29.9.2008 | 20:35
,, þegar það hringdi inn úr frímínútum og gekk ég upp í tíma, og brosti þegar ég sá þetta flotta andlit uppstillt upp á vegg "..
Það hefur margt fengið mig til að brosa mínu einlægasta brosi í byrjuninni af þessari viku - og aðeins tveir dagar búnir, svo þetta er alltsaman ein stór framför.
Í gærkvöldi horfði ég með stjörnur í augunum á tvo flottustu þættina á Íslandi í dag, Svartir Englar annarsvegar og Dagvaktin hinsvegar. Mikið ofboðslega eigum við flott fólk - því er ekki að leyna. Á meira að segja "skyldfólk" í báðum þáttum, rauðhærða sko leikkonan hún Sólveig Arnarsdóttir, bara flott í Svörtu Englunum. Í gær sá ég svo hana Lollu í annað skipti á skjánum í Dagvaktinni, Ólafía Hrönn kom mér svo sannarlega á óvart og fékk mig til að næstum gráta af hlátri - konan er hreint mögnuð! Hún er líka "skyld" mér þar sem hún ólst upp hérna á Hornafirði, svo var besti vinur minn hann Blámann sem ólst upp með mér. Þ.e.a.s. Jóladagatalið sautjánhundruðogsúrkál sem klikkar aldrei, um Blámann og Ísafold sem eltast við gullkistuna, við vondu konuna sem fór svo verulega í taugarnar á mér þegar ég var lítil. Mig minnir að mamma hafi sagt mér að sá maður væri líka Hornfirðingur - horfði einmitt á mig og fullt af öðrum ásamt fullt af öðrum í kassabílaralli hérna fyrr um árin.
Ég hef oft gengið upp og niður stigann í Heppuskóla, skólanum sem ég er að klára núna, og svo oft er mér litið á gamla skólamynd, þar sem er hausmynd af hverjum og einum nemanda og kennurum, og undir hausmyndunum er nafn þeirra. Ég man alltaf eftir einu sérstöku nafni; Ólöf Jónsdóttir. Andlitið er allt of kunnuglegt, en nafnið bara passar ekki við andlitið, ég spurði einn kennara hvort þetta væri ekki sú eina og sanna Ólafía Hrönn, og fékk það svar að það hafi einfaldlega bara verið skrifað vitlaust nafn!
Ég er að ganga sömu ganga og þessi fræga leikkona, 5 daga vikunnar og hef gert í tvö ár, og aldrei þorað að spyrja að þessu. Þessari einni spurningu - þorði það ekki!
Alltaf er meira og meira að ýta undir það sem mig langar að gera,þegar það hringdi inn úr frímínútum og gekk ég upp í tíma, og brosti þegar ég sá þetta flotta andlit uppstillt upp á vegg - Ólafía Hrönn er ein af þeim sem gefur mér von. Sólveig líka, TAKK
Í gærkvöldi horfði ég með stjörnur í augunum á tvo flottustu þættina á Íslandi í dag, Svartir Englar annarsvegar og Dagvaktin hinsvegar. Mikið ofboðslega eigum við flott fólk - því er ekki að leyna. Á meira að segja "skyldfólk" í báðum þáttum, rauðhærða sko leikkonan hún Sólveig Arnarsdóttir, bara flott í Svörtu Englunum. Í gær sá ég svo hana Lollu í annað skipti á skjánum í Dagvaktinni, Ólafía Hrönn kom mér svo sannarlega á óvart og fékk mig til að næstum gráta af hlátri - konan er hreint mögnuð! Hún er líka "skyld" mér þar sem hún ólst upp hérna á Hornafirði, svo var besti vinur minn hann Blámann sem ólst upp með mér. Þ.e.a.s. Jóladagatalið sautjánhundruðogsúrkál sem klikkar aldrei, um Blámann og Ísafold sem eltast við gullkistuna, við vondu konuna sem fór svo verulega í taugarnar á mér þegar ég var lítil. Mig minnir að mamma hafi sagt mér að sá maður væri líka Hornfirðingur - horfði einmitt á mig og fullt af öðrum ásamt fullt af öðrum í kassabílaralli hérna fyrr um árin.
Ég hef oft gengið upp og niður stigann í Heppuskóla, skólanum sem ég er að klára núna, og svo oft er mér litið á gamla skólamynd, þar sem er hausmynd af hverjum og einum nemanda og kennurum, og undir hausmyndunum er nafn þeirra. Ég man alltaf eftir einu sérstöku nafni; Ólöf Jónsdóttir. Andlitið er allt of kunnuglegt, en nafnið bara passar ekki við andlitið, ég spurði einn kennara hvort þetta væri ekki sú eina og sanna Ólafía Hrönn, og fékk það svar að það hafi einfaldlega bara verið skrifað vitlaust nafn!
Ég er að ganga sömu ganga og þessi fræga leikkona, 5 daga vikunnar og hef gert í tvö ár, og aldrei þorað að spyrja að þessu. Þessari einni spurningu - þorði það ekki!
Alltaf er meira og meira að ýta undir það sem mig langar að gera,þegar það hringdi inn úr frímínútum og gekk ég upp í tíma, og brosti þegar ég sá þetta flotta andlit uppstillt upp á vegg - Ólafía Hrönn er ein af þeim sem gefur mér von. Sólveig líka, TAKK
Athugasemdir
Dont stop Beliving
Ómar Ingi, 29.9.2008 kl. 21:08
Allt spurning um að trúa þá getum við það sem við viljum!!!
Já, Svartir Englar eru ansi góðir þættir! Hef aldrei verið með Stöð 2 svo ég hef ekki séð dagvaktina, kaupi hana þegar hún verður gefin út á DVD ;-) Frænka mín, rauðhærð og sæt, kom einmitt fram í síðasta þætti í Svörtum Englum, lék dóttir "Sólveigar"
Knús til þín
Friðdóra Kr. (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:28
flottar konur á ferð og þú ert frábær skottið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2008 kl. 15:13
Segi sama og Ásdis ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.