Minningarbók

Ég sit hérna, þar sem ég er algjörlega tóm, en langar samt að setja eitthvað fram fyrir ykkur, og glugga í Minningarbók Róslínar Ölmu Valdemarsdóttur. Úttroðin mappa sem ég setti saman í "flýti" fyrir ferminguna mína í fyrra, frekar skondið þar sem hún gekk síðan á milli borða...Smile
Allir ættingjarnir og kunningjarnir að skoða mínar einkapælingar og vitleysu!!!

Hér fann ég umsögn um mig síðan úr bæjarvinnunni sumarið 2007;

Róslín var sæmilega duglegur starfskraftur, hefði þó mátt vinna meira og betur oft á tíðum en það kom þó fyrir að hún var mjög dugleg. Að öðru leyti mjög fín stelpa en mætti þó fylgjast minna með Idol.

Hvaða heilvita maður trúir svona umsögn?......Halo
Annars vann ég nú oft vel á tíðum, það stendur þarna, en þau skipti voru sko oftar en hin - svo er það bara öfundsvert hvað ég veit mikið um íslenska Idolið. Enda einn mesti aðdáandi þess!
Er það ekki rosalega öfundsvert þegar margir úr Idol seríunum forðast nafnið mitt, fá meira svona andstæðuna við fráhvarfseinkenni... lenti einmitt í svoleiðis atviki þarna um árið - held þó að þetta sé gott í dag!

Þarna geymi ég jólakort og afmæliskort, pappír utan af seinustu afmælisgjöf frá Rafni - Rósa amma sagði að maður ætti að varðveita svona hluti. Svo að ég skal hundur heita ef ég hlýði ekki henni ömmu minni!

Eystrahorn, heftuð saman nokkur fréttabréf af Rocky Horror - endalaust góðir tímar!!

 Eyddi m.a. ófáum fallegum orðum í vini mína, vel valin skrif ( einmitt ein úr Idolinu, virkar nú samt meira sem vinkonustórasystir eitthvað svoleiðis sko!);

Guðbjörg Elísa er ótrúlega góð og yndisleg. Þegar ég hitti hana, þá er hún alltaf brosandi og þá getur maður ekkert annað en að brosa líka. Hún er nefnilega með svo fallegt bros. Ég get sagt henni frá öllu. Hún gæti verið svona "stóra systir mín". Hún er yndislegasta manneskja sem ég þekki. Hún er með æðislega fallega söngrödd og á eftir að ná langt í söngnum.

Ég stend sko aldeilis enn við orð mín - Gugga er æði, og röddin hennar er bara yndisleg, hér má sjá og heyra í henni;



Þess má vel geta að hún hjálpaði mér að finna fermingarkjólinn!!

Inni í möppunni er að finna gamalt Viku blað, þið getið giskað þrisvar hversvegna..... já, það er útaf því að hún frænka mín Laufey er á forsíðunni og svo er að finna viðtal við hana í blaðinu!

Á síðustu bls. kemur það engum á óvart, en þar er úrklippubók með útskýringum um hverja mynd, IDOL. Eiginhandaráritanir og Idol miði - meira að segja einn X-factor miði líka!
Þarna er að finna opnunina úr Hér & Nú þar sem ég var ásamt Idolinu mínu úr annarri seríu, Margréti Láru og æskuvinkonu minni Þórdísi Imsland. Algjörar krúsídúllur á línuskautumHeart!

Mestmegnið af Idol myndunum eru af Idolinu mínu - sem ég grét pínu útaf því að hún datt út á sínum tíma - engri annarri en Guðrúnu Láru, Nönu!Grin Og reyndar eru helmingur myndanna af þeim hjónum, Nönu og Dísu. Þær eru sko langbestarHeart!

 

Það er ótrúlega krúttlegt að skoða þessa minningarbók, þó svo að ég gerði hana fyrir ca. einu og hálfu ári - þá eru það alltaf eitt og hálft ár.
Á endanum munu allar mínar færslur og allt það fallega sem þið bloggvinir mínir hafið sagt við mig, vera komið fyrir í þessari möppu, þyrfti helst að gera eina sér bara....HeartGrin

Knús og kram!Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki myndi ég nenna svona dútli .. enda enginn tími! var að leggja bækurnar frá mér fyrst núna síðan kl 10 í morgun .. og er sko hætt í kvöld! djöfulsins dugnaður er þetta í stóru systur þinni! :D

Sædís sys (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Ómar Ingi

Passa sig a trommukjuðunum

Ómar Ingi, 23.9.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hættu montrass.... Sædís sko! Ég er líka góð í að læra, fékk einmitt 9 í Samfélagsfræðiprófi í dag, sem gildir 10% af lokaeinkunninni... takk fyrir pent!

Ommi, þessi saga átti ekki að fara lengra.........
Mér finnst jú bara gaman að þurfa hjálm til að geta æft mig á trommusettið inní bílskúr, er eitthvað að því eða??????

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:45

4 identicon

já .. vonandi fæ ég það góða einkunn út úr prófinu sem ég fer í á föstudaginn ... en já það er bara flott hjá þér! svo er það ekki spurning um það að vera góður í að læra .. heldur að nenna því og að skilningurinn á efninu sem þú ert að læra ...

Sædís sys (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Idol fan sem sagt, skýrir margt  .. nei, nei, bara grín.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.9.2008 kl. 12:55

6 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 24.9.2008 kl. 13:33

7 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

 Þú ert bara yndi

Guðrún Hauksdóttir, 24.9.2008 kl. 13:58

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ha, Jóga? Nú skil ég ekki neitt!
Hvað ætti það að skýra?

til þín Brynja!

Takk fyrir það Guðrún

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.9.2008 kl. 14:35

9 identicon

ég myndi ALDREI nenna þessu, held samt að það væri gaman að gera þetta, gaman fyrir börnin manns að skoða þetta þegar maður er orðinn gamall :)

Eva (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:20

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Aldrei segja aldrei Eva, ég veit vel að þú myndir nenna þessu!
Það er bara að gefa sér tíma

Róslín A. Valdemarsdóttir, 24.9.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband