Fyrir akkúrat ári;

19.08.2007 01:55:28 / Róslín Alma

Trommusett..

Þar sem ég á afmæli á morgun var ég að stússast á ebay að leita að macro linsu. Fattaði ég að leita að trommusetti, fann þar svona Digital trommusett sem mig langar óendanlega í, en þá var það kostnaðurinn við það að flytja það inn í landið sem yrði örugglega hátt í 10 þúsund miða við það sem ég hef verið að lesa.
Þannig ég fór að leita innanlands og fann þar byrjandatrommusett sem er vonandi ekki búið að selja á 20 - 25 þúsund. En það fylgdu ekki cymbalar, einhver vitur um trommusett hvað er það?
Allavega stendur í auglýsingunni að það sé af gerðinni Verve, svart á litinn, átta mánaða og lítið notað gott fyrir byrjendur.
Farin að hallast á að það sé barna trommusett, en er ekki allt of viss um það.

Ég sendi manninum e-mail og spurði hvort það væri nokkuð búið að selja það, og á eftir að fá svar við því.
En þá vaknar spurning, ætli ég komist upp með að fá að kaupa það ???


Mamma og pabbi eru ekki rosalega sammála mér um að fá mér trommusett, en ég komst upp með hamstur, ætli ég komist þá upp með trommusett?
Foreldrar eiga að styðja á bakvið börnin sín í því sem þau hafa áhuga, og þetta er hugsanlega eina hljóðfærið sem ég gæti og vill spila á þar sem að ég er svo rosalega lesblind á nótur og þessháttar vesen. Mig hefur líka lengi dreymt það að fá að spila á trommusett, ég ataðist alltaf inn í pottaskápinn hjá mömmu meðan hún var að setja í uppþvottarvélina og náði í sleifar og þóttist vera ótrúlega svalur trommuleikari :haha:

Ef svo er að það sé búið að selja trommusettið, er þá einhver sem veit um annað á svona góðu verði og vantar ekki mikið í?

En í heildina hvað segið þið um þessa pælingu?

Annars væri ég samt líka mikið til í að kaupa mér macro linsu á vélina mína, en þar sem ekkert trommusett er hér, þá er það betri kostur..

Ykkar,
Róslín Alma..


Þetta skrifaði ég fyrir akkúrat ári, tjah, ég fékk ekki trommusett í afmælisgjöf. Ég man engan veginn hvað ég fékk frá foreldrum mínum, en veit það núna og það verður eitthvað myndavéladót sem við kaupum í bænum. Annars er enginn óskalisti, ég ætla bara að vona að sem flestir muni eftir mér og ég ætla að setja inn smá vídjóblogg handa ykkur í kvöld.

Við kepptum við Víði/Reyni í dag og unnum 7-0, voða lítið að gera hjá mér í markinu. Veit ekki hvort ég þori alveg að fara með það, en það gæti verið að ég ætla að hætta í fótbolta núna eftir ágústmánuðinn..

Eftir einhverjar klukkustundir verð ég orðin 15 ára gömul, ég er bara ekki alveg viss um akkúrat hvenær, svo það má bara byrja að óska mér til hamingju eftir kl. 24.00 í kvöldTounge.
Held smá "kökuveislu" á morgun fyrir 4 vinkonur mínar og hitti Rafn annað kvöld, betri afmælisdag held ég að ég geti ekki ímyndað mérJoyful!!

Eigið gott kvöld, ég ætla að eyða því í að taka til!
Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hafðu það gott skottið mitt, það er gaman að verða 15 ára, enn þá meira gaman að verða 20 ára.   Birthday Song  Birthday Songinnilega til hamingju stelpa

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 19:02

2 identicon

þú lætur þér ekki detta í hug að hætta í fótbolta...........Þú mátt það ekki. Svo vona ég að afmælisdagurinn verði ánægjulegur og ég knúsa þig næst þegar ég sé þig

Sjáumst baby!!!

Ragga (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Ómar Ingi

Til hamingju eftir nokkra klt

15 ára er bara frábær aldur , ég er þar í þroska í dag og það er alveg gegt

Ómar Ingi, 19.8.2008 kl. 19:42

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Fyrirfram til hamingju.

Þröstur Unnar, 19.8.2008 kl. 20:23

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk kærlega Ásdís mín

Ragga, ég er komin yfir á annað plan, ég skal segja þér betur frá því svona í einrúmi meira - ég ætla ekki að hætta ef ég fæ því framfylgt!
Þú bara verður að knúsa mig næst þegar þú sérð mig - og öfugt, ég á enn eftir að óska þér til hamingju með daginn var það ekki, þarna um daginn þegar Gauti vildi ekki láta mig fá símanr. þitt þegar við vorum úti því klukkan var svo snemmt um morgun!

Takk fyrir það Sigga mín
Knús á þig

Takk Ómar, en "geggt" er notað á milli 8-12 ára krakka..... Leiðinlegt samt að þú sért svona eftir á í aldri....

Takk Þröstur! Mikið fannst mér það skrítið að ég sá þig ekki í vinalistanum mínum þegar ég fór yfir hann um daginn, ég kippti því bara samt strax í liðinn!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.8.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Ómar Ingi

Dóóóó

Ómar Ingi, 19.8.2008 kl. 23:55

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

dóssstu?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband