Með 6 stig í eftirdragi..

.. eða tvo sigur að baki, yfir helgina.

Við Sindrastúlkurnar keyrðum alla leið til Reykjavíkur og þaðan til Grundafjarðar í dag, og sýndum bæði Kópvogingum og Snæfellsnesingum í heimana tvo. Við sigruðum HK í gær á Fagralundi, 7-1, tókum þær rækilega í nebbann. Sýndum þeim Íslandsmeistarana í 7 manna bolta í 4. flokki 2006, við munum þetta ennþáWink ..

Í dag lá svo leið okkar norður? á Grundafjörð, þar beið okkar ekta Grundfirskt veður, nýstandi rigning og rjúkandi rok. Með góðan anda og viljann í hendinni, byrjaði leikurinn 0-1 fyrir heimaliðinu. Við tókum okkur verulega til og sýndum þessum dömum að við köllum ekki allt ömmu okkar, og spiluðum okkar bolta vel þrátt fyrir veður og óheppileg mistök hjá ónefndum markmanni. Að við komum til að vinna, unnum þessar ágætu stelpur 3-2, þær áttu 4 fínar sóknir og við alveg örugglega 10, ef ekki fleiri.
Í tvö skipti held ég nú að dómarinn hafi legið í vafa yfir því að gefa mér spjald eða reka mig útaf, enda í fyrra skiptið fór ég harkalega á móti stelpunni og með hendina á undan mér. Náði boltanum en helv. stelpan sparkaði hnénu í rifbeinin á mér, sem meira var gerðist þetta á sama stað og var sparkað í bakið á mér á Íslandsmótinu. Alveg á sama stað!!!
Tæklaði svo í boltann utan teig en því miður lenti hann víst inni hjá þessum heppnu stelpum.

En við sigruðum þær þó og fengum okkar 6 stig eftir helgina!Grin

Knús á ykkur!Heart

E.s. Eins og allar aðrar Reykjavíkur/Kópavogs ferðið endar hún í vonlausu búðarrápi þar sem ég enda áreiðanlega sem pokaburðardýr. Er samt kannski að fara að hitta eina bloggvinkonu mína ef hún kemst, þá læt ég mig hverfa í einhvern tímaTounge .......Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Róslín, ég er að fara til Ólafsvíkur um næstu helgi. Er mér óhætt að segja að ég þekki þig?  Get ég kannski sagt að það hafi verið þessi sem dómarinn hafi verið að hugsa um að senda út af?

Anna Guðný , 12.7.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

 Ég veit það ekki almennilega, ef einhverjir frá Ólafsvík komu þarna að horfa, þá er þér örugglega ekki óhætt að nefna mig á nafn. Var í fyrri hálfleiknum sko í treyju merktri mér....
Missti mig reyndar á köflum en talaði sem betur fer bara við sjálfa mig um það, en öskraði mjöööög mikið á dómarann og það skilaði sér....

Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.7.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Anna mín, ég lofa þér því að þær voru hrikalegar líka, þessvegna varð ég svona reið og tæklaði einhverja stelpuna!

Ég skrifaði þessa færslu í flýti, og eins og er nú orðheppin kemur margt margvitlaust út úr mér...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.7.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já, mig langar það helst líka

Róslín A. Valdemarsdóttir, 13.7.2008 kl. 01:14

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Anna Guðný Þér er óhætt að segjast vera vinkona Róslínar Ölmu á meðan þú dvelur í Ólafsvík....

Ég er undrandi á að þið hafið nent að fara alla þessa leið vestur í Grundarfjörð til að leika ykkur með bolta. Þið sigruðuð þó sveitunga mína. Til hamingju með verðskuldaðan sigur Róslín Alma

MBK Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 13.7.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Anna Guðný

Æi, það er nú gott til þess að vita að ég þarf ekki að fela að ég þekki þig þegar ég kem vestur.

Anna Guðný , 13.7.2008 kl. 12:04

7 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Glæsilegt hjá ykkur.  Áfram Sindri. kv. B

Baldur Kristjánsson, 13.7.2008 kl. 20:03

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Bestu kveðjur til þín elsku Róslín mín og bið ég góða nóttina og megi allir góðir Guðsenglar yfir þér vaka og vernda

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 01:21

9 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Til lukku með sigurinn sæta :)

Kærleikskveðja

Guðrún Hauksdóttir, 14.7.2008 kl. 13:36

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sigga, útsölur og ekki útsölur, það voru allstaðar útsölur og ég keypti EKKERT á útsölu greinilega...

Við förum ekki að gefa leiki Ólafur, við keyrðum ALLA leið til Grundarfjarðar í den samme sem gerðu 8 tíma á rútu eða svo og dvöldum þar yfir eina helgi árið 2006 og komumst úr sumarfríinu sem sigurvegarar, Íslandsmeistarar!
Takk fyrir það!

Anna Guðný þú ættir frekar að monta þig heldur en að þykjast ekki þekkja mig!

Takk Baldur!

Takk fyrir það Linda Linnet

Takk Guðrún mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.7.2008 kl. 19:44

11 Smámynd: Anna Guðný

Róslín, það er ég sem ætla að koma þangað aftur, tengdó og allt það

Anna Guðný , 14.7.2008 kl. 20:44

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

þau verða bara að fyrirgefa það!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.7.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband