Netið er ekki bóla!

Síðanað þessar Síma auglýsingar birtust á skjánum hefur sama spurningin poppað upp í höfðinu á mér;

Er netið bara bóla?

Þar sem ég fékk extra mikinn tíma í dag til þess að hugsa um hitt og þetta, var ég að byrja að spyrja mig að þessari spurningu aftur.
Ef netið væri ekki til, þá væru fjölmiðlar mikið lengur að koma efni frá sér, fá efni og margt ekki komist í ljós og svo framvegis og svo framvegis. Þið vitið alveg hvert ég er að fara, netið er ekki bóla, netið er eitthvað sem hefur hjálpað mörgum, en þó ekki öllum.
Samskipti á milli ólíkra menningarheima, ég hef kynnst því meðal annars. Það er ekki verið að finna upp hjólið í dag, við mennirnir erum komin svo langt í gáfum að við erum farin að geta barist léttilega við eitt og annað, sjúkdóma og þessháttar sem átti til að farga heilu mannbyggðunum.
Í vinnunni var mér sagt af skjalasafnsverðinum honum Sigga, sem tók þátt í bæjarspurningakeppnunum á Ríkissjónvarpinu að heimsendir væri 2012. Hann hafði lesið það einhversstaðar, það var víst reiknað út af mörgum gáfumönnum.
Ef svo mun þá reynast rétt þá vil ég að þessi ár líði hægar, já takk, eða bara við hættum að nota þessi efni sem við eyðileggjum jörðina okkar með. Allavega fækka þeim.
Í gær fór ég í fornleifaferð með barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar, þarna var verið að grafa upp alveg örugglega 1000 ára gamalt torfhús. Þarna voar líka gjóska, efnið sem spýtist um allt frá eldgosum. Önnur hvít og hin svört, önnur kom úr Öræfajökli og hin úr Veiðivatni eða ég man ekki. Annað gosið var um 1300 og hitt 1500, frekar gamalt má segja.
Þarna var fornleifafræðingur sem ég efa ekki að sé örugglega heimsspekingur líka, hann heitir Bjarni og veit rosalega mikið og kannast við alla, sem er nú bara gott!

En til þess að finna út marga hluti, þarf netið og aðrar "bólur", til að kanna hvaðan við komum og hvað við vorum í upphafi. Frá Noregi, Danmörku, eða hvaðan nær. Kannski frá Írlandi!

Eftir mikla speki hef ég komist að því að netið er ekki bóla, heldur föst varta, sem kom af tölvum í upphafi.

Netið er varta!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heimspekingur ertu, já netið er svo föst varta að það er ekki hægt að eiða henni.
Heimsendir hefur átt að vera svo oft, að ég er löngu hætt að huga að því.
hann kemur ef að hann kemur
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 16:32

2 identicon

Jæja dúlla mér þykir þú vera farin að pæla ansi djúpt þessa dagana!!!Það er gott því með því þjálfar maður heilann sem er svo mikilvægt fyrir eldri árin....Kær kveðja Ragnheiður í fýlu, skítafýlu, bræðslufýlu...!"$"#%&/(%&/&$#$""!

Ragga á Höfn.. (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 18:47

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Já einmitt föst varta sem ekki er hægt að eyða Milla!
Já ég einmitt sagði bara að þetta væri ekki að fara að gerast!

Knús

Já Ragga ég geri það af og til, mér til mikillar skemmtunar!
Ég held ég þurfi að þjálfa minn heila mjög vel, því ég get verið allt of gleymin.

Ekki vera í svona bræðslufýlu, komdu bara yfir til mín, það er ekki mikil bræðslufýla hér!

Hallgerður ég er enn að lesa Soffíu, næ stundum að lesa nokkrar blaðsíður og er í svo góðri vinnu að ég fæ örugglega að framlengja hana enn og aftur.
Hvaða texti er það?

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.7.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fröken fræg, ljósmyndari, leikkona, bloggari og heimspekingur m.meiru, netið er ekki bóla - ég er sammála því. Ekki teiknibóla, graftarbóla, hlaupabóla, tískubóla né unglingabóla..  .. manstu eftir fleiri bólum?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.7.2008 kl. 10:33

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 11:47

6 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Hahaha já netið er engin bóla, kannaki varta en ekki bóla.

Ég er með fleiri bólur t.d graftabólu, hlaupabólu, unglingabólu, vaxtabólu ( hvað sem það nú er ) mistlingabólu, hormónabólu og svo framvegis Smá að herma en ég bætti allavega smá við. Ég held samt að það sé ekki til neinar mistlingabólur þó svo að ég hafi ekki mikið við á því. En þegar ég las commentið frá henni Jóhönnu Magnúsar þá sá ég bara fyrir mér graftarbólur og fílapensla

Hulda Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 12:06

7 Smámynd: Loopman

Netið er bóla. Ég myndi hætta þessu bloggi og bara leggja allar tölvur niður. Það má nota þær sem bókastoðir eða eitthvað annað gáfulegt. Maður reynir að vera jákvæður yfir þessu interneti og þessum tölvum öllum, en þetta er bara sorp. Óumhverfisvænt, stórhættulegt drasl. Svo er bara sori á internetinu.

Halltu þig frá þessum fjanda. Þú átt ennþá séns á venjulegu lífi.....

Loopman, 10.7.2008 kl. 12:39

8 identicon

Það er aldeilis heimspeki pælingar í gangi hjá þér í dag. uppruni okkar, netið er bóla og heimsendir eru kannski full mikið að pæla í á einum degi.

Samt svona til að hjálpa pælingunni hinni þá datt mér í hug að henda inn mínum skoðunum.

Siggi skjalavörður ætti að finna sér gáfulegra lesefni í staðin fyrir að horfa á samsæriskenninga myndir eins og Doomsday 2012. Það má mála skrattann á vegginn með hverju sem er. Fólk er nefnilega of latt og vitlaust til að leita heimilda sjálft í dag. Heimsendir er bóla sem springur þegar fólk hættir að hlusta á vitleysingja sem nota guð sem heimild.

Við erum komin af öpum samkvæmt helstu heimildum og netið er næsta veröld okkar þar sem okkur verður uploadað þegar líkamar okkar gefa sig og við lifum að eilífu á Google earth.

Grillaðu núðluna þína aðeins á þessu. Og keep up the good pælings.... 

Gissur Örn (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:30

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Jóhanna ég er mát, tek bara undir bólurnar hjá Huldu!!

á þig Katla

Fílapenslar eru verstir, reyndar er gott að ná þeim eftir sturtu, það er ekki eins erfitt!

Loopman, ég er í góðum málum, þakka þér fyrir.

Stundum vellur upp úr mér allskonar bull Gissur, og fólk verður alveg að lesa færslurnar mínar þrisvar til að skilja þær, og ég reyndar líka..

Siggi skjalavörður las þetta nú bara á netinu eða eitthvað svoleiðis, hann er fínn maður og veit ótrúlega mikið!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband