Spegill, spegill hermd þú mér...


Ég skrifaði þessa færslu fyrir tveimur mánuðum síðan, mig langar að birta hana hér aftur, smá innsýn í líf mitt.
Annars er ég komin heim og fer í skólann á morgun, ég komst inn í tónskólann og byrja þar á fimmtudaginn....Grin
- Mér fannst þessi færsla ekki fá alveg nógu mikla eftirtekt.



Er ég var 8 til 11, 12 ára hugsaði ég oft voða lítið fyrir útlitinu, mér var nákvæmlega sama í hvaða fötum ég gengi. Á meðan það væru ekki rosalega þröng föt, enda var ég og er svolítið búttuð.
Ég hafði aldrei viðurkennt það fyrir sjálfri mér að ég væri ekkert síðri en hinar stelpurnar í bekknum þó ég væri ef til vill þyngst, rauðhærð og með búttaðasta andlitið.
Á þessum tíma leið mér svolítið illa vegna þessara vandamála, þó svo að mér leið bara illa eftir á. Ég skildi ekki hvaða árátta það væri, að vera þyngsta stelpan í bekknum.
Ég hafði það ekkert betra en hinar stelpurnar og á þessum tíma fékk ég sjaldan ný föt og gekk bara í gömlum fötum af hinum og þessum. Enda yngst og alltaf er nú gott að nýta það sem ekki var ónýtt og ekkert mikið að.
Ég get alls ekki sagt að krakkarnir í bekknum hafi eitthvað strítt mér enda flottur hópur misflottra krakka, en þó mjög samheldur á flesta vegu. Eins og ég segi þá var mér aldrei strítt neitt svo ég viti, aldrei sagt neitt ljótt við mig, ekki beint þá.
Ég var örlítið lítil í mér, og fannst allar vinkonur mínar svo mikið sætari en ég. Þegar ég fór að eldast og já fór að hafa einhvern alvöru áhuga á strákum flutti Rafn hingað austur á Höfn. Það er nú ekki frásögu færandi hvað pilturinn var hrikalega vinsæll og féll vel í faðm bekksins. Hann hafði nú alveg auga á stelpum eins og margir vita, og var með einhverjum þeirra. En það eru nú liðnir tímar og þó.
Á einu stelpukvöldinu, eða réttara sagt morguninn eftir hringdum við í hann, annað hvort í 6. eða 7. bekk. Og spurðum hann hverjar honum þótti sætar, og það voru nefnt nöfn og hann sagði annað hvort hreint út sagt já eða nei. Þegar var spurt um mig þá fékk ég að heyra að Rafni fyndist ég sæt, og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér leið vel við þetta EINA já!

Mér finnst í dag óttalega gaman að hlæja að myndunum af mér síðan ég var 8-11 ára, enda hriiiiikaleg bolla og svo tók ég alltaf sjálfsmyndir ótrúlega fersk á morgnana. Ég viðurkenni það fúslega að það er ótrúlega erfitt að festa góð móment af mér á filmu, hvað þá svona tæknivænan kubb.

lítilÁ tímabili fannst mér tilveran svo skrítin, ég gat bara horft á hendurnar, og niður fyrir mig. Að horfa framan í mig er að sjálfsögðu vonlaust nema að ég hafi eitthvað sem endurspeglar andlitsvöxt minn. Tíminn flaug framhjá mér eins og geitungur, sumir dagar sárir en ég sætti mig þó við það að vera neitað af bestu vinkonum mínum. Svona var það bara, ég VAR alltaf þriðji hlekkurinn allstaðar, passaði engan veginn inn í vinahópa. Ég leit alltaf út fyrir að vera eitthvað tröll hliðin á vinkonum mínum, upp á hæð að gera. Eini hrikalegi rauðhausinn og hef nú fengið það komment að það hafi kviknað í hausnum á mér - ha ha, voðalega mikill húmor.
Ég veit ekki hvort ég hafi lent beinlínis í einelti, því ég sagði bara já og amen við öllu því sem sagt var, ef ég spurði vinkonur mínar hvort ég fengi að vera með. Þá fékk ég oft það svar að þessi stelpa vildi ekki hafa mig svo þannig þurfti það að vera. Þegar einhverjir vildu fara út í fótbolta, en ekki ég, þá var bara skilið mig eftir einhverstaðar eina. En í öðrum tilfellum þegar einum úr hópnum vildi ekki fara, en ég vildi fara, þá var það endilega bara hætt við svo ekkert varð úr því.
Þegar einhverjir ákváðu að sofa saman, þá var oft reynt að halda því svo tilnefndu leyndu fyrir mér, og ef ég komst að því og spurði hvort ég fengi að vera með fékk ég oft ,, æ, við vorum búnar að ákveða að vera einar ".....

Yndislegur félagsskapur, I know...

Ég tala bara við þrjár vinkonur mínar í dag sem eru æskuvinkonur mínar af einhverju viti, frekar leiðinlegt, en þegar maður hentar engan veginn inn í hóp. Sem er þar af leiðandi í svona litlu hverfi sem allir þekkja alla og sjaldan kemur nýtt fólk til að kynnast, verður maður frekar útundan og eignast ekki vini fyrr en maður fer utan bæjarins. Í mínu tilfelli leita ég upp, til eldri aldurshópa sem kannski geta sett sig í spor mín. Ég er öðruvísi og ég reyni ekki að skafa ofan af því, né gera mál úr því, reyni heldur ekkert að breyta mér því að ég vil vera sú sem ég er. Ef fólki líkar ekki við mig, þá oftast nær þolir það mig ekki, en ef fólk líkar vel við mig þá þykir mér oft mjög vænt um þau.

Héðan kemur ein hrikalega flott leikkona, Ólafía Hrönn, eða Lolla eins og hún er kölluð, og hver kannast ekki við hana?
Hún gekk þessi sömu spor og ég, byrjaði í Leikfélagi Hornafjarðar og varð stórt merki í íslenskri leiklist. Ég hef oft séð hana hérna á heimaslóðum enda fallegasti fjörðurinn og fullt af indælu fólki.

Framtíðarplön mín eru að flytja héðan úr krummaskuðinu, læra eitthvað mikilsfenglegt og gera eitthvað stórt úr sjálfri mér. Því ég er öðruvísi, ég er ekki venjuleg, ég er ekki ein af þessum stelpum sem tísta yfir einhverju fáránlega ljótu ( þegar er gert lítið úr öðrum ).

Mig langar ekki að verða knattspyrnukona, þó að ég líti mjög upp til Þóru B. Helgadóttur, enda er hún einn besti kvenmarkmaður sögunnar, bæði þeirrar íslensku og alheims.
Ég hef margt annað mér til fóta lagt, svo ég ætla ekki að ganga þann veg að reyna eitthvað sem ég get ómögulega. Félagsskapurinn er ágætur, en ekki fyrir mig.

Núna er ég lít í spegilinn horfi ég á andlitið á mér og hugsa, hvað verður úr þessari manneskju. Það er framtíðarinnar að vita, og mitt að komast smátt og smátt að, ég verð að viðurkenna það að ég get ekki beðið eftir því að verða fullorðin og sinna mikilvægu starfi í samfélaginu. - Þó það sér mjög mikilvægt að eldgömlu myndirnar endist lengur, þá vil ég sinna einhverju aðeins merkilegra.

Takk fyrir mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert flottur karakter Róslín Alma og átt eftir að vekja mikla athygli þegar fram líða stundir.  Takk fyrir þessa frásögn

Sigrún Jónsdóttir, 27.8.2008 kl. 00:05

2 identicon

Já, þú ert öðruvísi og það hefur sennilega stundum verið erfitt en það er sko kostur, ekki spurning! Mér hefur alltaf þótt þú svo mikið krútt og skemmtilegt barn... mér finnst ég alltaf eiga svolítið í þér... þó svo að ég hafi nú ekki passað þig þá passaði ég hann Axel stóra bróður þinn og eins og þú veist þá áttu svo yndislega fjölskyldu sem gaman er að heimsækja svo maður hefur fylgst vel með þér vaxa úr grasi;-)  Þar sem maður er eiginlega hættur að koma austur um jól verður maður eiginlega að finna e-h aðra hefð í stað fyrir innlitið til ykkar á Aðfangadag;-) Hmmmm... innlit í kringum Humarhátíð.

Þú veist greinilega alveg hvað þú vilt og það er gott, en passaðu þig á því að fullorðnast ekki of fljótt.  Halltu áfram að vera þú sjálf, þú ert frábær!

Knús til þín!

Friðdóra Kr. (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 01:10

3 identicon

Sæl Rósalín.

Ein setning..

Frábær færsla hjá þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 06:25

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þessa frábæru færslu Rósin mín, velkomin heim og til hamingju með að hafa komist inn í tónskólann.

Þetta með að þú sért öðruvísi, er bara gott, þú munt ná langt með það sem þú ætlar þér, mundu bara að gefast ekki upp, " Aldrei".

Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2008 kl. 11:04

5 identicon

Þú ert frábær eins og þú ert, held það sé ekki kostur að allir séu steyptir í sama mót.

Íris Yrsumamma (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:27

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skítlegar hinar skvísurnar,
skandall þær dúkkulísurnar,
Róslín er best,
ræður við flest,
og aldrei dregur hún ýsurnar.

Þorsteinn Briem, 27.8.2008 kl. 13:43

7 Smámynd: Brynja skordal

Flott færsla hjá þér sæta þú átt bara að vera eins og þú ert og vera stolt af því

Brynja skordal, 27.8.2008 kl. 16:00

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Sigrún mín

Takk fyrir elsku Friðdóra mín!
Ég man ekki beint eftir heimsóknum á aðfangadag, en ég man vel hvað mér þótti þið systurnar alltaf endalaust skemmtilegar og æðislegar - þið voruð svona ,, ég þekki þær sko ", fyrir mér þegar ég var lítil!
Ég passa mig á því, lofa, lofa, lofa!
En ég held að mamma leyfi þér að eiga mig, fyrst þér finnist ég svona skemmtileg!

Knús

Takk fyrir það Þórarinn!

Já, og takk Hörður!

Takk fyrir elsku Milla mín, knúsknús

Takk Íris!

Steini, annað hvort er þetta ótrúlega fyndið eða pínu langt gengið, ég veit ekki hvort ég vel......

Knús á þig Sigga mín

Takk Brynja mín!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.8.2008 kl. 17:24

9 identicon

Hehheh.... gaman að heyra það :-)

Þá er ég sko orðin rík!  Átti 3 stelpur fyrir og núna þá 4 ;-)

Held samt einhvernveginn að mamma þín vilji nú ekki gefa mér þig ;-)

Knús og kram

Friðdóra Kr. (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:18

10 identicon

Þriðji hlekkurinn já??.. Hvar er ég í þessari frásögn þinni?? Var ég ekki vinkona þín sem stóð uppi fyrir þér þegar þú nenntir ekki öðru en að hanga inni í tölvunni og gerir enn! Og þau skipti sem ég var með þér þá horfði ég á þig í tölvunni. Finnst þér þá skrítið að ég hafi smátt og smátt fækka skiptunum sem ég hitti þig ?? Mér finnst það allavega ekki! Ég man líka eftir því að þú tókst aðra vinkonu þína framm yfir mig alltíeinu þar sem hún var eitthvað vinsælli og flottari en ég. Þannig ég var skilin Ein eftir! ekki fór ég á netið að væla. Vinir koma ekki hoppandi upp í hendurnar á manni, maður verður að tala við fólk, aðra en kæró, ég veit alveg hvernig það er. Ég eyddi heilu ári í að tala ekki við aðra en kærasta minn enda var ég svo óvinsæl að ég var ósýnileg!

Ég er ekki að reyna að vera bitch, en svona er þetta. Þú hugsar ekki um að aðrir hafa lent í því sama. Þú ert alveg eins ástæða fyrir því að krökkum leið illa þegar þú bauðst þeim ekki út og varst vinsæl eins og þér finnst fólk koma fram við þig í dag. Sorry, svona er þetta.

Árdís Drífa (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 02:03

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Árdís, ég var ekki að tala um þig neinstaðar í þessari færslu... svona til að hafa það á hreinu, veit ekki betur en að þú hafir staðið við bakið á mér og stundum efast hvort þú ættir að gera það eða ekki..

Ég bauð þér alltaf út þegar við fórum út og þetta mál er svo ógeðslega asnalegt allt að ég nenni ekki að tala um þetta - sorry, finnst bara ekkert gaman að tala um þetta á veraldarvefnum og ég var nú ekki vinsæl... var þessi sem reyndi að fá einhverja út til að kynnast einhverjum til þess að eignast vini sem fór greinilega á svona góðan hátt...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband