Bloggarinn - Vídjóblogg

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að kíkja á öftustu síður 24. stunda. Þá aðeins til að kíkja á dálkinn " Bloggarinn ". Þar sem ég hafði einu sinni áður komið fyrir í þeim dálki, bjóst ég engan veginn við að ég myndi toppa hina vitleysuna í sjálfri mér, en það gat ég. Annarratungumálaferðamannafælnisbloggið komst núna á laugardaginn við í blaðinu.
Svo ég viti hef ég komist núna tvisvar fyrir í blaði með bloggið mitt, enda á ég það til að vera óskaplega fyndin, eða allavega mjög nálægt því.

Í tilefni af þessu, og þar sem ég er bara 14 ára enn, þá fannst mér tilvalið að vera enn vitlausari, og af því sem þau tóku saman úr blogginu mínu les ég upp eins og ég myndaði setningarnar í höfðinu á mér.



Á laugardaginn hitti ég Sylvíu ljósmyndavinkonu mína, alltaf gaman að sjá hana!Grin
Kepptum í gær ( sunnudag ) á móti Grindavík, 3. flokki í fótbolta. Töpuðum 4-1, og nei ég var ekki reið, það tekur því ekki, maður verður að njóta þess að fá að taka þátt sjáið til.

Ég ætla að sækja um í tónskólanum núna á fimmtudaginn, gá hvort ég fái inn, enda tími til að koma sér að verki í einhverju sem manni langar rosalega að gera. Trommusett er það sem ég ætla að læra á, enda bíður eitt svoleiðis flykki mín út í bílskúr. Ég þarf bara að kaupa fleiri trommukjuða þar sem mínir eru alveg að eyðast upp greyin atarna.

Afmælið mitt er svo núna á miðvikudaginn svo að ég skrepp út í búð á morgun til að kaupa í kökur og svo bökum við mamma. Svo er leikur hjá okkur í 3. flokk kvk á þriðjudaginn á móti Víði/Reyni, svo það er alveg nóg að gera hjá mér næstu daga.

Hafið það gottHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf nóg að gera hjá þér svkísa.  Vonandi færðu inni í tónlistarskólanum. Það er ekki amalegt að vera komin með tvær birtingar í 24 stundir. Þú ert nú skemmtilegt skott.  Hafðu það gott skottið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 01:12

2 identicon

Hvar er metnaðurinn? Ég varð nú alveg öskuill þegar liðið mitt tapaði í fótboltanum .. það snýst sko ekki um að taka þátt heldur um að vinna ...

Ég á nú bara ekki til orð! svo á maður ekki að þurfa að reikna þegar maður er orðinn þreyttur .. heyri annars að þú ert að horfa á leikinn ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 01:13

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Síður en svo Ásdís, aldrei nóg að gera hjá mér!
En takk fyrir, ég sótti um í fyrrahaust svo að ég á að fá inn núna.
Hafðu það gott sömuleiðis!

Metnaður og ekki metnaður Sædís mín..... piffffffff, ég stóð mig betur en ég gat svo getur maður ekki hlaupið úr markinu og yfir í hitt með boltann, það væri bara sjálfselskupúkalegt, svo gæti ég það örugglega ekki...
Hvaða reikning ertu alltaf að tala um?????
Já ég er að horfa á leikinn með öðru auganu, ég nenni ekki að taka símann af fjarstýringunni og ýta á einhvern takka til að lækka, það er bara tú möts!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.8.2008 kl. 01:19

4 identicon

Alltaf gaman að sjá þig líka :)

Vorum dauðþreytt þegar við komum heim í gær...

Sylvía (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 10:44

5 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHAHA

Svona gera bara littlir snillar útá landi

Ómar Ingi, 18.8.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er alveg frábær elsku Róslín mín  og skemmtileg.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.8.2008 kl. 19:55

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já það er erfitt að sitja í bíl Sylvía, hvað þá rútu!

Úff, ég var farin að efa það að einhverjum myndi finnast þetta fyndið Ómar! Ágætt að vita af því að það reyndist rangt hjá mér!

Takk fyrir það Sigga mín

Takk Katla mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.8.2008 kl. 21:23

8 identicon

Þú ert nú meiri kellingin...Afmælið á morgun og engin óskalisti???? Já ég segi Rafni að fara og kaupa harðfisk og ullarsokka handa þér!!!!

Nei ég er nú að grínast, hafðu það gott...Áfram Sindri!!!

Kv. Ragga Rabbamamma

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:16

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 .. Nú léstu mig skellihlægja Róslín mín .. þú ert bara alveg stórfín leikkona! ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.8.2008 kl. 11:47

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég bara veit ekkert hvað ég vil í afmælisgjöf Ragga!

Hafðu það sömuleiðis gott.

Var þetta svona fyndið Jóga???

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.8.2008 kl. 12:07

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég hef nú alltaf sagt að þú værir efnileg, nú spái ég þér heimsfrægð Rósin mín,
kannski ekki alveg strax en það kemur að því.
Frábært hjá þér að ætla í tónskólann. Sumarið þitt er búið að vera viðburðaríkt
og afar skemmtilegt, nú tekur alvaran við skólinn og alles, en þú munt örugglega finna leið til að gera allt skemmtilegt.
Knús til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2008 kl. 12:19

12 identicon

Hahaha... þetta var snilld  Meira af þessu, meira af videóbloggi.

Hafðu það gott.
Kv. Gugga

Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 17:03

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Milla, ég á örugglega eftir að vera heimsfræg eftir að ég dey, þar sem að dauðsdagurinn minn verður tekinn með stæl ( ég verð minnst 118 ára!! )..
Ég ætla að leggja mig alla í að læra, og læra eitthvað sem mig hefur alltaf dreymt um!

Knús

Ahhhhh, þú biður um það Guðbjörg, kannski ég kasti einu slíku inn á eftir þegar ég verð búin að taka til!
Hafðu það sömuleiðis gott mín kæra!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.8.2008 kl. 18:32

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

118 ára jæja ég mun fylgjast með þér að handan, það verður sko fjör
heldur þú nokkuð að þú verðir komin með göngugrind?
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.8.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband