Heimalærdómur...

Árum saman, á skólagöngu minni hef ég komið ólærð í skóla að mestu 15 sinnum á síðustu 9 árum. Ég held ég hafi einhverntíman komin ólærð á mínum yngri árum aðeins með skriftina þar sem ég kunni einfaldlega ekki að skrifa fallega og það bætti nú ekki upp skapið að fá 4-6 á öllum skriftarprófum, af 10. Ég reyndi eins og ég gat, en það er víst bara engan veginn í fari örvhentra að skrifa vel - enda skrifa ég nafnið mitt með hægri upp á töflu með tússpenna mjög vel!

Að vísu eru einkunnir, skelltar niður á blað, tala frá 0 - 10 alveg þokkalega leiðinleg uppsetning. Ég er þessi sem fæ og fékk oftast á milli 5-7,5 í flestu sem ég tek mér fyrir hendur í prófum, sama hvort ég læri vel eða ekkert undir. Auðvitað hefur maður varla áhuga á einhverju sem maður nær engum árangri í, hvort sem maður reynir eður eigi. Það á við um mig í náttúrufræði - hún er alveg lost í mínum augum. Ég er léleg í tungumálum og málfræði, það er bara staðreynd, ég er lesblind á þann máta - ég er góð í íslensku, en kannski ekki endilega málfræðinni. Man af og til hvað 1., 2. og 3. persóna eru, en takið eftir, bara af og til!

Ég er að læra fyrir stærðfræðipróf, jöfnur heitir þetta! Ég veit að ég kann bara nokkuð mikið í þeim, en Sædís var að senda mér einhver dæmi svo ég ætla að bíða og sjá, skoða hvort ég er skarpari en skólakrakki.. ( Ég er það nú varla.. )!

En eins og ég segi, ég get næstum því talið það með öllum puttunum mínum hve oft ég hef ekki mætt lærð í skólann. Við tökum próf ekki með, enda var ég hrikaleg í 8. og 9. bekk út af persónulegum ástæðum - hafði einfaldlega engann áhuga á neinu skólastarfi o.s.frv., o.s.frv.!

Á morgun byrjum við að lesa upp leikritið sem við ætlum að sýna - vonandi samt að ég komist, fer kannski í vinnu ef svoleiðis verður - að slýta humra í sundur....Crying

Ég ætla aftur á móti að læra undir prófið núna, meira, ég ætla að fá góða einkunn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já blessuð vertu .. þú rúllar þessu upp! ;) það var allavega sagt við mig alla síðustu viku .. en ég kemst nú fljótt að því .. en já blessuð vertu, þessar jöfnur eru ekki svo slæmar, ef maður skilur þær ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég allavega fékk 10 á könnunninni sem ég tók á rasmus.is!

Ég ætla bara að taka þetta í nefið - vonandi að þetta haldist þá allt inní höfðinu á mér!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:06

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 1.10.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband