Martraðir?

Margir hafa kannski lent í því að dreyma það sama oftar en tvisvar sinnum. Eitthvað algjört bull eða einhverja martröð, bara nefnið það.
Undanfarna tvo, þrjá mánuði hefur mig alltaf verið að dreyma einskonar draum með einhverju millibili, stundum líður vika og stundum dreymir mig þetta nótt eftir nótt.

Fyrst þegar mig byrjaði að dreyma þetta sama atriði þá hrökk ég alltaf við af og til og gáði hvort að það væri ekki í lagi með mig. Ég slapp samt engan veginn úr draumnum!

Það sem mig hefur verið að dreyma er alltaf það að ég þrýsti saman tönnunum og það brotnar af einhverjum jöxlum. stundum dreg ég heilu jaxlana út úr mér og með þvílíkum sársauka, en engu blóði, aldrei sé ég blóð á tönnunum né uppí mér. Það hefur einu sinni svo ég muni komið fyrir að það hafi framtönn dottið úr og einu sinni tók ég bara nokkrar tennur úr mér í einu.

Mér finnst þetta heldur óþægilegir draumar, þar sem ég get engan veginn vaknað og þetta er svo raunverulegt.

Það þýðir ekkert fyrir ykkur að segja mér hvað þetta þýðir því ég veit það nú þegar, sem kemur mér í enn verri stöðu, mér þykir þetta heldur óþægilegt enda langar mig ekkert rosalega til að missa fleiri nákomna mér, það væri bara ósanngjarnt!Undecided

Ef þið hafið einhverja aðra skýringu á þessu, þá endilega látið mig vita, ég nefnilega er ekki alveg að skilja þetta!!!

Eigið góða nóttHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta eru tannkrónur, sem þig er að dreyma Róslín mín.  Króna = peningur.

Er þig ekki að dreyma fyrir nokkrum verðlaunapeningum?  Gæti bara trúað því

Sigrún Jónsdóttir, 7.8.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Beturvitringur

Ef ég vissi aðeins um þig, gæti ég sagt þér allvel hvað þú "setur á svið" í draumi/um.  Fyrst skaltu finna út hvað þér finnst um að missa tennur. Hvaða tilfinningu heldurðu að það ylli?  Svo skaltu skoða það sem er að "grassera" í hausnum á þér (í lífinu)  Tengingin er svarið.

hernereg@hotmail.com

Beturvitringur, 8.8.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Held einmitt að þú sért að sviðsetja eitthvað sem þú kvíðir eða ert hrædd við, hef komið sjáfri mér í svona tann drauma þegar ég er kvíðin, tannlæknar hræða mig nefnilega ekki út af sársauka, heldur á ég erfitt með öndun ofl. þegar ég er í viðgerðum, svo ég tengi þetta svona saman.  Leitaðu í sjálfri þér eins og Beturvitringur stingur uppá, þá kemur þetta

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 01:03

4 Smámynd: Linda litla

Linda litla, 8.8.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Jens Guð

  Svona eiga draumar að vera.  Þá er nefnilega svo gaman að vakna og uppgötva að þetta var bara draumur.  Það skiptir miklu máli að vera í góðu skapi að morgni.  Það eykur líkur á að góða skapið hafi yfirhöndina frameftir degi.

Jens Guð, 8.8.2008 kl. 02:27

6 Smámynd: Jens Guð

  Ég má til með að hrósa þér fyrir ritfærni þína.  Þú ert ekki aðeins mjög pennafær miðað við aldur heldur pennafær í samanburði við fullorðið fólk almennt.

Jens Guð, 8.8.2008 kl. 02:31

7 identicon

Vanalega stafa martraðir af því að stellingin sem þú sefur í er ekki ákjósanleg. Þ.e. þú liggur þannig að t.d. höndin á þér fær ekki nóg blóðflæði. Þetta er leið líkamans til að vekja þig svo að ekki fari illa. Þú gætir prufað að breyta stellinguni sem þú ert vön að sofa í og sjá hvort þetta lagist.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 07:59

8 identicon

Elsku dúllan mín! Ég vel að setja það fram að þú ert smá saman að missa barnatennurnar þínar því að þú ert að verða fullorðin. En mundu bara það að þú færð eitt stell gefins sem að þú verður að passa mjög vel. (svo varstu líka að blogga um hvað þú værir smeik við tannlækna,hmhmhm gæti það haft eitthvað að segja)Ég kýs að segja ef að mig dreymir eitthvað þá er það yfirleitt af því að ég er búin að vera að gera eitthvað sem að veldur mér áhyggjum eða öfugt að mig hlakki til að takast á við eitthvað nýtt. Hver og einn túlkar draumana sína sjálfur. Hafðu það sem allra best og gangi þér vel.... Kveðjur frá DK Svava

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 10:36

9 identicon

einhverstaðar heyrði eg að ef þu dreymir sama drauminn aftur og aftur þá sé verið að segja þér eitthvað þangað til þú áttar þig á hvað er verið að vara þig við eða benda þér á

inga (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 15:21

10 identicon

Kannski ertu bara með tannlæknafóbíu eins og ég. Mig dreymir oft tanmartraðir, þar sem tennurnar eru lausar, og detta stundum úr.

Anna (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 16:10

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Mig langar að vita hvaða verðlaunapeningar það gætu nú verið Sigrún! En takk annars

Þakka þér kærlega fyrir þína hjálp Beturvitringur, ég met hana til mikils, takk takk

Úff, Ásdís, ég er alveg í bobba bara. Ég reyndar er með svona tannlæknafóbíu, svo við tölum ekki um það þegar ég fæ bolta í andlit eða klessi á sundlaugarbakka með andlitið ( já, það hefur komið fyrir mig...) að ég verð sjúklega hrædd... um TENNURNAR mínar!

til þín Linda.

Ég sé að það er svolítil Pollýanna í þér Jens Guð! Sem er bara gott, já þetta er að vissu leiti rétt hjá þér líka. Svei mér þá!
Og takk kærlega fyrir hólið, mikið þykir mér vænt um það!

Ég skil ekki alveg þú sem kemur undir nafni Jesú Krists ( ég vil nú ekki kalla þig Jesú Krist, þar sem þar er bara um einn mann að ræða). Hvernig stellingu sef ég þá í, sef ég með kjálkan þrýstan við rúmið. Nei ég veit ekki, ég skal reyna að breyta um stellingu! ( Annars sef ég oftast í svona fósturstellingu)

Takk fyrir Svava mín. Ég get alveg leyft mér að hlusta á þessa draumaráðningu, mjög sniðug! Já ég er smeik við þessa tannlækna, það er víst.
Hafðu það sömuleiðis sem allra best!

til þín Sigga mín!

Úff, það hlaut að koma að því að ég þurfti að viðurkenna þetta, en ég get verið ansi treg. Takk fyrir þetta Inga, ég ætla núna að fara að hugsa aðeins og pæla í hlutina, hvort það sé eitthvað.

Já ég er með tannlæknafóbíu Anna. EN ég er ekki svo viss um að það sé það sem er að hrjá mig.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:07

12 identicon

Mig dreymdi tígrisdýr sem ætlaði að borða mig

En sem betur fer vaknaði ég áður en það náði mér

Brúnkolla (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 18:22

13 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það er svona að vera kýr! Guði sé lof að þú vaknaðir, hver veit hvað hefði nú skeð!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.8.2008 kl. 18:52

14 identicon

Annað hvort einn, eða engann. Það fer eftir því hvern þú spyrð ;-)

En ég skal reyna að útskýra betur...

Sko stundum geturðu lent í því þegar þú sefur að t.d. önnur hendin á þér kuðlast einhvern veginn undir restina af líkamanum þannig að blóðflæði til hennar skerðist. Ef þú myndir sofa þannig óáreitt nógu lengi þá gæti það haft mjög slæmar afleiðingar. Þess vegna bregst líkaminn þannig við að hann reynir að láta þig hrökkva upp af svefninum. Og þess vegna færðu martraðir. Þetta er hin líkamlega ástæða þess að þær eiga sér stað. Nákvæmlega hvernig martraðir þú færð á sér svo vanalega einhverjar sálrænar ástæður.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband