ÁFRAM ÍSLAND!

Vildi bara lýsa því yfir að ég sofnaði við Ólympíuleikana og vaknaði við öskrin í Adolf Inga að ég held, þá voru íslendingar að skora fyrsta markið, svo ég sast upp og fylgdist með, brosti og hló af vitleysunni og táraðist við að horfa á piltana okkar fagna.... yndislegt alveg hreintGrin !

Annars læt ég mig hverfa fram á þriðjudag, eða það held ég, Sædís sys er að flytja í bæinn í Háskóla, barnasálfræðingur ætlar hún sér að verða. Við ætlum ég og foreldrar mínir að fylgja með og ég verð skilin eftir á morgun á Menningarnótt með vinkonum mínum, Salóme og Rakel. Ætla að reyna að hitta á eitthvað fólk, m.a. kannski hana Signý vinkonu mína og "frænku".......Tounge

Þið megið endilega, kæru bloggvinir og þið sem ég þekkið pikka í mig á Menningarnótt þótt það muni reynast erfitt, en allir taka eftir mér.... ekki vera feimin!Grin

Eigið æðislega helgiHeart

E.S. Ég setti inn umsókn í Tónskólann, svo að nú bíð ég bara eftir svari... trommusettið er fyrir valinuGrin

E.E.S. Ég sagði einnig upp stöðu minni til 7 ára eða eitthvað, markmannsstaðsetningu minni. Ég hætti ekki í fótbolta ( planið, Ragga sem ég sagðist geta sagt þér sko..), en ég er formlega núna byrjuð að spila úti......SmileGrin!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Eigðu líka æðislega helgi mín kæra.

Er ekki enn búin að ákveða hvað ég geri á menningarnótt - vona þó að það viðri vel fyrir flugeldasýningu.

Svo verður vaknað á sunnudagsmorgun til að horfa á úrslitaleikinn í handboltanum. Áfram Ísland

Gúnna, 22.8.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rósin mín góðan daginn, já það grétu allir í gær ekki hægt annað.
Hef einu sinni verið á menningarnótt og það var bara yndislegt.
skemmtu þér æðislega og vonandi hittir þú margt fólk sem þú þekkir.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2008 kl. 09:06

3 Smámynd: Ómar Ingi

Gull annað er bull

Ómar Ingi, 23.8.2008 kl. 18:16

5 identicon

Já eins gott Róslín ég var alveg orðin hrædd um að þú ætlaðir að hætta....Það hefði ekki gengið...Já það er um að gera að skipta um stöðu á vellinum.

Vona að þú hafir átt góða helgi...kv. Ragga

Ragga (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 08:44

6 identicon

Sæl Rósalín.

Var því miður ekki niður í bæ,

en gaman hefði verið að geta litið augum einn áhugaverðastan Bloggara landsins augum.

Njóttu lífsins með öllum þínum nánustu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 09:14

7 identicon

Eg bid ad heilsa ykkur ollum, er i simanum og nenni omogulega ad svara hverjum og einum, ekki fyrr en a morgun frekar!

En Þórarinn tu verdur ad skira tetta betur ut fyrir mer, er eg einn ahugaverdasti bloggarinn? Tvi tad hef eg ekki tekid eftir adur!

Róslín (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband