Núna gefst ykkur tækifæri!

Ég veit ekki af hverju, en ég er alveg galtóm í dag. Mig langar til að skrifa mikið, rosa mikið, en ég veit ekki um hvað. Ég sendi boltann yfir á ykkur, og reyni einu sinni enn. Þið megið spurja mig að næstum hverju sem er, ef ykkur langar að vita eitthvað um mig eða hvað mér finnst, endilegaGrin !
Ekki vera feimin!

Ég fer í bæinn á morgun, öllum til mikillar gleði hér heima, 3. flokkur kvenna er að fara að keppa við HK á morgun og á Ólafsvík á laugardaginn, áhugasamir endilega mætið og sjáið stelpuna í markinuWink ..

KnúskveðjurHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Róslín hvað áttu mörg systkini og hvað eru þau gömul? ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.7.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég á tvö systkini, systir mín verður tvítug 20. júlí og bróðir minn 25 ára 14. september

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 21:17

3 Smámynd: Skattborgari

gangi ykkur vel í boltanum. vonandi skemmtiði ykkur vel.

Skattborgari, 10.7.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sigga ég fylli því miður ekki út í allt markið....
En ég tala ekki um burst, ég hef aldrei keppt á móti HK svo ég muni, og ég kann ekki við að vanmeta önnur lið. Þá töpum við pottþétt!

En takk fyrir það

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég borða sko allllltof mikið og óhollt, ég ætla ekki einu sinni að segja þér hvað ég borðaði í dag!!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:09

6 Smámynd: Skattborgari

Róslín ekki enda eins og ég eða þessi kona sem ég bloggaði um. http://skattborgari.blog.is/blog/skattborgari/entry/587777/  http://skattborgari.blog.is/blog/skattborgari/entry/587569/

Kveðja 

Skattborgari, 10.7.2008 kl. 22:14

7 Smámynd: Anna Guðný

Mikið vildi ég geta komið og séð leikinn. En ég fer til Ólafsvíkur næstu helgi á eftir. Hefði verið gaman. En gangi ykkur rosa vel.

Anna Guðný , 10.7.2008 kl. 22:16

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nei ég vona að ég geri það ekki, mér finnst nefnilega ágætt að hreyfa mig af og til...

En mikið finnst mér gaman að Skattborgarinn sé kominn með nafn, sæll Jón Jónsson!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:17

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir það Anna Guðný, það hefði verið gaman að fá klappstýrulið þangað!

Ég er nefnilega að safna í klappstýrulið, en ég held að það gangi ekkert sérlega vel... Hef fengið tvö kannski, veit ekki almennilega svarið frá einni held það hafi verið kaldhæðni og ein kemst örugglega ekki...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:20

10 Smámynd: Skattborgari

Er að blogga um nafnleysinga og hvað sumir þola þá ekki og er að benda á hvað það er auðvelt að blogga undir fölsku nafni.

Skattborgari, 10.7.2008 kl. 22:20

11 Smámynd: Skattborgari

Var upphaflega að pæla í nafninu Adolf Hitler en hætti við gott að fólk þekkir ennþá myndina.

Skattborgari, 10.7.2008 kl. 22:24

12 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já, falskt nafn, þú hefðir þá átt að velja eitthvað mikið óaugljósara

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:40

13 Smámynd: Skattborgari

komdu með hugmynd ég skal breyta í nafninu í það nafn sem þú kemur með

Skattborgari, 10.7.2008 kl. 22:42

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Stígur Magni Hugason........

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:46

15 Smámynd: Skattborgari

Góð hugmynd það er einginn með þetta nafn í símaskránni.  hehehe

Skattborgari, 10.7.2008 kl. 22:50

16 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

!!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:54

17 Smámynd: Anna Guðný

Á ég að athuga hvort tengdamamma vilji vera með í klappstýruliði? Kannski gott að ég kemst ekki. Ekki víst að tengdafólkið hefði verið ánægt með að ég stæði með gestaliðinu.

Anna Guðný , 10.7.2008 kl. 23:16

18 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já gáðu að því, er það Snæfellsnes sem spilar á Ólafsvík??

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 23:21

19 Smámynd: Brynja skordal

Hver er uppáhalds sjónvarpssería þín? Hvaða er uppáhalds fótboltalið? hvaða tónlist hlustaru mest á? Hvaða matur finnst þér ómissandi? hvað myndiru taka með þér á eyðieyju? Hvaða íslenskur leikari er í uppáhaldi? þú baðst ym spurningar svaraðu nú sæta En að öllu gríni slepptu þá góða skemmtun og gangi ykkur vel dúlla

Brynja skordal, 10.7.2008 kl. 23:33

20 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Brynja þetta eru of erfiðar spurningar!

Uppáhalds sjónvarpsserían mín er.... ég get ekki gert upp á milli Cold Case, Bones eða Medium Ótrúlegt en satt þá er ég ekki í þeim skalanum, en þetta eru þrír uppáhalds þættirnir mínir!..
Uppáhalds fótboltaliðið mitt er í ensku deildinni Manchester United, en ég þoli ekki Ronaldo samt, svo það sé á hreinu. en á Íslandi er það auðvitað Sindri og svo bætist Valur þar við.
Tónlistin sem ég hlusta mest á... mmm.. mjög mismunandi, skipti oft enda hlusta ég endalaust á sömu tónlistina og fæ þá ógeð, en í dag hlusta ég mest á bloggvinkonu mína Signý og lög úr Grey's Anatomy, mest þá lagið sem er í tónlistarspilaranum hjá mér ; The Story með Brandi Carlile. Hlusta rosa mikið á íslenska tónlist líka...

Íslenskur leikari, karlkyns er það án efa Hilmir Snær, hann er góður leikari og líka rosa myndarlegur! Pétur Jóhann kemur reyndar sterklega til greina, hann er búinn að sanna sig svo mikið þó hann hafi aldrei farið í leiklistaskóla..
Leikkonur eru allt of margar og af ýmsum ástæðum, m.a. Edda Heiðrún Backman, hún er sú sem hefur verið mitt uppáhalds síðan ég man eftir mér, Gulla, Ilmur og Katla Margrét allar úr Stelpunum og Sólveig Arnarsdóttir, og bara allt of margar! Já og líka Laufey Brá, hún er algjört æði!!
OG takk kærlega

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 23:50

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir svarið - gangi þér svaka, svaka vel í markinu. Þú ert s.s. sú yngsta af þremur. Það er sagt að yngsta barnið í systkinaröðinni sé yfirleitt það spilltasta og leiki stundum trúðinn.

Trúðar geta verið bæði glaðir og sorgmæddir, eins og við öll.

Well.. veit ekki hversu mikla trú ég hef á þessu með systkinaröðina og hvernig við erum. Ég er miðjubarn og það er sagt að miðjubörn séu diplómatar = sáttasemjarar. Ég er nú eiginlega alltaf að reyna að sætta fólk .. en held að vísu að það sé miklu fleiri en miðjubörn.

Þú ert alltaf flott.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.7.2008 kl. 09:54

22 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir það Jóhanna mín

Ég er kannski trúðurinn en ekki sú spilltasta get ég sagt þér, ég er kannski ögn dekruð, en það er ekki það sem skiptir mestu máli..

Ég trúi ómögulega þessu með systkinaröðina, systir mín er enginn sáttasemjari, við rifumst eins og hundur og köttur og alltaf var ráðist á mig ef ég reyndi eitthvað. En erum ágætis vinkonur samt í dag ( nú hlakka ég til að sjá ef hún skrifar eitthvað hér)

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.7.2008 kl. 10:01

23 identicon

Ef það ætti að loka öllum matvöruverslunum nema einni, öllum bönkum nema einum, öllum fataverslunum nema einni og þú mættir ráða hverjum myndir þú hlífa?

Magnús (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 10:18

24 identicon

(er a leidinni i baeinn) anmars myndi eg velja landsbankann, zöru tvi tar fast fot a flesta og kannski bara hagkaup tvi tar er hægt ad kaupa flest allt..

Róslín (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:27

25 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel Glitterknús knús og bestu óskir um góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:56

26 Smámynd: Skattborgari

Komdu með úrslitin hér inn þegar leikinir eru búnir.

Skattborgari, 11.7.2008 kl. 20:51

27 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Skattborgari, bara fyrir þig, unnum HK 7-1 og leikurinn á morgun verður örugglega flottur!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:31

28 Smámynd: Skattborgari

Gott að þið unnuð til hamingju með það. Sé að þú hefur þekkt mig þrátt fyrir nýtt nafn.

Skattborgari, 11.7.2008 kl. 21:45

29 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Til hamingju með að vinna 7-1 og svo bara að taka ólsara líka svona í leiðinni.

Magnús Paul Korntop, 11.7.2008 kl. 23:07

30 identicon

til hamingju með allt dullan min :D

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 02:24

31 identicon

Hmm þó ég sé nú kannski enginn sáttasemjari á heimilinu þá sé ég ansi mikið um það utan þess .. svo þetta passar svosem alveg .. og þegar er talað um að vera spilltust þarf það nú ekkert endilega að meina eitthvað slæmt ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband