Hamstraskítur

Úti í garði er lítil gröf, lítil gröf sem lítill hamstur liggur í, lítill hamstur sem gerði mér oft glaðan dag með nærveru sinni. Guffi minn heitinn sem náði að lifa sín tvö ár, lífsár hamstra.

Fallegi hamsturinn minn sem var hjá mér frá árinu 2004 til 2006, var mjög virkur hamstur og borðaði mikið af hamstrasúkkulaði, týndist einu sinni og skeit einmitt undir kommóðuna mína þá. Hann var fljótur að skítuga búrið sitt - skítur út um allt!

En það sem ég ætla að tala um er ekki hann Guffi minn, heldur matur sem ég lít mikið frekar á sem hamstraskít heldur en nokkurn tíma mat.

HAKK er sá matur sem er kannski ekkert endilega bragðvondur, en þegar ég hugsa mér um að borða það og í þau fáu skipti sem ég hef borðað hakk. Minnir það mig óspart á hamstraskít, og að finna fyrir því uppí munninum á sér er martröð!
Ég lýsi því hér með yfir, að ég ætla aldrei aftur að borða hakk, allavega ekki oft aftur!

Ég er hætt að rugla í ykkur, þetta er ekki hollt fyrir hugann að lesa svona.

Gott kvöld, góða nótt, bless!Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Fara að læra krakki

Ómar Ingi, 24.9.2008 kl. 20:02

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

HA? LÆRA?
Ég var að læra í næstum allan dag, og þú segir mér að fara að læra!

Búin með heimavinnuna fyrir morgundaginn, ég er svo rosalega dugleg, ég var að teikna beinar línur og strikalínur, ótrúlega erfitt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.9.2008 kl. 20:04

3 Smámynd: Skattborgari

Farðu að læra eins og litlu börnin eiga að gera. 

Mæli með að þú prófir að borða hund eða rottu.

Kveðja Skattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 24.9.2008 kl. 21:37

4 identicon

Þú ert nú meiri asninn .. það er ekkert að hakki, nema þá hakk og spaghettí .. það er ekki gott .. en t.d. taco og lasagne .. naaammmmm ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 21:52

5 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Haha, í garðinum hjá foreldrum mínum er líka svona lítil hamstragröf, þar liggja restarnar af henni Snorru, sem Jóhann átti einu sinni. Hún lifði þó bara í eitt ár, var nefnd Snorra af því að fyrst héldum við að hamsturinn væri kall, og þá hét hann Snorri. Var ekki við hæfi að breyta nafninu of mikið þegar sannleikurinn kom í ljós

En shit, Róslín mín, að líkja hakki við hamstraskít, jú, ég get séð líkindin en please, ekki segja þetta við hann Jóhann. Við borðum nebbla nautahakk oft.....!!

Lilja G. Bolladóttir, 24.9.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hvaða leiðindi eru þetta í ykkur karlmönnunum?
Ég er löngu búin að læra!

Sædís, ég á það nú ekki langt að sækja!!!!

Æ hamstra er sko erfitt að missa, ef Jóhanni hafi þótt vænt um hann hlýtur hann að hafa farið að hágráta þegar hamstrínan dó! Það gerði ég allavega, hringdi hágrátandi í mömmu ( ég var 13 ára ) og hún hélt það væri eitthvað stórfenglega mikið að. Svo var það bara litli Guffinn sem var dáinn.
Það er vel þekkt þessi misstök með hamstra - kvenkyns - karlkyns. Ég er mjög viss um að Guffi hafi verið kvenkyns þar sem hann kvæsti svo oft á mig þegar ég fékk hann og svo beit hann mig tvisvar til blóðs og pabba einu sinni.....

Þarft ekkert að óttast elsku frænka, ég þekki Jóhann ekki neitt...

Eeeen, á hann MSN????......

djók, djók, djók, djók!

Nú fer ég að lúlla, þarf greinilega á því að halda!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:13

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara að borða hreyndýrahakk það er ekki svona hrat eins og þetta drasl sem maður kaupir í búðinni
Knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.9.2008 kl. 10:24

8 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

oj, veit ekki hvort ég á eftir að geta borðað hakk eftir að hafa lesið þennan pistil þinn

Guðrún Hauksdóttir, 25.9.2008 kl. 13:36

9 Smámynd: Linda litla

ój þér Róslín......

Linda litla, 25.9.2008 kl. 17:09

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Milla, allt hakk er bara ógirnilegt!
Knús

 Alls ekki Hörður - það tekur minna á að sleppa því bara að borða það almennt!

Svo þarf ég núna að vísu að læra helling!

Þakkaðu mér bara fyrir það Guðrún

Ekki oj mér Linda, ég fann ekki upp hakkið!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.9.2008 kl. 19:25

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús á þig elsku Róslín mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:11

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Meeeee...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.9.2008 kl. 22:34

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Síðan hvenær fóru hamstrar að jarma?

Eða ertu kannski að tala um hakkið? Það á bara að nota naut og kýr í hakk, þar sem það er bara engan veginn gott kjöt að mínu mati! Ekki kindur, þær eru svo rosalega góðar á bragðið.......!

Og ef þú ert kannski heldur að tala um kindaskít í stað hamstraskíts þá er kindaskítur meira eins og bláber og ber sem eru á berjalyngum, fólk hefur ætíð ruglast á þessu tvennu og margir sett upp í sig kindaskít í stað berja....

Knús á þig Linda

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.9.2008 kl. 22:41

14 identicon

skemmtilegar hugleiðingar í gangi ... er einhvern tímann eftir að sálgreina þig rækilega .. og nei, ekki frítt

Sædís sys (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 00:57

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hefur prufað Hakk og Grýtu Nam.

Kristín Katla Árnadóttir, 26.9.2008 kl. 13:03

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ dúllan mín. Farðu vel með þig og vertu góð stelpa. Knús og kram

Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 19:23

17 Smámynd: Skattborgari

Hefur þú prufað hamstraskít? Ég ætti kannski að hætta að kaupa hakk og kaupa hamstraskít í staðinn. Myndi allavega spara á því.

Kveðja SKattborgari hinn ljóti.

Skattborgari, 26.9.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband