Ég er kennari!

Margt er búið að ganga á, ekkert slæmt þó. Ég þreif nokkra fína myndaramma uppi í Gömlu Búð ( Byggðasafninu ) í morgun. Þar var Stefanía að vinna og allt í einu kom bara maurahjörð af Spánverjum, frekar fyndið, enginn talandi ensku nema fararstjórinn!

Eftir hádegi fór ég að horfa á bíómynd með krökkunum sem áttu að fara á Melatanga í fjársjóðsleit, en sú verð var felld niður vegna veðurs. Ekki vildum við nú að krakkarnir fykju út í sjó.
En eitt þykir mér afar vænt um í þessum ferðum, það er ekki vanmetið mig, heldur gert mig enn stærri en ég er í raun og veru. Ég er nefnilega kennari, hvorki meira né minna! 15 ára og kennari er nú alls ekki slæmt, ég held að ef ég skrái mig í símaskrána að ég setji starfsheiti mitt sem fjölhæfan kennara.

Þar sem að ég er nú orðin að algjörum flækingi í vinnunni, alltaf verið að færa mig á milli, var ég á rölti inni í bókasafni og rak augun fljótt í orðið ; Ljósmyndun. Þar fann ég margar, margar bækur um ljósmyndun og var alveg í 7. himni þegar ég skoðaði þetta alltsaman og tók meira að segja tvær bækur að láni og framlengdi Veröld Soffíu.
Gekk aðeins aftur inn á skrifstofu og var þar í dágóðan tíma og kíkti aftur fram og skoðaði bækurnar betur, þegar ég fór að leita neðar voru sko hin þrjú áhugamál mín. Þarna voru sögur og bækur um tónlist og hljómsveitir, þar fyrir neðan var næstum allt um kvikmyndagerð og síðan en alllllls ekki síst voru bækur um íslenska leiklist!! Hvorki meira né minna! Nú get ég sko hafið lesturinn þegar fer að lægja.

Ég sótti myndirnar mínar til Sigga Mar, sem var svo góður og prentaði þær út fyrir mig, okkur var boðið í kaffi líka og það var spjallað og spjallað!

En á meðan ég var að skrifa þessa færslu afrekaði ég það að þrífa kjúklingavængi, nokkur stykki, finna til krydd og krydda þá almennilega eins og kokkur væri að verki. ( Ekki bara síson allLoL )
Mamma er alveg hætt að elda og pabbi líka, ég og Sædís erum bara látnar í verkin ef það er ekki verið að elda fisk, ótrúlegt alveg hreint. Með þessu áframhaldi verð ég bara kokkur, kennari og Guð má vita hvað!

Knús til ykkarHeart

Ps. TIL HAMINGJU MEÐ 46 ÁRIN PABBI MINNGrinHeart

Pps. Ég er búin að senda út boðskortin og fyrst þetta er svona fyrir almenning líka þá bara gjöri yður svo vel;


boðskortblogg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk, takk, takk, takk, takk elsku Sigga mín!

Takk fyrir það Inga Rún, ég veit ekki til hvað opnunin er, en það er nú allt í lagi að koma aðeins seinna, ég fer ekki að banna fólki að koma!
Vonandi að sem flestir komi bara, það gleður svo mitt litla stóra hjarta.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.7.2008 kl. 23:47

2 identicon

Til lukku með pabba gamla!!!

Og takk fyrir boðskortið á sýninguna þína...Ég stefni á að mæta með allt mitt slekti! Sjáumst dúllurassinn minn.....Kv. Ragga

Ragga (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Linda litla

Boðskortð er flott, þú ert ótrúlegur snillingur.

Til hamingju með pabba

Linda litla, 2.7.2008 kl. 00:53

4 identicon

Þú ert dugleg og klár stelpa Róslín. Haltu áfram á sömu braut............. Ég ætla að reyna að skoða ljósmyndasýninguna þína pottþétt

Íris Yrsumamma (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 07:19

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með pabba og sjálfan þig besta barn, nei annars það má ekki kalla kennara barn.
Sko ég vildi óska að ég ætti einkavél þá mundi ég koma á laugardaginn til Hornafjarðar, en kem næsta sumar.
Knús kveðjur knús.
Þín Milla.

Það er rétt hjá Siggu vinu minni, að hann pabbi þinn er heppinn að eiga þig,
en þú værir ekki þú ef mamma þín og pabbi ættu þig ekki, knús til þeirra rá mér.

Kíktu á nýtt albúm hjá mér þar eru nýjar myndir að elstu barnabörnunum mínum
englasnúllunum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.7.2008 kl. 20:22

6 Smámynd: Skattborgari

Til hamingju með paba þinn. Myndi mæta á sýninguna ef ég væri ekki í Reykjavík.

Skattborgari, 2.7.2008 kl. 22:53

7 identicon

Heyrðu .. það var ég sem eldaði .. þú þurftir nú bara að skola krydddótið af kjúllunum og henda þeim inn .. þú ert nú alveg .. þessi reikningur hérna er alveg að fara með mann ..

Sædís sys (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband