12.8.2008 | 18:56
Fjölmiðlafælandi...
VARÚÐ; Enn ein bloggfærslan um mig.
Ég hef aldrei komið í sjónvarp, ekki verið krakkinn sem hoppar fyrir aftan í íþróttaviðtölum og þykist vera ótrúlega svöl. Ég hef aldrei fengið færi á því. Ég hef aldrei talað í útvarp, því ég hef aldrei verið talin nógu kostuleg til þess, enda með endalaust leiðinlega rödd og ótrúlega smábarnaleg í svörum.
Ég vil minna á færsluna mína, sem ég skrifaði fyrir 5 mánuðum síðan. Ég hafði fljótt samband við Evu Maríu, og hún bað mig um að hitta sig næst er ég kæmi í bæinn í spjall. Í einni af ferðum mínum í bæinn stóð svo umtalda konan beint fyrir framan nefið á mér, og ég gat ekki einu sinni kallað á hana.
Sá draumur þaut út um gluggann stuttu seinna, þar sem þáttum hennar lauk í lok maí mánaðar.
Ég, eins og stendur í þessari færslu, skrifaði Ellý Ármanns smá e-mail, en fékk ekki svar. Þar fannst mér ósanngjarnt að bara " fræga " fólkið. Skulum frekar kalla það þekkta fólkið, hér á Íslandi var í Sviðsljósinu, en í auglýsingum stóð eitthvað sem átti að vísa til allra manna. - Nei ég er ekki að skammast!
( Ellý er mjög ljúf og góð manneskja, ég er ekki að efast um það!).
Það kom að því að ég sendi inn grein í Morgunblaðið, sú grein var birt, og gleðin skein úr andliti mér. Ég hélt að allt væri að snúast mér í hag þá, neibb ég held svei mér ekki. Ég fer ekki lengra út í þau málin, en reyndar sama dag fékk ég að heyra að ég væri á leið til Manchester, svo hrundi það allt niður.
Greinin mín birtist í Eystrahorninu, jú, jú, heimablaði Hornfirðinga og nærsveitunga. Einhverjum mánuðum seinna sendi ég aftur grein í Morgunblaðið, sem var birt líka. Það sagði samt lítið um mig, þar sem ég var að skrifa greinarnar, þær voru ekki um sjálfa mig.
Jú, það má finna mynd af mér í einni bók. Íslensk Knattspyrna 2006, man ekki á hvaða bls. en þar er ég og 4. flokkur kvk Sindra, með Íslandsmeistarabikarinn okkar.
Ég hef komist að því að blöð fælast mig ekki, heldur netfjölmiðlar, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar.
Bloggið mitt til Evu Maríu birtist í 24 stundum. Ég kom við í frétt um Ljósmyndagrúbbu á Flickr, þar sem ég var á tveimur myndum, svo loksins birtist mynd af mér í Mogganum og frétt, á bls. 4 einhvern tíma. Útaf ljósmyndasýningunni minni!
Ég verð aldrei fræg með þessu áframhaldi.....
E.s. ÉG ER HÆTT AÐ VINNA
!
E.e.s. Stjörnuspáin mín samkvæmt 24 stundum í dag, hljómar einhvern veginn svona;
Fagnaðu þessum áfanga í lífinu á eftirminnilegan hátt. Hvað langar þig mest?
Ég hef aldrei komið í sjónvarp, ekki verið krakkinn sem hoppar fyrir aftan í íþróttaviðtölum og þykist vera ótrúlega svöl. Ég hef aldrei fengið færi á því. Ég hef aldrei talað í útvarp, því ég hef aldrei verið talin nógu kostuleg til þess, enda með endalaust leiðinlega rödd og ótrúlega smábarnaleg í svörum.
Ég vil minna á færsluna mína, sem ég skrifaði fyrir 5 mánuðum síðan. Ég hafði fljótt samband við Evu Maríu, og hún bað mig um að hitta sig næst er ég kæmi í bæinn í spjall. Í einni af ferðum mínum í bæinn stóð svo umtalda konan beint fyrir framan nefið á mér, og ég gat ekki einu sinni kallað á hana.
Sá draumur þaut út um gluggann stuttu seinna, þar sem þáttum hennar lauk í lok maí mánaðar.
Ég, eins og stendur í þessari færslu, skrifaði Ellý Ármanns smá e-mail, en fékk ekki svar. Þar fannst mér ósanngjarnt að bara " fræga " fólkið. Skulum frekar kalla það þekkta fólkið, hér á Íslandi var í Sviðsljósinu, en í auglýsingum stóð eitthvað sem átti að vísa til allra manna. - Nei ég er ekki að skammast!
( Ellý er mjög ljúf og góð manneskja, ég er ekki að efast um það!).
Það kom að því að ég sendi inn grein í Morgunblaðið, sú grein var birt, og gleðin skein úr andliti mér. Ég hélt að allt væri að snúast mér í hag þá, neibb ég held svei mér ekki. Ég fer ekki lengra út í þau málin, en reyndar sama dag fékk ég að heyra að ég væri á leið til Manchester, svo hrundi það allt niður.
Greinin mín birtist í Eystrahorninu, jú, jú, heimablaði Hornfirðinga og nærsveitunga. Einhverjum mánuðum seinna sendi ég aftur grein í Morgunblaðið, sem var birt líka. Það sagði samt lítið um mig, þar sem ég var að skrifa greinarnar, þær voru ekki um sjálfa mig.
Jú, það má finna mynd af mér í einni bók. Íslensk Knattspyrna 2006, man ekki á hvaða bls. en þar er ég og 4. flokkur kvk Sindra, með Íslandsmeistarabikarinn okkar.
Ég hef komist að því að blöð fælast mig ekki, heldur netfjölmiðlar, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar.
Bloggið mitt til Evu Maríu birtist í 24 stundum. Ég kom við í frétt um Ljósmyndagrúbbu á Flickr, þar sem ég var á tveimur myndum, svo loksins birtist mynd af mér í Mogganum og frétt, á bls. 4 einhvern tíma. Útaf ljósmyndasýningunni minni!
Ég verð aldrei fræg með þessu áframhaldi.....
E.s. ÉG ER HÆTT AÐ VINNA

E.e.s. Stjörnuspáin mín samkvæmt 24 stundum í dag, hljómar einhvern veginn svona;
Fagnaðu þessum áfanga í lífinu á eftirminnilegan hátt. Hvað langar þig mest?
Athugasemdir
Þú ert ALLT of óþolinmóð! .... Þú ert aðeins 14 ára (15 eftir 8 daga) en ég er 46 að verða 47 og hef ekki komið í sjónvarp né útvarp. Er að fara í fyrsta útvarpsviðtalið mitt að vísu í vikunni
.. Slakaðu aðeins á og láttu hlutina koma til þín .. anda inn, anda út, anda inn, anda út... 
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.8.2008 kl. 21:01
Elsku stelpan mín, vertu róleg, þú ert rétt að byrja, með þessu viðhorfi þínu, að þú ætlir að láta á þér bera þá spái ég því að þú náir því um 18 ára aldurinn, góðir hlutir gerast ekki á einni nóttu. Vittu til, þú verður fræga stelpan sem ég segi frá á elliheimilinu, "já ég þekkti þessa ungu konu, hún var bloggvinkona mín" sé þetta alveg fyrir mér skottið mitt. Þolinmæði þrautir vinnur allar, mér finnst voða stutt síðan mér fannst allt lífið gerast á hraða snigilsins en þannig eru unglingsárin, við vitum allt best og getum allt best, það er bara svoleiðis og ekkert að því. Hlakka til að fylgjast með þér stelpa og GN
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 21:45
Sammála Jóhönnu, anda inn, anda út. Þú getur nú ekki verið að klára allann pakkann áður en þú verður 15
Verður að eiga eitthvað eftir fyrir afganginn af lífinu. Ég er 45 og hef bara einu sinni komið í sjónvarpsviðtal og það var í fyrravetur og líka einu sinni í beinni útsendingu í útvarpi og það var núna um verslunarmannahelgina. Meira að segja alveg óvart
Hagðu það ljúfan
Anna Guðný , 13.8.2008 kl. 00:16
hvump, pffff, isss,, tssss!

! Kannski ég kæmi bara í heimsókn til þín og gerði hina afbrýðissama
!!


Ég er svo sannarlega ekki óþolinmóð Jóga! Það finnst ekki í mér, nema af og til!
Ég er bara að fræða fólk um það hvað sumir geta verið með afbrygðum seinheppnisathyglissjúkir. Svoleiðis fólk er til líka og það verður að gefa því sína tíma!
Ég anda, sem betur fer ennþá. Mikið þætti mér nú vænt um að heyra þig segjast biðja að heilsa mér í útvarpinu Jóga mín!
Ásdís, það er satt hjá þér. Ég verð að vera róleg - en minn tími muuun koma!
Ég verð svo bara að leiðrétta þig elsku Ásdís mín, því þegar þú verður komin á elliheimili og ég er fræg. Þá segistu enn þekkja mig - því ég gleymi voða sjaldan fólki
Ég geri það elsku Sigga mín - þetta eru bara svona vangaveltur og hugsanir Róslínar sem flykkjuðust inn á bloggið óvart!
Ef ég klára allann pakkann fyrir 15 ára aldur, þá væri það gert með stæl - því ég á bara núna sagt og skrifað 7 daga eftir af 14 ára aldrinum.
Þú ert fræg Anna Guðný mín! Ég sá þig samt ekki né heyrði í þér!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.8.2008 kl. 01:18
hehe þú ert fyndinn
en já eins og fram hefur komið þá vinnst þetta á þolinmæðinni. Ég kannast við þetta hehe en hjá mér heitir þetta straxveiki því það þarf að gerast núna!! þú verður fræg ég lofa þér því
ég verð þá líka fræg fyrir að eiga þig sem frænku ekki amalegt
svo koma hlutirnir oft bara upp í hendurnar á manni þegar maður á ekki von á því.
Knús á þig
Helgan, 13.8.2008 kl. 06:54
Getur ekki beðið eftir að verða fræg en ert samt fræg hvað er frægð annað en fólk ?
Betra að vera góð persóna en fræg persóna
held að þú sert nú þegar góð persóna sem er að þroskast og verða betri persóna og án efa ef þú villt verður þú fræg
Ómar Ingi, 13.8.2008 kl. 08:57
Æji þú ert svo mikið krútt
þinn tími mun koma, ekki spurning.
Knús á þig ljúfust.
Guðrún Hauksdóttir, 13.8.2008 kl. 10:28
Gleymdi ,takk fyrir addið á facebook
eigum vonandi eftir að spjalla meira saman þar.
Guðrún Hauksdóttir, 13.8.2008 kl. 10:30
Ég hef komið fram í sjónvarpi, útvarpi og bíómynd auk þess að hafa verið í velflestum dagblöðum landsins en samt er ég ekki frægur... við erum klárlega bæði að gera eitthvað rangt!
...désú (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:24
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:42
Hjúkk! Loksins fæ ég það viðurkennt Helga, eða ertu að rugla á mér og öðrum? Er ég fyndin???
!!!! Var næstum búin að missa af tækifærinu, en vaknaði svo skyndilega!



Straxveiki, ég var búin að lesa það hjá þér, hélt þú yrðir bara strax veik ef þú fékkst höfuðverk eða eitthvað! Skemmtilegt orð yfir þetta samt, ég vil ekkert endilega að allt gerist strax, en að það gerist er bara aðal málið!
Já, það er alltaf gaman að eiga frægar frænkur maður!!!
Ég einmitt vaknaði við að mamma og pabbi voru að reyna að fá mig til að vakna svo að ég myndi geta talað við blaðamann Moggans, ég var ekkert að trúa þessu í fyrstu
Ómar! Ég skil ekki hvað þú ert að fara, ég er fræg, ég get ekki beðið eftir að vera fræg svo er frægð ekkert annað en fólk! Er ég fræg s.s.?
Mig vantar bara athygli, það er það sem ég tala um, ég er athyglissjúk!
En takk kærlega fyrir þessi orð!
Haha, takk fyrir það Guðrún mín, og takk fyrir samþykkið!
Knús
désu, ég er alveg viss um það.. verðum að grafa dýpra í málinu og gá hvort þar finnist ekki ástæðan!
Takk, knús á þig Linda mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.8.2008 kl. 14:20
iss piss .. það er nú lítið merkilegt að vera frægur á íslandi .. við erum nú svo fá .. helvítis reiknidæmi eru þetta!!
Sædís sys (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:06
Það er ekkert mál að komast í fréttinar ef þú hefur áhuga það er bara spuning hvað þú ertu til í að gera. Ég þekki nokkra sem hafa komist í fréttinar að vísu fyrir misgáfulega hluti vægt til orða tekið. Þekki 3 sem hafa komist í fréttinar af því að þeir voru að láta lögguna elta sig mæli að vísu ekki með því persónulega.
Það er bara fínt að hafa ekki komið í fréttinar útaf svoleiðis vitleysu þannig að vertu bara feginn.
Ef þú kemst í fréttinar þá verða kringumstæðunar vonandi betri en hjá þessum 3 sem ég nefndi.
Það var sem betur fer ekki greint frá nöfnum þeirra.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 14.8.2008 kl. 01:21
RÓLEG VINKONA..... Já það er erfitt að bíða...Ég þekki það en hugsaðu þér ég er hvað "$$#!" ára og fæ svona 1 komment á mitt blog en þú færð svona 20.... Þú ert greinilega fræg!!!! Bestu kveðjur Ragga
Ragga hans Rafns..... (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 08:25
Rósin mín ef þú gerir allt strax þá ertu uppurin og búin að fá leið á þessu
fyrir tvítugt.
Þú veist að það kemur að þér, annað er ekki mögulegt.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2008 kl. 08:51
EIN spurning Róslín Alma!
SAKNARU MÍN EKKI ?! Þig langar greinilega EKKI í afmælisgjöf! *kall sem er verulega móðgaður*
Eva Kristín Guðmundsd. (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:41
EITT svar Eva Kristín!
. Mig langar jú í afmælisgjöf, en ég er bara gjörsamlega tóm hvað mig langar í!
ÉG SAKNA ÞÍN MIKIÐ
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.8.2008 kl. 19:18
Róslín - ég var að hugsa til þín í dag og fattaði að þú myndir örugglega vera farin að hafa áhyggjur að þú myndir pipra ef þú ættir ekki kærasta...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.8.2008 kl. 20:58
Einmitt Andrés, einmitt!!




Ég elska þig líka Sædís!
Ég væri ekki til í að komast í fréttirnar útaf þessum ástæðum Skattborgari.
Já Ragga, þú verður að troða þér á forsíðuna og eigna þér fleiri bloggvini!
Takk Milla mín, knús
Ég er núna bara eins og eitt spurningarmerki í framan Jóga - HA?
Pipra, hvað meinarðu, ég skil ekkert!! En mér þykir nú vænt um það að þú hafir hugsað til mín í dag, mikið var það fallegt af þér, svo telurðu dagana í afmælið mitt niður, ég fer bara hjá mér!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:53
Það er ekki þess virði að gera það Róslín.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 14.8.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.