Allt að gerast hjá mér!

Núna bara verð ég að tala um sjálfa mig.

Í gær klukkan 15.00 opnaði ljósmyndasýningin mín, þangað barst hellingur af fólki, og hellingur á eftir að berast þangað. Það var mikill manngangur á meðan ég var þarna, en ég gerði þá vitleysu að fara um klukkan 16.00. Þegar ég var að fara þá taldi ég gestina sem voru 36, og tveir enn að skoða.
Bæjarstjórinn hann Hjalti var mættur ásamt tveimur úr ráðhúsinu, Björg hélt ræðu fyrir mig og ég roðnaði örugglega eitthvað. Uppáhalds kennarinn minn og konan sem bjargaði íslenskunni fyrir mé, Hreinn og Kristín, mættu þó svo að ég hafi ekki látið þau fá boðskort eða eitthvað svoleiðis. Sem ég reyndar hefði átt að gera, og svo sendi ég nú ekki Hjalta boðskort. Ég get bara verið meiriháttar gleymin stundum!
Ástæðan fyrir því að ég lét mig hverfa svona fljótt var sú að ég þurfti að græja mig mjög vel fyrir kvöldið. Ég var komin þarna eitthvað fyrir átta og beið eftir skrúðgöngunni, þegar lúðrasveitin var búin að spila nokkur lög, steig ég upp á svið eftir að það var búið að stilla upp.
Ég fór með þessa ræðu, sem ég skrifaði sjálf;

Hornfirðingar og aðrir góðir gestir, verið velkomin á sextándu Humarhátíðina.
Menningin á Hornafirði hefur skipt sköpum hér á síðustu árum og alltaf bætist í þennan fagra hóp hornfirskra áhugamanna.
Humarhátíðin hér í ár einkennist þá helst af hornfirskri menningu eins og hún leggur sig.
Við skörtum okkar fegursta fyrir gesti og gangandi, sem vilja eyða þessari helgi hér meðal okkar heimamanna og í faðmi fjölskyldunnar.

Flýtum okkur hægt.

Og með þessum orðum fyrir hönd Hornfirðinga, segi ég Humarhátíðina setta!

 
Þar hafið þið það. Ég setti Humarhátíðina, og var bara nokkuð stressuð. Og fyrir þá sem sáu mig með hvíta brúsann, þá var þetta vatn, þið getið ekki ímyndað ykkur að mamma skuli rétta mér brúsa sem er með áfengi í. Og í þokkabót drekk ég ekki áfengi.
Ég gerðist barnapía í smá tíma, ég var hlaupandi með Arney og Áróru útum allt svæðið, þær eru nú hinar bestu vinkonur mínar.
Rafn kom svo, sá sem fékk rautt spjald á móti ÍBV, en þeir unnu þó leikinn. Gekk með honum um svæðið og ég talaði við margt fólkið, allavega heilsaði því. Hitti svo konu sem les bloggin mín, og var hér á blogginu en lokaði svo síðunni sinni.
Ástæðan fyrir því að ég er núna vakandi er nú bara nokkuð góð, en ég lá sofandi uppi í rúmi, og mamma fór allt í einu að pikka í mig og reyna að vekja mig, sagði að það væri fréttamaður frá Morgunblaðinu sem vildi fá að tala við mig. Eins og hún lýgur nú stundum einhverju að mér þegar hún er að vekja mig, þá trúði ég þessu nú ekki svo léttilega. Og hélt áfram að sofa í hálftíma, en pabbi var að tala í símann við manninn og mamma var nú orðin frekar æst.
Ég vaknaði þá bara og talaði við hann, sagði honum frá sýningunni og svona, og ég get sagt ykkur það að fréttin á að koma út á morgun hjá MOGGANUM. Takk fyrir pent.
Hlakka til að sjá útkomuna, hann hefur allavega mynd af mér, sem ég veit ekki hvaða mynd er, en þá bara vonandi myndina í höfundaboxinu.
Eins og Jóhanna bloggvina orðar það ; Ég er að klífa upp frægðarstigann!
Langur dagur bíður mín!

KnúsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er bara allt að gerast hjá þér Róslín mín.  Verður orðin bæjarstýra þarna áður en langt um líður, farin að setja Humarhátíð og alles.  Til hamingju með þetta allt saman og gangi þér áfram vel ljúfa stelpa

Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju, mjög flott setningarræðan þín, færð 10 fyrir hana. Býst við að flutningurinn hafi líka tekist vel. Haltu bara áfram að vera þú, stolt af sjálfri þér og þá kemstu hátt. Ekki láta neina slá þig út af laginu, en mundu bara eftir því ofar sem þú kemst því hvassara verður .... og langmest rokið á toppnum. Það þýðir að fólk fer að öfundast og baktala. Sjálf hef ég lent í ,,Gróu á Leiti" .. og stelpan mín hefur fengið sinn skammt af því. Best er að láta það sem vind um eyru þjóta og halda áfram. 

 Auðvitað á maður að hlusta á gagnrýni, taka það til sín sem er uppbyggilegt og við getum lært af en henda hinu. Mikilvægasta í því er að taka sig sjálfan ekki of hátíðlega og kunna að gera grín að sjálfum sér.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Snæðir á hátíð í sumar humar,
smávegis Róslín af því gumar,
á Hornafirði,
handa Gyrði,
á ljósmyndum stelpan lumar.

Þorsteinn Briem, 5.7.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna ekki varstu búin að segja okkur þetta, kemur sífellt á óvart Rósin mín.
Til hamingju flott ræða og enn þá flottari skjóða.

Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2008 kl. 12:15

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Frábært hjá þér Róslín, ég tek undir það sem hér er komið á undan og mundu alltaf, alltaf, alltaf á leið upp frægðarstigann að vera þú sjálf.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.7.2008 kl. 16:10

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Frábært Róslín mín þú er bara að verða stjarna. knús

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 16:20

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ekki brenna þig elskan mín, Þórdís!

Einmitt Sigrún! Gunni og Felix spurðu mig hvort ég væri bæjarstjóri Hornafjarðar svona ung! Takk takk!

Takk takk Helga mín, og sömuleiðis!

Flutningurinn tókst ágætlega Jóhanna, var örlítið stressuð. Ég geri mitt besta í öllu og kem allstaðar fram sem ég sjálf, aldrei nein önnur.

Takk fyrir þetta ljóð Steini!

Takk fyrir Millan mín, og knús á þig

Takk Anna K.

Högni takk kærlega, en ég skal muna það, sama hvað, ég er og verð alltaf ég sjálf. Ég hef komist í gegnum þessi síðustu ár án þess að vera með grímu, svo ég ætla að ná þeim sem eftir eru líka.

Takk Katla mín, og knús

Neineinei, fyrir framan hvaða myndir??
En æðislegt, 4 blaðsíðu, vá vá vá!! Mikið, mikið, mikið, miiiiikið hlakka ég til að sjá sunnudagsmoggann

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:21

8 identicon

takk

Rafn (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 12:28

9 identicon

Rosalega flott sýningin hjá þér, er stolt af þér Róslín mín!
ákvað að velja þetta blogg til að comenta, þau eru orðin svo mörg aðég nenni ómögulega að comenta öll, er samt búin að lesa öll

Eva Kristín (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband