11.8.2008 | 22:08
Lítill snillingur
Næst síðasti dagurinn sem ég er vinnandi manneskja er senn á enda, og fannst mér rosalega skemmtilegt í dag í vinnunni.
Rétt eftir hádegi nefnilega sat ég í afgreiðslunni í bókasafninu því fólk verður að fá að borða víst, og þar kom maður gangandi inn með stuttan gutta með sér í eftirdragi. Það var enginn annar en Séra Baldur, bloggari m. meiru sem spurði mig til nafns og auðvitað vissi hann hver ég væri - enda við bloggvinir!
Annars skírði hann mig og mín systkini á sínum tíma og gifti foreldra mína.
Strákurinn hans er alveg hreint og beint einn magnaðasti strákur á þessum aldri og ég hef hitt. Rúnar heitir hann og er 6 ára, s.s. byrjar í skóla núna eftir sumarið. Hann kann víst ekki að lesa, en við spekúleruðum mikið í hinum ýmsu bókum, svo sagði hann mér ótrúlega mikið. Hann talaði eins og lítill heimsspekingur, reyndar sagði ég maður veit aldrei, og þá fór hann að segja það líka, ótrúlega gáfulegur strákur. Mjög tær, og vissi sko vel hvar hann væri á landinu og að allt sem kæmi fram í bókum væri að mestu leiti ekki satt!
Við spjölluðum alveg heillengi saman, fyrsti vinnudagurinn minn sem ég hef " slórað " eitthvað, en ég var með nagandi samviskubit að standa/sitja bara svona, svo ég fór bara að raða bókum í barna bóka deildinni.
Mér finnst alltaf jafn hálf kjánalegt þegar fólk kemur upp að mér eða allt í einu fer að tala um bloggin mín - ég og bloggin erum ekki sama manneskjan. Ekki málfræðilega séð a.m.k. , ég tala flækjutungulega og ef ég stama ekki þá segi ég allt í vitlausri röð og/eða rugla orðunum saman... erfitt líf, ég veit!
En aftur á móti þykir mér rosalega skemmtilegt og hvetjandi þegar fólk hrósar mér fyrir skrif mín eða þvíumlíkt.
Hitti svo æskuvinkonu mína, Þórdísi Imsland sem flutti til landsins aftur frá Danmörku áður en ég fór út til Noregs. Var ekkert búin að hitta hana svo það var nú alveg æðislegt að hitta hana!
Á morgun förum við svo í barnastarfinu ásamt krökkum í óvissuferð, en þar sem ég veit ekkert hvert við erum nákvæmlega að fara, er þetta svolítil óvissuferð fyrir mig líka. Síðasti vinnudagurinn minn verður örugglega æðislegur, enda fullt af ungum flottum snillingum!
Rétt eftir hádegi nefnilega sat ég í afgreiðslunni í bókasafninu því fólk verður að fá að borða víst, og þar kom maður gangandi inn með stuttan gutta með sér í eftirdragi. Það var enginn annar en Séra Baldur, bloggari m. meiru sem spurði mig til nafns og auðvitað vissi hann hver ég væri - enda við bloggvinir!
Annars skírði hann mig og mín systkini á sínum tíma og gifti foreldra mína.
Strákurinn hans er alveg hreint og beint einn magnaðasti strákur á þessum aldri og ég hef hitt. Rúnar heitir hann og er 6 ára, s.s. byrjar í skóla núna eftir sumarið. Hann kann víst ekki að lesa, en við spekúleruðum mikið í hinum ýmsu bókum, svo sagði hann mér ótrúlega mikið. Hann talaði eins og lítill heimsspekingur, reyndar sagði ég maður veit aldrei, og þá fór hann að segja það líka, ótrúlega gáfulegur strákur. Mjög tær, og vissi sko vel hvar hann væri á landinu og að allt sem kæmi fram í bókum væri að mestu leiti ekki satt!
Við spjölluðum alveg heillengi saman, fyrsti vinnudagurinn minn sem ég hef " slórað " eitthvað, en ég var með nagandi samviskubit að standa/sitja bara svona, svo ég fór bara að raða bókum í barna bóka deildinni.
Mér finnst alltaf jafn hálf kjánalegt þegar fólk kemur upp að mér eða allt í einu fer að tala um bloggin mín - ég og bloggin erum ekki sama manneskjan. Ekki málfræðilega séð a.m.k. , ég tala flækjutungulega og ef ég stama ekki þá segi ég allt í vitlausri röð og/eða rugla orðunum saman... erfitt líf, ég veit!
En aftur á móti þykir mér rosalega skemmtilegt og hvetjandi þegar fólk hrósar mér fyrir skrif mín eða þvíumlíkt.
Hitti svo æskuvinkonu mína, Þórdísi Imsland sem flutti til landsins aftur frá Danmörku áður en ég fór út til Noregs. Var ekkert búin að hitta hana svo það var nú alveg æðislegt að hitta hana!
Á morgun förum við svo í barnastarfinu ásamt krökkum í óvissuferð, en þar sem ég veit ekkert hvert við erum nákvæmlega að fara, er þetta svolítil óvissuferð fyrir mig líka. Síðasti vinnudagurinn minn verður örugglega æðislegur, enda fullt af ungum flottum snillingum!

Athugasemdir
Greinilega gaman hjá þér skottið mitt, njóttu síðusta vinnudagsins og góða skemmtun með krökkunum
Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 22:12
það er nú ekki hægt annað en að hrós þér Rósin mín, þú ert bara frábær.
Gaman hjá þér að hitta sr. Baldur og Þórdísi.
Sko svona er að vera alltaf á þvælingi, nei djók.
Æðislegt hjá þér enda ung og þá á það að vera þannig.
Knús
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 22:27
Já, sonur Baldurs er sko algjör snillingur, hann kom einmitt með Baldri þegar Baldur skírði litlu skvísurnar mínar hér í vor.
Ég hef aðeins náð að fylgjast með þér hér... rakst á síðuna þína um daginn þegar þú varst á "forsíðu" mbl.is ;-) Þú er fínasti penni og gaman að lesa pælingar þínar. Haltu áfram að vera þú sjálf! Þú ert flott og skemmtileg stelpa!
BTW. fín sýningin hjá þér í Gömlubúð... til lukku með hana !
Sjáumst vonandi þegar við komum á Höfn núna í kringum 20.ágúst
Knús Friðdóra Kr.
Friðdóra Kr. (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 22:29
Gott að það er gaman hjá þér og gangi þér vel og knús inn í nóttina.
Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2008 kl. 22:38
Takk fyrir það Ásdís mín


, og þig auðvitað líka!
Takk Milla mín, já það er bara eins gott að vera á svona þvælingi!
Knúsknús
Takk æðislega fyrir innlitið og kvittið Friðdóra mín! Og já, takk líka kærlega fyrir komuna á sýninguna mína, ég brosti hringinn þegar ég sá nafnið þitt og dætranna í gestabókinni - og var ekki lengi að segja mömmu það þegar ég kom heim úr vinnunni
Við mamma ætluðum að reyna að hitta á þig þegar þú kemur, við bara verðum að sjá dætur þínar
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:40
Takk Katla mín, knús tilbage
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:42
Góða skemmtun í óvissuferðinni :) Flest börn eru bara snillar.
Knúsíknús
Guðrún Hauksdóttir, 12.8.2008 kl. 07:21
Það verður gaman að sjá ykkur... heheh... já, maður er sko ekki eins spennandi og dæturnar ;-)
Friðdóra Kr. (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.