7.7.2008 | 21:25
Fyrirmyndarunglingar og sala á myndunum hefst í næstu viku!
Síðustu daga hefur komið bæði í blöðum, sjónvarpi og útvarpi um ljósmyndasýningu Birtu Ránar. Sú stúlka er einu ári eldri en ég, líka með ljósmyndasýningu, en á aðeins betri stað. Mun nær Reykjavík.
Ég var búin að lesa um það hjá henni að hún væri með sýningu, en fyrir frekar löngu, svo að ég var ekkert farin að velta mér upp úr henni fyr en amma sagði mér að hún hefði lesið um hana líka.
Það er frekar sniðugt að stelpur á svipuðum aldri, hún 16 og ég 15 ára séum báðar með sýningu á svipuðum tíma, þó svo að myndirnar okkar séu mjög ólíkar, sem gerir leikinn enn skemmtilegri.
Ég hef fylgst í svolítinn tíma með henni, og hún er bara mjög fær í því sem hún er að gera, rosalega góðar myndirnar hennar og mjög skírar.
Ég verð örugglega ekki útvörpuð eða sjónvörpuð, enda bý ég úti á landi og það er ekki allt eins merkilegt og í bænum. Nema það að ég kom í Morgunblaðinu, grein um mig, og það nægir mér. Nema náttúrulega að það vilji einhver taka viðtal við mig, en þið munið eflaust eftir því er ég bað Evu Maríu um að bjóða mér til sín í þáttinn. Þar missti hún sko naumlega af feitum og góðum bita, henni og mörgum öðrum til mikillar gremju
...
En þau sem eru áhugasöm um að koma hingað til Hornafjarðar, þá verður sýningin mín opin út júlí, á hverjum degi frá 9 - 18. Það sem meira er, er það að ég ætla að setja myndirnar á sölu í næstu viku. Þegar ég verð búin að kynna mér þetta alltsaman og ákveða verð og búa til verðskrá. Mikið hlakka ég til
!
Knús á ykkur
Ég var búin að lesa um það hjá henni að hún væri með sýningu, en fyrir frekar löngu, svo að ég var ekkert farin að velta mér upp úr henni fyr en amma sagði mér að hún hefði lesið um hana líka.
Það er frekar sniðugt að stelpur á svipuðum aldri, hún 16 og ég 15 ára séum báðar með sýningu á svipuðum tíma, þó svo að myndirnar okkar séu mjög ólíkar, sem gerir leikinn enn skemmtilegri.
Ég hef fylgst í svolítinn tíma með henni, og hún er bara mjög fær í því sem hún er að gera, rosalega góðar myndirnar hennar og mjög skírar.
Ég verð örugglega ekki útvörpuð eða sjónvörpuð, enda bý ég úti á landi og það er ekki allt eins merkilegt og í bænum. Nema það að ég kom í Morgunblaðinu, grein um mig, og það nægir mér. Nema náttúrulega að það vilji einhver taka viðtal við mig, en þið munið eflaust eftir því er ég bað Evu Maríu um að bjóða mér til sín í þáttinn. Þar missti hún sko naumlega af feitum og góðum bita, henni og mörgum öðrum til mikillar gremju


En þau sem eru áhugasöm um að koma hingað til Hornafjarðar, þá verður sýningin mín opin út júlí, á hverjum degi frá 9 - 18. Það sem meira er, er það að ég ætla að setja myndirnar á sölu í næstu viku. Þegar ég verð búin að kynna mér þetta alltsaman og ákveða verð og búa til verðskrá. Mikið hlakka ég til

Knús á ykkur

Athugasemdir
Því miður eru 900km aðeins of langur sunnudagsrúntur fyrir mig annars myndi ég fara á sýninguna.
Skattborgari, 7.7.2008 kl. 21:33
Aldrei að vita upp á hverju maður tekur í sumarfríinu!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 21:49
Smá leiðrétting, Birta Rán er með sína sýningu í Safnahúsinu í Borgarnesi. Borgarnes er ekki enn orðið hluti af höfuðborginni. Ég kíkti á sýninguna hennar um daginn, hún er efni í góðan ljósmyndara og á örugglega eftir að ná langt í sínu fagi, og þá helst með ljósmyndum af fólki. En það er virkilega gaman að fylgjast með krökkum sem eru að gera eitthvað svona uppbyggilegt í sínu lífi. Róslín, gangi þér vel.
Gísli Sigurðsson, 7.7.2008 kl. 21:51
Hva, Skattborgari, býrðu í Færeyjum???
...
Endilega komdu fyrir 25, Jóhanna, ekki um þessa helgi samt takk fyrir pent!
Takk fyrir leiðréttinguna, en Borgarnes er mun nær Reykjavík heldur en nokkurn tíma Hornafjörður samt sem áður.
Takk fyrir.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:54
Jahérna, engar afsakanir.
Þú ert með frábæra sýningu. Ert meira ða segja búin að segja hana á netið og það þýðir að jafmargir hafa aðgang að ykkur. T.d. er ég bara búin að sjá þína. En frábært framtak hjá ykkur. Gangi þér rosa vel að markaðssetja myndirnar. En sammála Skattborgara með að þetta er heldur langt fyrir sunnudagsbíltúr.
Hafðu það gott.
Anna Guðný , 7.7.2008 kl. 21:56
Það eru 458km frá Reykjvík til Hornafjarðar sem gera 916km fram og til baka. Síðan hvenær komu göng til Færeyja ég vissi ekki af þeim? Vonandi Gengur sýningin vel hafðu það gott.
Skattborgari, 7.7.2008 kl. 22:37
Knús á þig duglega stelpa
Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:56
Róslín mín, e-mail hjá mér er zvanny@simnet.is......en var að lesa hjá þér að sýningin er opin út júli, svo ég hlýt að geta kíkt, á góðum degi
Svanhildur Karlsdóttir, 7.7.2008 kl. 23:55
Þú ert náttúrulega bara flottust - og Birta Rán auðvitað líka.
Enn og aftur til hamingju með sýninguna þína. Vona þú getir kíkt aðeins á mína fyrst þú verður í bænum um næstu helgi.
Knúsíknús.
Gúnna, 8.7.2008 kl. 00:12
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:41
Þvílíkt gaman fyrir ykkur báðar, hvort þið svo leggið þetta fyrir ykkur eða ekki
eru þið flottar í dag.
Og þú ert nú bestust Rósin mín.
Kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2008 kl. 16:03
Hæ dúlla ég ætla að kaupa mynd af fótsporunum!!! Hvenær get ég fengið hana??? Veit líka um hjúkku upp á deild sem langar í blómamynd held ég!!! Svo þú ert bara að meika það
Bestu kveðjur Ragga
Ragga Rabbamamma!!!!! (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 17:27
Æ en æðislegt

Ég fer í þetta allt saman á mánudaginn með Björgu!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.7.2008 kl. 19:25
Heyrðu, eru kannski fótsporin eftir Röggu?
Anna Guðný , 8.7.2008 kl. 20:38
nei ekki eftir hana.......
Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.