Áhrifaríkar konur...

Vigdís Finnbogadóttir, Oprah Winfrey, Edda Heiðrún Backman og Queen Latifah eiga það allar sameiginlegt að vera einar af þeim efstu á áhrifaríkustu manneskjur míns lífs listanum mínum. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa ekki hitt mig og ég ekki þær, en það sem mig langaði að ræða var einmitt það!

Ég hef alltaf verið svolítið fyrir fræga og þekkta fólkið, en það hefur dofnað með árunum, ég hef fylgst með Opruh Winfrey og hlustað á Eddu Heiðrúnu frá því ég man eftir mér. Ég lít rosalega upp til Vigdísi Finnbogadóttur útaf sömu ástæðu og svo margir aðrir, fyrsti kvenforsetinn - mig langar til að feta í fótspor hennar.
En annars er Queen Latifah uppáhalds erlenda leikkonan mín, og vel innvafin í helling af uppáhalds leikkonum, en það eru svo miklu minni líkur á því að hitta hana frekar en uppáhalds íslensku leikkonurnar mínar, þær eru margar. Enda eigum við helling af flottum leikkonum og leikurum, en ég hef nú þegar séð þær nokkrar og hitt og á eftir vonandi að leika með einhverjum.

Ég hef reynt að hafa samband við Opruh Winfrey, en enga aðra af þeim - sem kemur eflaust þeim sem þekkja mig best alveg verulega á óvart. Ég lifi í voninni að Oprah svari mér einn daginn!

Annars langar mig til að hitta svo marga, og ég ætla að reyna að hitta alla sem mig langar til að hitta í framtíðinni, ég ætla mér það.
Ég lít upp til svo margra og ég hef hitt það fólk eða mun alveg örugglega hitta á næstunni, vá hvað ég hlakka til!

Núna ætla ég að halda áfram að reyna að lifa í voninni, eða frekar að reyna að ná í Opruh - þá kannski fyrst verð ég þekkt á ÍslandiLoL ....

E.S: Ég fór í klippingu, plokkun og litun í dag..... svona okkar á milliTounge

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

´78

Haraldur Davíðsson, 22.8.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ha?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.8.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert nú bara frábær, sko þú átt eftir að hitta Opruh það er ég viss um haltu því bara til streitu, hún mun taka eftir þér fyrir rest.
Vigdísi er ekkert mál að hitta þú ferð bara þar sem hún er einhverju sinni gengur að henni og heilsarog þá þýðir ekkert að verða kjaftstopp
Knús til þín Rósin mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.8.2008 kl. 08:00

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú er sko yndisleg og skemmtileg já talaðu Opruh og fleiri gerðu allt sem þér langar til

Kristín Katla Árnadóttir, 22.8.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Reyndu frekar að ná í Tyru Banks!!.. held hún sé að slá út vinsældir Opruh .. takk fyrir skilaboðin

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.8.2008 kl. 15:48

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hahahah, Jóga, mér er aaaalveg sama um Tyru Banks...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.8.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband