.2008 | 19:12
Hvað er að gerast á Íslandi?
Þarna sat ég inni í eldhúsi, sötrandi á heimahrærðum Royal-súkkulaðibúðing, já sötrandi. Frammi sat mamma inní stofu og ég heyrði í Stöð 2, Ísland í dag. Agnes og Sigurður, kona sem lætur greinilega ekki vaða yfir sig, og Sigurður sá sem er rosalega rólegur í þessum málræðum.
Mamma lá uppí sófa brosandi með lesgleraugun sín, og ég sat einmitt inni í eldhúsi sötrandi á mínum súkkulaðibúðing, heyrði þessi læti frammi í sjónvarpinu og hlustaði með aðgæti og brosti af og til - Agnes er sko með munninn fyrir neðan nefið!
Hvert er Ísland að fara í dag? fjandans?.... Ísland í dag!
Nú vil ég fá vandamálið sjálft í vandamálinu - hvað í ...... er að gerast? Ég bara skil ekki upp né niður, hliðar eða á ská, og ekki fer okkur fram, það er það eina sem ég veit!
Mamma lá uppí sófa brosandi með lesgleraugun sín, og ég sat einmitt inni í eldhúsi sötrandi á mínum súkkulaðibúðing, heyrði þessi læti frammi í sjónvarpinu og hlustaði með aðgæti og brosti af og til - Agnes er sko með munninn fyrir neðan nefið!
Hvert er Ísland að fara í dag? fjandans?.... Ísland í dag!
Nú vil ég fá vandamálið sjálft í vandamálinu - hvað í ...... er að gerast? Ég bara skil ekki upp né niður, hliðar eða á ská, og ekki fer okkur fram, það er það eina sem ég veit!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Samgöngur, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki von að þú skiljir það Rósin mín, enda yrðir þú bara öskureið ef maður færi nú að segja þér einhvern sannleika sem er svo ekki sannleikur.
En fylgstu bara með upp úr næsta vori, þá verða margir sem verða gjaldþrota.
Knús knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 19:19
ekki vera þetta er bara geðbiluð kella (Agnes)
ætti að vera í búri
ekkert að óttast (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 19:19
Milla, en ég vil vita hvað talað er um, sama þótt ég verði reið - ég á rétt á því að vita jafnmikið og samlandar mínir!
Knús
ekkert að óttast, mér fannst Agnes nú heldur góð þarna í sjónvarpinu, gerði karlmennina alveg agndofa og lá við kjaftstoppi - enda þurfti að taka hlé!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.10.2008 kl. 19:24
já þá er um að gera að fylgjast með hvað er að gerast .. en þetta er bara svona .. allt að fara til fjandans .. allavega miðað við fréttirnar !! hmm .. t.d. með fjármálin ha .. pundið bara að verða komið upp í 200 kr .. annars veit ég nú ekki mikið um þetta allt saman .. en já .. farðu bara á mbl.is eða eitthvað =)
Sædís sys (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 19:37
Agnes er vitleysingur og ætti að hafa vit á því að þegja oftar... allavega svona rétt á meðan að fólk sem veit um hvað málin snúast í alvörunni eru að reyna að útskýra sína hlið á málinu...
Ég mundi útskýra þetta fyrir þér Róslín ef ég bara nennti því... Þetta er bara farið að minna svo ískyggilega mikið á lélega spænska sápuóperu að maður nennir ekki að hugsa út í þetta... Maður verður einfaldlega bara pissed... og ekki viljum við það nú
Signý, 1.10.2008 kl. 19:39
já Sædís - ef ég nennti að lesa á þessum fréttasíðum.... bara ef, það er bara svo asskoti langdregið alltsaman!
Signý, mér fannst hún sko óttalega fyndin - ótrúlega æst að fréttamaðurinn var farinn að brosa!!!
En ég veit að þér finnst nú ekki leiðinlegt að tala, þú hefur símanr. mitt mannstu, hahaha!
Mér finnst spænskar sápuóperur hrikalegar, held samt að þær sænsku séu verri ef þær eru til... svo ég tali nú ekki um íslenskar!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.10.2008 kl. 19:44
Sko Rósin mín ekki var ég nú að meina að þú ættir ekki að fylgjast með, en þetta er svo stórt mál að þú þarft eiginlega að fylgjast með í fréttum. eruð þið að tala um Agnesi Braga?
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 19:46
Agnes er snillingur og hún kann íslensku
Ómar Ingi, 1.10.2008 kl. 20:26
Sæl Roslín.
Ég mæli með ráðleggingum Guðrúnar Emilíu !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 07:05
Bíddu róleg þangað til að hinir háu herrar fara að átta sig á hvað er í gangi, þá fyrst förum við kannski að skilja eitthvað. Það eru allir út á túni
Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2008 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.