Rafræn ljósmyndasýning

Milla bloggvina mín spurði mig hvort ég ætlaði ekki að miðla með ykkur myndunum, ég tek bara mjög vel í það. Ég geri það auðvitað með glöðu geði, gjörið svo vel!
Þið verðið líka sem ekki geta mætt, notið sýningarinnar, bara á aðeins stafrænni hátt en hin!

Herra og Frú Heppuskóli, Iðunn og Freyr ásamt Nemanda ársins, Bríet









 











































Nú er ég farin!
KnúsHeart





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Rósin mín, myndirnar þínar eru frábærar, flottir krakkar,
Myndin af andarsteggjunum er toppurinn, en allra best er síðasta myndin það er að segja af þér.
                              Knús kveðjur
                              Milla.
Ps. Ég er að gefa andarhjónum brauð hér í garðinum hjá mér, en núna kemur bara steggurinn hún er sjálfsagt að passa ungana, þau halda til í bæjarlæknum og þar í kring sem er lystigarður og gróðursæld mikil.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Róslín mín.  Snilldarmyndir

Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

ég er ekki hissa á að þér var boðið að taka þátt í þessari ljósmyndasýningu! .. held ég verði að fara að stefna á það að heimsækja þig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Birna Rebekka Björnsdóttir

æðislegar myndir hjá þér

Birna Rebekka Björnsdóttir, 5.7.2008 kl. 22:07

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Vá Róslín, þetta eru meiriháttar góðar myndir hjá þér, vona að ég komist á sýninguna hjá þér, bara kann ekki við að hlaupa út frá fullt af gestum

Svanhildur Karlsdóttir, 5.7.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Meiriháttar flottar myndir hjá þér, þú ert snilld!

Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ALgjörlega magnaðar myndir hjá þér stelpa, þú hefur sko augun á réttum stöðum. Hrifnust er ég af þessari með grasið með klakanum og sólina.  Kær kveðja og til hamingju með sýninguna.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 22:33

8 Smámynd: Anna Guðný

Flottar myndir. Og til  hamingju með sýninguna.

Anna Guðný , 5.7.2008 kl. 23:01

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert snillingur!

Þorsteinn Briem, 5.7.2008 kl. 23:50

10 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir elsku Milla
Æ hvað það er sætt að hafa svona endur úti í garði, hvar fékkstu þær??

Knús á þig

Takk Sigrún

Jóhanna, það sem meira var, þetta var mín eigin sýning, ég er bara með myndir þarna. En þú mátt endilega koma í heimsókn, það skemmir ekkert að þið mamma eruð líka jafngamlar eins og ég hef sagt þér áður. Endilega farðu að plana ferð

Takk Helga mín

Takk Birna Rebekka

Takk fyrir það Svanhildur mín, ég veit ekki hvað myndirnar fá að hanga lengi uppi, en vonandi sem lengst. Sýningin er opin á morgun og ég veit ekki betur en ég láti sjá mig þar í einhvern tíma kannski ef einhverjir ætla að skoða.. Þú dregur svo auðvitað fólkið bara með þér!

Takk Huld mín

Takk Sigga mín, hún veitti svo mikla athygli að blaðamaðurinn hjá mogganum hringdi í pabba til að fá að taka viðtal við mig. Og vildi ólmur taka það strax, og ég með mína nývöknuðu rödd og varla búin að opna augun talaði við hann og reyndi að segja eitthvað rétt. En takk fyrir aftur

Takk fyrir Ásdís Sig. Og þakka þér kærlega fyrir að segja mér það, því að þetta er nefnilega mín uppáhalds mynd!

Takk Anna Guðný

Haha, þakka þér Steini!

Takk kærlega Anna K. , og mikið er ég spennt, svo áttu eftir að segja mér frá myndunum, voru fleiri en þessi mynd af mér??

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:56

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Rósin mín endurnar byrja að kjaga upp hólinn á vorin, sníkjandi í öllum görðum,
en ekki eru margir heima á daginn svo við höfum ætíð gefið þeim.
þegar þær koma og ef það er opið út á pall þá koma þær inn og tala við okkur, en bara inn í vaskahús, síðan fá þær brauð og fara saddar og ánægðar til baka.
Þær búa sér hreiður niður við lækinn í lystigarðinum.

Hér er það þannig að maður þarf frekar að passa upp á endurnar á götunum en börnin, og eru það óskrifuð lög að lúsa bara niður hólinn.
                                Knús Milla.
                           

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 08:15

12 identicon

Mikið ofboðslega ert þú flott og klár stelpa! Heldur úti svona flottu bloggi og búin að setja upp fyrstu sýninguna þína svona ung eins og þú ert. Innilega til hamingju með sýninguna þína. Virkilega flott það sem þú ert að gera. Ég hugsa bara að þú eigir eftir að ná langt í lífinu með þessu áframhaldi. Gangi þér vel með allt:-)

Kær kv. Gerður

Gerður (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 13:02

13 identicon

Hæ hæ... rakst á bloggið þitt frá mbl.is. Myndirnar þínar eru ekkert smá flott verð ég að segja. Fannst fyndið er ég las um þig að kærasti þinn er hann Rafn Svan Gautason, haha. Hann átti heima á móti okkur í Hraunbænum (146) er hann var lítill og hann og Þráinn frændi minn lékur sér oft saman.

Langaði bara að óska þér til hamingju samt með ljósmyndasýninguna.

Kv,

Sigurborg í USA

Sigurborg (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 13:34

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Flottar myndir hjá þér Róslín mín og mikið ertu klár.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2008 kl. 15:40

15 identicon

Elsku Róslín mín til hamingju með sýninguna þína.Gaman að þú skyldir setja Humarhátíðina.... Það eru ekki allir sem að myndu þora því á þessum aldri.... Annars ertu alltaf flott stelpa og ég held að hvað sem að þú tekur þér fyrir hendur kemur til m eð að ganga upp,,,,,,, Bestu kveðjur Svava í Dk

Svava Bjarna (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 17:58

16 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þið megið nú ekki keyra blessuð börnin niður til að bjarga krökkunum Milla mín

Þúsund þakkir Gerður

Stundum er það nú frekar fyndið hvað heimurinn getur verið rosalega lítill Sigurborg!
Takk fyrir það.

Takk Katla mín

Sigga ég sko talaði næstum því í hringi! Reyndar er ég þekkt fyrir það, en allt í lagi....

Takk fyrir það Svava, það var einmitt ein sem gugnaði, aðeins yngri en ég. Knús til ykkar í Dk

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 18:11

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bjarga hvaða krökkum? meinar þú öndunum?

Ég meina að börnin passa sig frekar á bílunum en endurnar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 18:17

18 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er nú bara aðeins að rugla í þér mín kæra!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 6.7.2008 kl. 18:18

19 identicon

Alveg rosalega flottar myndir hjá þér Róslín.

 Til hamingju með sýninguna þína.

Kveðja

Jóhanna H

Jóhanna H (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:23

20 identicon

Sæl Róslín,

Ég fór og skoðaði sýninguna þína og fannst hún góð, frábært að sjá hvað þú hefur gefið þér tíma til að skoða hluti sem margir kannski ganga hratt framhjá, án þess að hugsa.

Einnig finnst mér gott að sjá að þú ert að nota þá tækni sem til er í myndatökunum.

Takk fyrir mig og haltu áfram að búa til myndir, þú átt eftir að fá frábært myndaauga ;)

kveðjur!

Ari Knörr (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 21:14

21 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir það Jóhanna mín!

Já ég sá nafnið þitt einmitt í gestabókinni minni Ari, takk kærlega fyrir komuna! Og orðin

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband