6.7.2008 | 20:08
,, Hrífst af náttúru fjarðarins " bls. 4 í Mogganum...
Í gærmorgun var ég vakin með þvílíkum háfaða í engri annarri en minni kæru móður. Ég fékk að heyra það í henni hvað hún var hrikalega æst ,, það er maður í símanum frá mogganum sem vill tala við þig!! " , minnir mig að hún hafi sagt. Hún hristi mig svolítið enda ég ótrúlega þreytt eftir langan dag. Ég hélt fyrst að þetta væri svona einstakt " úlfur, úlfur " bragð eins og hún notar af og til á mig. En þegar pabbi var farinn að tala um að láta blaðamanninn bara fá símanúmerið mitt þá stökk ég upp og sagðist vera vakandi!
Mikið var þetta langt samtal og ég kom varla orðum útúr mér enda hálfssofandi að tala, ótrúlegt að ég náði að klára samtalið!
En mér finnst greinin frábær og myndin flott, Sigurður Mar tók þessa mynd af mér og hann liggur sterklega undir grun að hafa látið Moggann vita af þessum viðburði.
Þetta var mjög góð helgi, ekki mikið um fólk á tjaldstæðinu, en frekar mikið af fólki í heimahúsum. Enda er þetta hálfgerlega að stökkbreytast aftur yfir í fjölskylduhátíð, sem er bara gott.
Núna er ég farin að halda að ég verði að hengja allt sem kemur í blöðum eftir mig eða um mig á einhvern hátt upp á vegginn hjá mér. Á maður ekki að gera svoleiðis, hengja upp markmið sitt og stefna enn hærra?
Mikið hlakka ég til framtíðarinnar ef mér heldur áfram að ganga vel, en ég veit vel af því að hindranirnar geta verið margar og ég er búin að ganga í gegnum nokkrar nú þegar.
Til að bæta við þetta alltsaman vil ég, þar sem ég les Moggann sjaldan, vitna í stjörnuspána þaðan;
Mikill sannleikur er í þessu. Ég skrifaði komment á móti Nönnu Kristínu, þar sem hún taldi mig hafa fordóma gegn jafnöldrum mínum. Og ég vil halda áfram með það, þarna sjáið þið ágætlega inn í þetta. Við sjáum hlutina svo mismunandi, ég tek allt verulega inn á mig, og líka það sem ég sá um daginn. Hugsunarháttur er svo mismunandi að það er ekki fyndið, hann er sannleikurinn...
Ég var frekar pirruð reyndar þegar ég var að svara Nönnu Kristínu, og vil afsaka það, en mér er sama hvað fólk heldur um mig, ef ég hef fórdóma í garð jafnaldra minna í hennar augum má það alveg vera svoleiðis áfram. Þetta er ein hindrun fyrir sig, að fá svona beint upp á móti sér.
Ég og aðrir sem þekkja mig af einhverju viti, vita hvað mér finnst um jafnaldra mína, ég viðurkenni það að ég þoli ekki suma persónuleika á þessu aldursstigi. Og ég held að margir geri sér grein fyrir því hvað það er....
En ég vil ekki tala um þetta lengur, búið og gert, og ekkert við því að gera ef að krakkarnir verði reiðir út í mig. Þau mega það alveg mín vegna, I don't give a ......
Mikið var þetta langt samtal og ég kom varla orðum útúr mér enda hálfssofandi að tala, ótrúlegt að ég náði að klára samtalið!
En mér finnst greinin frábær og myndin flott, Sigurður Mar tók þessa mynd af mér og hann liggur sterklega undir grun að hafa látið Moggann vita af þessum viðburði.
Þetta var mjög góð helgi, ekki mikið um fólk á tjaldstæðinu, en frekar mikið af fólki í heimahúsum. Enda er þetta hálfgerlega að stökkbreytast aftur yfir í fjölskylduhátíð, sem er bara gott.
Núna er ég farin að halda að ég verði að hengja allt sem kemur í blöðum eftir mig eða um mig á einhvern hátt upp á vegginn hjá mér. Á maður ekki að gera svoleiðis, hengja upp markmið sitt og stefna enn hærra?
Mikið hlakka ég til framtíðarinnar ef mér heldur áfram að ganga vel, en ég veit vel af því að hindranirnar geta verið margar og ég er búin að ganga í gegnum nokkrar nú þegar.
Til að bæta við þetta alltsaman vil ég, þar sem ég les Moggann sjaldan, vitna í stjörnuspána þaðan;
ástæða þess að þér finnst ákveðnar kringumstæður fyndnar þegar engum öðrum finnst það er sú að þú sérð sannleika sem aðrir sjá ekki
Mikill sannleikur er í þessu. Ég skrifaði komment á móti Nönnu Kristínu, þar sem hún taldi mig hafa fordóma gegn jafnöldrum mínum. Og ég vil halda áfram með það, þarna sjáið þið ágætlega inn í þetta. Við sjáum hlutina svo mismunandi, ég tek allt verulega inn á mig, og líka það sem ég sá um daginn. Hugsunarháttur er svo mismunandi að það er ekki fyndið, hann er sannleikurinn...
Ég var frekar pirruð reyndar þegar ég var að svara Nönnu Kristínu, og vil afsaka það, en mér er sama hvað fólk heldur um mig, ef ég hef fórdóma í garð jafnaldra minna í hennar augum má það alveg vera svoleiðis áfram. Þetta er ein hindrun fyrir sig, að fá svona beint upp á móti sér.
Ég og aðrir sem þekkja mig af einhverju viti, vita hvað mér finnst um jafnaldra mína, ég viðurkenni það að ég þoli ekki suma persónuleika á þessu aldursstigi. Og ég held að margir geri sér grein fyrir því hvað það er....
En ég vil ekki tala um þetta lengur, búið og gert, og ekkert við því að gera ef að krakkarnir verði reiðir út í mig. Þau mega það alveg mín vegna, I don't give a ......

Athugasemdir
Skil þig afar vel Róslín mín. Þú mátt bara hafa þá skoðun sem þú villt, það kemur það engum við svo framarlega sem þú særir engan persónulega, og hef ég ekki orðið vitni af því.

Ekki taka neitt nærri þér, það er ekki þess virði.
Ég gat ekki lesið viðtalið við þig komst ekki inn á moggann í dag, getur þú copy paste hjá þér skjóðan mín.
Knús knús
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 20:18
Milla ég skal redda þér mín kæra!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:20
Þetta var flott hjá þér Róslín mín og myndin af þér falleg enda ertu einstök og falleg stúlka
og ég tek undir með Millu
knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:25
Keypti Moggann.....búin að skoða. Glæsilegt
. Næst verður það opnuviðtal
. Þú ert bara flott Róslín mín
.
Sigrún Jónsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:26
Takk stelpur
?
Og mikið er það nú gaman að það sé keypt moggann bara útaf mér....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:53
Hmmm kaupi ekki moggann, má ég sjá ?
Sorry, komst ekki á sýninguna þína, fullt hús af gestum og því nóg að gera, fór aðeins út á föstudagskvöldinu, skutlaðist svo á Jökulsárlón með gestina á laugardag.
Svanhildur Karlsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:54
Svanhildur sendu mér þá e-mail svo ég geti sýnt þér.
En það er allt í lagi, leiðinlegt að hafa ekki hitt á þig úti í bæ líka!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:57
Það var gaman að skoða sýninguna þína. Takk fyrir mig. Svo varð ég náttúrulega voðalega montin þegar ég sá nafnið hennar Yrsu undir einni myndinni
. Ég get eiginlega varla sagt hvaða mynd mér fannst flottust þær eru allar flottar. Var dálítið skotin í fótspora myndinni, já og grasið í klakaböndum var flott, já og allar hinar líka.
Haltu áfram með það sem þú ert að gera þér ferst það svo vel úr hendi!
Íris Yrsumamma (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 21:12
Fínar myndir, skoðaði prófílinn þinn, vildi bara hrósa þér fyrir einstaklega smekklegt val á hárlit og afmælisdegi
Mundi (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 09:48
Takk fyrir komuna Íris, ég mun kannski byrja að selja myndirnar ef ég læri á þennan bransa. Sýningin verður opin frá 9-18 út helgina.
Takk fyrir það Jack!
Takk Mundi, ég valdi þó ekki háralit minn og afmælisdag þó ég sé afar stolt af hvorutveggja
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.7.2008 kl. 12:53
Frábært hjá þér. Flott framtak hjá þér að halda ljósmyndasýningu á Humarhátíð. Haltu áfram að mynda fjörðinn.
Myndin af þér á sýningunni í Gömlubúð hjá SMH er einnig góð.
Sigurpáll Ingibergsson, 7.7.2008 kl. 14:11
Takk Sigurpáll!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.7.2008 kl. 15:58
Nei, ég valdi líka hvorugt, en er alveg í stíl við þig nefnilega, sami afmælisdagur og sami litur á hári (þó ég þykist yfirleitt vera í svoleiðis bullandi afneitun og segist vera með fagurlega kastaníubrúnt hár)
Mundi (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 16:02
Vinkona mín á afmæli á sama dag, og er jafngömul mér, og var með ljósrautt hár. Hún á aðeins eldri frænku og frænda sem eru tvíburar fædd á þessum sama degi og bæði með svona fínt rautt hár. En þó meira í áttina a ðvera rautt frekar en kastaníubrúnt.
Nei nú er ég farin bráðum, er í vinnunni uppi á byggðasafni, s.s. starsmaður í þjálfun!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.7.2008 kl. 16:22
Enn og aftur til hamingu með sýninguna þína. Hún er alveg ,,mega" flott!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 21:15
Já Birta heitir hún Sigga, ég hef verið að fylgjast með henni..


Takk fyrir
Takk Jóhanna mín
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.