,, Oh, hvað mér þykir þetta leiðinlegt ''....

Hefur komið alloft upp í hug minn síðustu vikuna. Annað hvort er það bloggið að hrjá mig eða vinnan.
Ég er komin með ógeð af því að skanna inn myndir, en ég get huggað mig við það að á þriðjudaginn er Fjársjóðsleit í barnastarfinu, og ætla ég að taka myndavél með til að taka myndir af umhverfinu og flottu krökkunum!

Það sem ég meina með bloggið er það hvað ég á marga bloggvini, margir misduglegir að líta við hjá mér, eða allavega láta vita. Og ég aftur á móti enn verri og kommenta já mjög fáum, enda er ég komin með leið á því að skrifa bara eitthvað bull til að láta vita af mér, þykir það mjög leiðinlegt.
Mig langar rosalega að taka smá stopp frá blogginu, eða allavega hafa meira bil á milli, þar sem að ég hef oft á tíðum mjög lítið að segja og svoleiðis bloggum þykir engum gaman að.

Í dag er búið að borða mikið af kökum og grillmati, enda ekki á hverjum degi sem heimilisfólkið á afmæli!

Sædís var ekkert allt of ánægð með myndina af sér hér í síðustu færslu, en mér fannst þetta svo hrikalega krúttleg mynd, fær mig alltaf til að hlæja!

Yfir helgina er ég bara búin að hafa það gott og reyna að sofa út svo að ég geti mætt hress í vinnuna. Búin að vera að dunda mér við að mála, og er núna að klára þriðju myndina!

Ég fer í útilegu á miðvikudaginn með vinnuskólanum, enda er ég partur af honum, bara í öðru hlutverki en hinir krakkarnir. Hlakka rosalega til að eiga heilan dag með Rafni mínum, enda langaði mig mest af öllu að eyða sumrinu a.m.k. hálfu með hinum.

Á föstudaginn verður leikur Sindra og Álftaness á Bessastaðavelli kl. 17.00, 3. flokkur kvenna. Áhugasamir mega alveg koma og styðja Sindrastúlkur, hinir gestir sem ekki koma í þeim tilgangi þurfa ekkert endilega að láta sjá sig...Wink
Ég hef lítið sem ekkert talað um það að ég er að fara til Noregs á laugardaginn næsta, á NorwayCup. 3. flokkar Sindra eru að fara út og sýna hvað í okkur býr, hlakka semí til, enda finnst mér ekki eins og ég sé að fara.
Það skemmtilegasta við það að fara í Leifsstöð gæti verið að ég hitti eina bloggvinkonu mína sem er að fara út sama dag, en er ekkert allt of viss um það, en maður veit aldrei.

En svo vil ég deila einu í viðbót með ykkur. Fyrir einhverjum vikum rakst ég inn á bloggsíðu hér á moggablogginu. Ég kíkti þar daglega inn til að hlusta á lögin sem eru í djúkboxinu, og núna reyndar kann ég þau öll utan að, en hlusta samt jafn mikið á.
Ég mannaði mig upp í að bjóða höfundi bloggsins í vinalistann minn, og fékk samþykki eftir annað skiptið ( hún segir að það hafi gerst óvart í fyrra skiptið að hún hafi neitað, en hvað veit maður!..).
Síðan stúlkan uppgötvaði Feisbúkkið hef ég talað við hana mikið, mikið og kynnst henni örlítið í þokkabót. Hún var sú sem manaði mig til að hringja, og viti menn ég stóðst áskorunina og hringdi og manneskjan hló og hló, á meðan ég skalf af hræðslu....GetLost LoL

Annars já, þegar öllu er á botninn hvolft, finnst mér þessi stúlka ótrúlega flott og á sko án efa framtíðina fyrir sér, í það minnsta í söng og bara tónlist almennt...

End ná, leidís end djentúlmens, jú ken gess hú ðat girl is!Tounge
Hér kemur myndin af listaverkinu! Vonandi að þetta hjálpi ykkur eitthvað Tounge

P7200005


Knúsa ykkur baraHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Þú gætir gert eins og ég geri stundum....

Þetta er innlitskvitt

:-)

Einar Indriðason, 20.7.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Les þig daglega, en er löt að commenta, sorry

Svanhildur Karlsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús á þig Róslín mín.  Signý???

Sigrún Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

oh, þar komstu upp um hana Sigrún!...

Knús á þig

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.7.2008 kl. 22:54

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert bara frábær og það verður skemmtilegt fyrir ykkur að fara til Norge,
Við fáum allar leið á blogginu, þá bara hvílir maður sig því ég er alveg viss að til lengdar vill maður ekki vara á þess, face book er líka gott, en það er deyfð yfir því í sumar eins og með allt nema sinna sumrinu og það er nú ekki svo langt.
Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.7.2008 kl. 10:17

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hæ sæta - Stundum er maður í stuði til að blogga og stundum ekki. Gaman þegar andinn hellist yfir og hægt er að skrifa eitthvað uppbyggilegt. Það á ekkert að blogga vegna þess að maður ,,þurfi" þess. Þá er þetta orðin kvöð og bara leiðinlegt.

Ég gleymi þér svo sannarlega ekki þó þú takir pásu eða kíkir ekki í heimsókn á bloggið mitt !

Knús.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.7.2008 kl. 10:43

7 identicon

Góða skemmtun í útilegunni, farið varlega..... Gangi þér vel í Norway og hafðu það gott dúllurass...Ég bíð bara róleg eftir myndinni minni og hlakka til að hengja hana upp hér heima. Á eftir að sakna ykkar þegar þið farið til Noregs...Ég fer með næst!!!Kveðja Ragga

Ragga Rabbamamma (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 11:13

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Milla mín!
Ég er að reyna að slíta mig frá tölvunni, en gengur ekki rosalega vel. Þar sem ég sit við tölvu í vinnunni og svona....
Knús

Hæ Jóga!
Já, það koma ýmsar hugvekjur hjá mér um skrif, eeeeen, ég gleymi öllu strax ef ég næ ekki að skrifa það niður!
Ég blogga vegna þess að mér finnst leiðinlegt að gera það ekki, bara ef það er ekkert áhugavert að ske, þá veit ég varla hvað ég get skrifað..
EN Jóga mín, þú sleppur ekki svo léttilega, þú ert ein af bloggvinum mínum sem ég bara verð að kíkja ef það er nýtt blogg - oftast eitthvað sem ég get tjáð mig um og hlegið að þér!
Knús

Takk Ragga mín!
Það er eins gott fyrir þig að bíða róleg bara!
Já, þú verður að koma með næst, mér finnst það synd að þú skulir ekki koma!
Hafðu það sem best mín kæra

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.7.2008 kl. 12:26

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elskulegust

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.7.2008 kl. 13:58

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er alltaf að lesa þig en stundum er ég ekki á blogginu. Stórt knús á þig 

Kristín Katla Árnadóttir, 21.7.2008 kl. 14:06

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Knús á þig Linda

Það er gott að heyra Katla mín, ég les þig líka alltaf þó ég láti ekki vita af mér í öll skiptin!
Stórt knús á þig til baka

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.7.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband