10.8.2008 | 16:16
Postulín
Ég hélt ég gæti haldið mig frá blogginu, gáð hvort að einhverjir myndu sakna mín, en ég saknaði bara bloggsins svo þetta gekk engan veginn!
Ég hef lofað mér því frá því að bókin Postulín kom út, að ég myndi lesa þessa bók. Ég er algjörlega búin að skipta um gír bóklega séð, áður las ég alltaf þessar týpísku unglinga sögur. En núna var ég að lesa Veröld Soffíu, sem er heimsspekibók, en því miður hef ég ekki tíma til að hugsa svona hrikalega mikið. Afsakið elsku Hallgerður mín, en ég lofa þér að ég muni klára hana þegar ég fer að gefa mér meiri tíma til þess að lesa.
Annars hef ég gengið bókasafnið sundur og saman, svo að ég veit næstum því hvar hver deild er og hvar ég gæti fundið þessa bókina eða hina. Svo að ég gekk rakleiðis að bókunum í nýrri kantinum og tók Postulín upp, las aftan á hana og það sem stendur á fyrstu blaðsíðunum. Leist svo vel á bókina að ég gekk svo að afgreiðsluborðinu, gaf kennitöluna mína og setti bókina niður í tösku eftir það.
Það sem ég hef lesið af bókinni, sem eru nú bara nokkrar blaðsíður, er mjög fræðandi og rosalega áhrifaríkt. Að eiga bara lítið eftir af lifað sem dregst alltaf lengra út, er nú bara kraftaverki nær. Freyja er alvöru baráttu kona og sýnir okkur hinum að allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi!
Eigið góðan sunnudag
Ég hef lofað mér því frá því að bókin Postulín kom út, að ég myndi lesa þessa bók. Ég er algjörlega búin að skipta um gír bóklega séð, áður las ég alltaf þessar týpísku unglinga sögur. En núna var ég að lesa Veröld Soffíu, sem er heimsspekibók, en því miður hef ég ekki tíma til að hugsa svona hrikalega mikið. Afsakið elsku Hallgerður mín, en ég lofa þér að ég muni klára hana þegar ég fer að gefa mér meiri tíma til þess að lesa.
Annars hef ég gengið bókasafnið sundur og saman, svo að ég veit næstum því hvar hver deild er og hvar ég gæti fundið þessa bókina eða hina. Svo að ég gekk rakleiðis að bókunum í nýrri kantinum og tók Postulín upp, las aftan á hana og það sem stendur á fyrstu blaðsíðunum. Leist svo vel á bókina að ég gekk svo að afgreiðsluborðinu, gaf kennitöluna mína og setti bókina niður í tösku eftir það.
Það sem ég hef lesið af bókinni, sem eru nú bara nokkrar blaðsíður, er mjög fræðandi og rosalega áhrifaríkt. Að eiga bara lítið eftir af lifað sem dregst alltaf lengra út, er nú bara kraftaverki nær. Freyja er alvöru baráttu kona og sýnir okkur hinum að allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi!
Eigið góðan sunnudag

Athugasemdir
Hef ekki lesið hana. Ég dett alveg úr lestrargír á ákveðnum árstímum, en nú fer að detta í lestur, er með einhverjar spennandi í náttborðinu. Tölvan er í algjöru uppáhaldi hjá mér síðan ég lagðist og er misnotuð alla daga. Kærleikskveðja til þín skottið mitt

Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 17:07
Já Ásdís, tölvan er einmitt í algjöru uppáhaldi hjá mér líka! Ótrúlegt hvað hún tekur mikinn tíma, tímafrekt kvikindi...
Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.8.2008 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.