10.8.2008 | 19:22
Eðal kjúklingur og gratínkartöflur a la Róslín!
Framkvæmdir eru í bakgarðinum, pall á leiðinni, já takk. Þar með var mér skipað fyrir að gjöra svo vel að elda matinn og matreiða. Mín biðu skrældar kartöflur, kjúklingur í plasti og kjúklingavængir í plasti,
Ég gerði mér lítið fyrir og skar kartöflurnar í þunnar sneiðar, raðaði þeim gaumgæfulega í fat og kryddaði tvisvar með síson all.
Þegar því lauk hrærði ég saman matreiðslurjóma og eitt egg, hellti því yfir, kryddaði aftur með síson all og skellti heilum pakka af Gratínosti, sem fæst út í búð í poka, " skrældur " niður.
Henti því inn í ofn og byrjaði að matreiða kjúklinginn, stökk út í garð og bað mömmu um að sýna mér einhverjar kryddjurtir, ég man bara eftir að það hafi verið Steinselja og einhver sítrónujurt og eitthvað eitt annað. Mjög smá laufblöð. Skar þetta allt niður, mjög smátt og hvítlaukinn líka, skildi smá eftir af hvítlauknum og skar það í stærri bita. Stakk nokkur göt á kjúklinginn og stakk þar inn hvítlauksbitunum. Kryddaði kjúklinginn með allskonar kjúklingakryddi og dreifði léttilega öllu því sem ég hafði skorið niður yfir.
Kjúklingavængirnir voru tilbúnir í pakka svo ég gerði mér lítið fyrir og skellti þeim í fat.
Núna bíð ég bara eftir því að maturinn verður tilbúinn, reyndar er ég stokkin út í garð að ná í eitthvað í salat. Framkvæmdarmennirnir, faðir minn og bróðir fóru að henda einhverju rusli og kaupa kók fyrir mig í leiðinni, enda á ég það skilið að fá kók með matnum, enda svo vel matreitt að það þýðir ekki annað!
Þessar uppskriftir eru "fundnar upp" af mér sjálfri, svo að þið megið endilega apa upp eftir mér!
Tók mynd;

Ég gerði mér lítið fyrir og skar kartöflurnar í þunnar sneiðar, raðaði þeim gaumgæfulega í fat og kryddaði tvisvar með síson all.
Þegar því lauk hrærði ég saman matreiðslurjóma og eitt egg, hellti því yfir, kryddaði aftur með síson all og skellti heilum pakka af Gratínosti, sem fæst út í búð í poka, " skrældur " niður.
Henti því inn í ofn og byrjaði að matreiða kjúklinginn, stökk út í garð og bað mömmu um að sýna mér einhverjar kryddjurtir, ég man bara eftir að það hafi verið Steinselja og einhver sítrónujurt og eitthvað eitt annað. Mjög smá laufblöð. Skar þetta allt niður, mjög smátt og hvítlaukinn líka, skildi smá eftir af hvítlauknum og skar það í stærri bita. Stakk nokkur göt á kjúklinginn og stakk þar inn hvítlauksbitunum. Kryddaði kjúklinginn með allskonar kjúklingakryddi og dreifði léttilega öllu því sem ég hafði skorið niður yfir.
Kjúklingavængirnir voru tilbúnir í pakka svo ég gerði mér lítið fyrir og skellti þeim í fat.
Núna bíð ég bara eftir því að maturinn verður tilbúinn, reyndar er ég stokkin út í garð að ná í eitthvað í salat. Framkvæmdarmennirnir, faðir minn og bróðir fóru að henda einhverju rusli og kaupa kók fyrir mig í leiðinni, enda á ég það skilið að fá kók með matnum, enda svo vel matreitt að það þýðir ekki annað!
Þessar uppskriftir eru "fundnar upp" af mér sjálfri, svo að þið megið endilega apa upp eftir mér!

Tók mynd;

Athugasemdir
Maður fær nú bara vatn í munninn, þó manni sé nú hálf flökurt enn þá.
þú ert snillingur, þetta hefur smakkast vel.
Boon Apetit
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 19:27
Myndarskapurinn á þér stelpa, ekki ónýtt að eiga svona dóttir. Verði ykkur að góðu.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 19:59
Flott hjá þér að taka að þér eldamennskuna!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.8.2008 kl. 21:25
Hljómar æðislega vel
og vona að þetta hafi smakkast jafn vel
Þú ert æðisleg stelpa
K.kv. E.
Edda (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 22:39
Milla þetta smakkaðist allt saman vel!
og takk fyrir.



- nema bara að bróðir minn var vondur og sagði að þetta hafi smakkast skítsæmilega....
Samt átu þeir pabbi eins og svín og ég varð að vera snögg svo að ég fengi eitthvað....
Knús!
Eða systur Ásdís!
Jóga, það er eitt að taka að sér og annað að vera skipað fyrir.....
Það gerði það Edda
En takk kærlega fyrir
Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:45
Þetta hefur sem sagt verið svo gott að þeir hafa ekki kunnað sér matarsiði

og borðað hægt og rólega, þeir eru alltaf að flíta sér þessir karlar.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.8.2008 kl. 13:17
Nammmmmi nammm, Það er ég viss um að þetta hefur bragðast vel hjá þér, þú leggur ekki útí neitt misheppnað :)
Hafðu það sem allra best mín kæra
Guðrún Hauksdóttir, 11.8.2008 kl. 13:48
Æ, æ, var þér skipað að elda
.. en það hefur nú samt lukkast..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.8.2008 kl. 17:43
Nammi, namm
. Þér er ýmislegt til lista lagt Róslín mín
. Kannski liggur þín leið í Íslenska kokkalandsliðið
.
Sigrún Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 17:59
eðalkjúklingur er eitt orð!
Jón Jónsson, 11.8.2008 kl. 18:29
Jæja vinkona getur þú ekki miðlað þessari reynslu með Rafni...Þ.e. að elda...Væri alveg til í að hann eldaði stundum...Annars var hann að ryksuga og taka úr vélinni litla skinnið
...
Börn eru besta fólk stendur einhversstaðar og ég segi að það séu orð að sönnu. Verði þér að góðu!!! Kv. Ragga
Ragga hans Rafns (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 20:04
Þeir eru ótrúlegir tappar, Milla!
Takk kærlega, og sömuleiðis mín kæra Guðrún!
Jóga, meðferðin á mér hérna á heimilinu, mér er skipað að elda..... þetta er stórfenglegt brot gegn mér, það stendur í reglubók laganna að aldrei skalt " þú " skipa þínu barni að elda, á meðan þú hefur forræði yfir því. Í alvöru talað!
Sigrún, ég er farin að óttast að ég muni og hafi allt of mörg áhugamál, en ég unni leiklistinni mest.
Jón Jónsson, takk fyrir ábendinguna, sé að þú ert í fullu fjöri við að leiðrétta menn og mýs. Ágætt að hafa svona mannlega orðabók!
Ragga mín, hefur þú ekki þinn kokk?
Rafn er svo sannarlega duglegur strákur, því ég fæst sjaldnast til að ryksuga og hvað þá að taka úr vélinni!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.