Ég er haldin annarratungumálaferðamannafælni. Ég hef hjólað á hjóli sem var með alveg merkilega lítið loft í dekkjunum, og í hvert skipti sem ég hjóla fram og til baka um bæinn hjóla ég framhjá Olís og N1.
Á N1 fer ég til að pumpa í dekkin á hjólinu, en hef verið haldin svo mikilli svokallaðri annarratungumálaferðamannafælni. Að ég er hrædd um að ég verði spurð að einhverju, á ensku sem ég get ekki svarað, og staðið bara eins og hálfviti.
Það var kjörið að fara í dag, þar sem ég gat ekki hjólað vegna loftleysis í dekkjum, hjólaði á N1 því þar var ekkert af fólki á planinu. Þegar ég skrúfa tappann af afturdekkinu kemur þá ekki hjólandi ferðamaður að mér og bíður eftir því að geta pumpað í dekkin hjá sér. Ég var eins fljót og ég gat, rétti manninum svo loftdæluna líkt og ég væri að rétta honum skæri. Hann sagði thank you og þegar ég ætlaði að stíga upp á hjólið spurði hann mig hvort væri " súpermarkaður " á svæðinu.
Ég stóð þarna eins og hálfviti, með mína eðalíslensku-ensku að vopni, og sagði við hann ,, Æ gjess it is klós ná ". Hann spurði mig hvort það yrði opið á morgun og hvert hann ætti þá að fara. Ég benti í átt að göngustígnum sem ég hjóla á hverjum degi og sagði ,, jú djöst gó ðer "... horfði í kringum mig ,, eða nei.... " leit á Hafnarveginn benti á hann ,, jú ken.. mmmmm....... bara..... gó aftör ðis vei ".... hugsaði mig tvisvar um og hélt áfram ,, end ðen jú vill örugglega sí it ".
Grey maðurinn skildi varla mína fáguðu eðalíslensk-ensku. Horfði á mig eins og ég væri hálfviti og sagði thank you, I will find it.
Ég þarf að fara að herða mig á í ensku, ég held ég nái þessu með góðri æfingu!
Fór með mömmu að taka myndir, ég ætla að fara yfir þær núna og set svo þegar þær verða komnar á netið hingað inn í sömu bloggfærslu. Mamma minnti mig á skemmtilega sögu, sem gerðist þegar Lubbi var bara hvolpur.
Ég og pabbi fórum út í Húsgagnaval á gamla bláa fólksbílnum okkar og Lubbi aftan í opnu skotti. Eftir stutta veru inni í versluninni fórum við aftur og ætluðum inn í bílinn, var þá ekki hundurinn búinn að stíga á læsinguna og læsa sig inni og okkur úti - og bíllyklana inni hjá sér!
Við þurftum að bíða í einhvern tíma eftir að Axel bróðir kæmi með auka lykil, síðan þá hef ég aldrei vanmetið visku hundsins, hann er þrælgáfaður!
Eins og flestallir vita - eða öfugt, þá á ég afmæli eftir 6 daga, á þeim herrans fallega degi 20. ágúst. Ég er ljón, og passa mjööög vel inn í mitt stjörnumerki. Ég hef ekki pælt í neinum afmælisgjöfum, hef bara verið svo ánægð að vera ekki 14 ára lengur, ég er ENNÞÁ á fermingaraldri!
Knúsknúsknús
Á N1 fer ég til að pumpa í dekkin á hjólinu, en hef verið haldin svo mikilli svokallaðri annarratungumálaferðamannafælni. Að ég er hrædd um að ég verði spurð að einhverju, á ensku sem ég get ekki svarað, og staðið bara eins og hálfviti.
Það var kjörið að fara í dag, þar sem ég gat ekki hjólað vegna loftleysis í dekkjum, hjólaði á N1 því þar var ekkert af fólki á planinu. Þegar ég skrúfa tappann af afturdekkinu kemur þá ekki hjólandi ferðamaður að mér og bíður eftir því að geta pumpað í dekkin hjá sér. Ég var eins fljót og ég gat, rétti manninum svo loftdæluna líkt og ég væri að rétta honum skæri. Hann sagði thank you og þegar ég ætlaði að stíga upp á hjólið spurði hann mig hvort væri " súpermarkaður " á svæðinu.
Ég stóð þarna eins og hálfviti, með mína eðalíslensku-ensku að vopni, og sagði við hann ,, Æ gjess it is klós ná ". Hann spurði mig hvort það yrði opið á morgun og hvert hann ætti þá að fara. Ég benti í átt að göngustígnum sem ég hjóla á hverjum degi og sagði ,, jú djöst gó ðer "... horfði í kringum mig ,, eða nei.... " leit á Hafnarveginn benti á hann ,, jú ken.. mmmmm....... bara..... gó aftör ðis vei ".... hugsaði mig tvisvar um og hélt áfram ,, end ðen jú vill örugglega sí it ".
Grey maðurinn skildi varla mína fáguðu eðalíslensk-ensku. Horfði á mig eins og ég væri hálfviti og sagði thank you, I will find it.
Ég þarf að fara að herða mig á í ensku, ég held ég nái þessu með góðri æfingu!
Fór með mömmu að taka myndir, ég ætla að fara yfir þær núna og set svo þegar þær verða komnar á netið hingað inn í sömu bloggfærslu. Mamma minnti mig á skemmtilega sögu, sem gerðist þegar Lubbi var bara hvolpur.
Ég og pabbi fórum út í Húsgagnaval á gamla bláa fólksbílnum okkar og Lubbi aftan í opnu skotti. Eftir stutta veru inni í versluninni fórum við aftur og ætluðum inn í bílinn, var þá ekki hundurinn búinn að stíga á læsinguna og læsa sig inni og okkur úti - og bíllyklana inni hjá sér!
Við þurftum að bíða í einhvern tíma eftir að Axel bróðir kæmi með auka lykil, síðan þá hef ég aldrei vanmetið visku hundsins, hann er þrælgáfaður!
Eins og flestallir vita - eða öfugt, þá á ég afmæli eftir 6 daga, á þeim herrans fallega degi 20. ágúst. Ég er ljón, og passa mjööög vel inn í mitt stjörnumerki. Ég hef ekki pælt í neinum afmælisgjöfum, hef bara verið svo ánægð að vera ekki 14 ára lengur, ég er ENNÞÁ á fermingaraldri!
Knúsknúsknús

Athugasemdir
Já, ég er bara 14 ára!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:12
Brynja skordal, 15.8.2008 kl. 00:46
Nú þarftu bara að skora á gesti og bloggara, sérstaklega þá sem eru vel ensku mælandi, að kíkja á Höfn, leita að þér, og byrja að tala við þig á ensku. Þetta kemur fljótt, vittu til.
Einar Indriðason, 15.8.2008 kl. 05:01
Jæja dúllurass ertu bara 14???? Djók, þetta er allt að koma hjá þér...Og ekki langt í það að Rafn verði 16 ó mæ god...En ég bendi á að læra ensku í gegnum netið...Allt hægt!!!! You know what I´m saying.....
Hvernig var með myndina sem ég var búin að panta????Kemur hún á þessu ári eða því næsta
Verður að fara að kíkja í heimsókn...Kær kveðja Ragga
Ragga... (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:21
Þú getur þetta alveg bara ef þú dælir inn smá sjálfstrausti, ekki vanmeta sjálfan þig, mjög gott er að tala smá við sjálfan þig á ensku sko, en bara er þú ert viss um að engin heyri


Að láta hundinn læsa sig úti, frábært hann er sko vel gáfaður hann Lubbi
hló hann ekki bara inn í bílnum.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.8.2008 kl. 09:24
Ragga, sýningin hengur enn uppi, svo að það er enn hægt að panta myndir. Þessvegna er myndin ekki komin!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.8.2008 kl. 11:18
hehe
Ómar Ingi, 15.8.2008 kl. 14:15
Innlitskvitt og bestu óskir um ánægjulega góða helgi.
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:26
Góður dagur þegar þú fæddist :D Honum gleymi ég ekki
Yrsufrændi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:04
Skrítið að þú skulir eiga frábærann kærasta!!! Hef ekki hitt eina einustu manneskju sem á ekki frábærann kærasta eða kærustu . Ekki vildi ég eiga óþolandi kærustu t.d.
Mæli með áframhaldandi skólagöngu þá kemur þetta allt.....við förum nefnilega í skóla til að læra en ekki til að sýna kennaranum hvað við erum klár.
Prófaðu að tala bara Íslensku við þann næsta sem heilsar uppá þig. meina ég fer til usa og þá verð ég að tala þeirra tungumál....þvi skyldu þeir ekki eins eiga bara að tala okkar tungumál fyrst þeir eru komnir hingað að heimsækja okkur?
Sverrir Einarsson, 15.8.2008 kl. 18:31
Þú skrifar allavega skemmtilega ensku
þú ert semsagt að verða hálfþrítug stelpa, ekki slæmur aldur það. LJónin eru góð, ég á tvær systur, fæddar með fjögurra ára millibili, en báðar 22.ágúst, frábærar manneskjur báðar. Hafðu það gott skottið mitt 
Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 18:52
Við verðum að fara að æfa okkur Brynja! Koma soo!

!




HÉR MEÐ skora ég, Róslín Alma, á alla bloggvini og aðra lesendur að skjótast til Hafnar í Hornafirði leita mig sjálfa upp ( ég er nú til dags alltaf heima hjá mér, eða á æfingu, svo það er ekki erfitt) og byrja að tala á ensku við mig.
Var þetta flott svona Einar??
Ragga, ég er BARA 14 ára gömul!!!
Ég fer að kíkja í heimsókn, þú verður að láta mig vita hvenær þú ert heima og þá bara skal ég skjótast yfir til ykkar!
Milla, ég er haldin þeim harmleika að gera óspart grín af sjálfri mér. Þar sem ég tek sjálfri mér ekki alvarlega nema þegar ég á að vera alvarleg!
Lubbi litli var frekar hræddur greyið, læstur inní bíl!
Knús
Fá orð eru betri en engin Ómar
Sömuleiðis takk Linda mín
Yrsufrændi, það er bara ótrúlegt hvað margir í einni ætt eiga afmæli á sama dag, er þetta kannski Ari Knörr?
Finnst þér ekki Sverrir! Alveg ótrúlega skrítið, annars er hann í alvöru talað bara frábær strákur, þeir vaxa ekki á hverju strái skal ég segja þér.
Ég held áfram í skóla, það er ekki að efa. Ég þori samt ekki að tala íslensku við enskumælandi fólk!
Ásdís annað hvort myndirðu vorkenna mér eða tapa þér úr hlátri ef þú myndir heyra mig tala ensku!
Ég verð orðin hálfþrítug 20. ágúst, alveg magnað! Nú er ég bara hálf 28 ára.
Hafðu það sömuleiðis gott
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.8.2008 kl. 19:30
Há dú jú læk Æsland ?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.8.2008 kl. 19:31
Þetta er eðalíslensk-enska í lagi sko!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.8.2008 kl. 19:36
:-)
Þá kemur spurning.... á maður að æfa einhvern sérstakan hreim þegar maður talar við þig? :-)
Annars var þetta fín áskorun hjá þér.
Einar Indriðason, 15.8.2008 kl. 22:18
Einmitt Andrés!
Auðvitað Breskan hreim Einar!!
Ég hef aldrei skilið þetta, geturðu skýrt það út fyrir mér Andrés, hvað er skaftfellskur hreimur??
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.8.2008 kl. 23:13
Oooog Bragi - Brajji! Ég hélt að allir myndu tala svona....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.8.2008 kl. 23:35
Jájájájájá, ég er að ná þessu!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.8.2008 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.