27.8.2008 | 17:15
Der linkshänder collegeblock
Ég er farin að hallast að því að ég þurfi alltaf að vera aðeins öðruvísi í öllu sem ég tek þátt í. Í stærðfræðitíma í dag, fyrsta skóladag minn sem 10. bekking, kvartaði ég örlítið yfir bókinni, sem er einfaldlega ekki gerð fyrir örvhenta. Blöðin annaðhvort skerast í hendurnar á mér eða þá að gormarnir geri útaf við mig.
Eva sagði mér að það væri til stílabók fyrir örvhenta. Ég fór út í búð með mömmu sem var búin að margsannfæra mig um það í gær að það væri sko til alveg hellingur af ónotuðum bókum heima, alveg fullt. Komumst að því, þar sem gormabækur eru æskilegar og annað óæskilegt, að það var til ein stærðfræðibók og ein stílabók. Sem betur fer var bara einn tími í dag sem átti að nota venjulega stílabók, þar sem að ég nennti ekki að vera að færa yfir og þessháttar.
Stærðfræðibókin kom mér til að kvarta, enda er ég þverugur kvartari sem fer í taugarnar á öllum, svo mikið er víst.
Ég fór út í búð með mömmu og keypti þar svona eindæmum fína, fína Der linkshänder collegeblock reiknibók. Reyndar ekki eins og er hér til vinstri (takið eftir því, vinstri!). Fann ekki mynd af bókinni, en þessi er mjög lík.
Ég, endalausi matargikkurinn, vitleysingurinn, barnið, listamaðurinn, áhugaljósmyndarinn, unglingurinn, áhugaleikkonan með meiru skráði mig í mat, skólamat! Loksins er verið að fara að venja litla barnið og kenna því að éta. Þó fyrr hefði mátt vera!
Við fjölskyldan komumst af því eftir 4 daga samveru, mínus Axel, getum bara engan veginn þolað hvort annað. Sædís er flutt út, Axel er hálfur heima og hér sit ég sem fastast - en á þó skammt eftir, á heildina litið a.m.k.!
Þangað til næst,
KNÚS
Athugasemdir
Lærði meira og Meira
Ómar Ingi, 27.8.2008 kl. 17:32
Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 20:35
Vil benda á síðuna http://www.anythingleft-handed.co.uk/ Þar fást ótrúlegustu hlutir fyrir örvhenta. Hef pantað þaðan bæði bækur, skæri o.fl. fyrir örvhentan son minn.
Rósý (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:59
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2008 kl. 15:45
úps.. mátulegt á mig, ..þarna átti að standa vinstri sinnuð og svo knús
.. er að flýta mér að sækja hann Mána minn í leikskólann og litla Tryggva til pabba síns - fæ að hugsa um tvöfaldan skammt af strákum í eftirmiðdaginn í dag!
Alltaf fjör hjá þér
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2008 kl. 15:46
Jájájájájájá Ómar, alltaf er ég að læra!




Knús Sigga mín
Farðu vel með þig Ásdís mín
Anna K. við ættum að stofna félag. Félag anti-rétthenta, VIÐ NOTUM VINSTRI HENDI, ÞVÍ VIÐ ERUM SVO HJARTNÆM. Og söfnumst saman fyrir framan Alþingi og mótmælum skriftinni - við viljum SPEGLASKRIFT!
Rósý, takk fyrir þitt framlag! Sonur þinn er velkominn í félagið!
Ég aftur á móti var bara að gefast upp algjörlega á stærðfræðibókinni minni, því hún var svo vond við mig, kom illa fram! Annars hef ég prufað svona örvhentis-yddara, það er bara ekki mín sort af kaffibollum! - Sem minnir mig á það, trommukennarinn minn spurði mig hvort það væru til kaffibollar fyrir örvhenta! Bara til að sýna mér svona dæmi...
Anna K., ertu ekki alveg úti að aka núna, ég skil ekkert, Neinn og N-fjórir og bla!
Jóga - ég er jafnréttissinnuð frekar!
Fjör hjá mér? jájá, það má nú segja, það má nú segja!
Knúsknús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.8.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.