Spegill, spegill hermd þú mér...

Er ég var 8 til 11, 12 ára hugsaði ég oft voða lítið fyrir útlitinu, mér var nákvæmlega sama í hvaða fötum ég gengi. Á meðan það væru ekki rosalega þröng föt, enda var ég og er svolítið búttuð.
Ég hafði aldrei viðurkennt það fyrir sjálfri mér að ég væri ekkert síðri en hinar stelpurnar í bekknum þó ég væri ef til vill þyngst, rauðhærð og með búttaðasta andlitið.
Á þessum tíma leið mér svolítið illa vegna þessara vandamála, þó svo að mér leið bara illa eftir á. Ég skildi ekki hvaða árátta það væri, að vera þyngsta stelpan í bekknum.
Ég hafði það ekkert betra en hinar stelpurnar og á þessum tíma fékk ég sjaldan ný föt og gekk bara í gömlum fötum af hinum og þessum. Enda yngst og alltaf er nú gott að nýta það sem ekki var ónýtt og ekkert mikið að.
Ég get alls ekki sagt að krakkarnir í bekknum hafi eitthvað strítt mér enda flottur hópur misflottra krakka, en þó mjög samheldur á flesta vegu. Eins og ég segi þá var mér aldrei strítt neitt svo ég viti, aldrei sagt neitt ljótt við mig, ekki beint þá.
Ég var örlítið lítil í mér, og fannst allar vinkonur mínar svo mikið sætari en ég. Þegar ég fór að eldast og já fór að hafa einhvern alvöru áhuga á strákum flutti Rafn hingað austur á Höfn. Það er nú ekki frásögu færandi hvað pilturinn var hrikalega vinsæll og féll vel í faðm bekksins. Hann hafði nú alveg auga á stelpum eins og margir vita, og var með einhverjum þeirra. En það eru nú liðnir tímar og þó.
Á einu stelpukvöldinu, eða réttara sagt morguninn eftir hringdum við í hann, annað hvort í 6. eða 7. bekk. Og spurðum hann hverjar honum þótti sætar, og það voru nefnt nöfn og hann sagði annað hvort hreint út sagt já eða nei. Þegar var spurt um mig þá fékk ég að heyra að Rafni fyndist ég sæt, og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mér leið vel við þetta EINA já!

Mér finnst í dag óttalega gaman að hlæja að myndunum af mér síðan ég var 8-11 ára, enda hriiiiikaleg bolla og svo tók ég alltaf sjálfsmyndir ótrúlega fersk á morgnana. Ég viðurkenni það fúslega að það er ótrúlega erfitt að festa góð móment af mér á filmu, hvað þá svona tæknivænan kubb.

lítilÁ tímabili fannst mér tilveran svo skrítin, ég gat bara horft á hendurnar, og niður fyrir mig. Að horfa framan í mig er að sjálfsögðu vonlaust nema að ég hafi eitthvað sem endurspeglar andlitsvöxt minn. Tíminn flaug framhjá mér eins og geitungur, sumir dagar sárir en ég sætti mig þó við það að vera neitað af bestu vinkonum mínum. Svona var það bara, ég VAR alltaf þriðji hlekkurinn allstaðar, passaði engan veginn inn í vinahópa. Ég leit alltaf út fyrir að vera eitthvað tröll hliðin á vinkonum mínum, upp á hæð að gera. Eini hrikalegi rauðhausinn og hef nú fengið það komment að það hafi kviknað í hausnum á mér - ha ha, voðalega mikill húmor.
Ég veit ekki hvort ég hafi lent beinlínis í einelti, því ég sagði bara já og amen við öllu því sem sagt var, ef ég spurði vinkonur mínar hvort ég fengi að vera með. Þá fékk ég oft það svar að þessi stelpa vildi ekki hafa mig svo þannig þurfti það að vera. Þegar einhverjir vildu fara út í fótbolta, en ekki ég, þá var bara skilið mig eftir einhverstaðar eina. En í öðrum tilfellum þegar einum úr hópnum vildi ekki fara, en ég vildi fara, þá var það endilega bara hætt við svo ekkert varð úr því.
Þegar einhverjir ákváðu að sofa saman, þá var oft reynt að halda því svo tilnefndu leyndu fyrir mér, og ef ég komst að því og spurði hvort ég fengi að vera með fékk ég oft ,, æ, við vorum búnar að ákveða að vera einar ".....

Yndislegur félagsskapur, I know...

Ég tala bara við þrjár vinkonur mínar í dag sem eru æskuvinkonur mínar af einhverju viti, frekar leiðinlegt, en þegar maður hentar engan veginn inn í hóp. Sem er þar af leiðandi í svona litlu hverfi sem allir þekkja alla og sjaldan kemur nýtt fólk til að kynnast, verður maður frekar útundan og eignast ekki vini fyrr en maður fer utan bæjarins. Í mínu tilfelli leita ég upp, til eldri aldurshópa sem kannski geta sett sig í spor mín. Ég er öðruvísi og ég reyni ekki að skafa ofan af því, né gera mál úr því, reyni heldur ekkert að breyta mér því að ég vil vera sú sem ég er. Ef fólki líkar ekki við mig, þá oftast nær þolir það mig ekki, en ef fólk líkar vel við mig þá þykir mér oft mjög vænt um þau.

Héðan kemur ein hrikalega flott leikkona, Ólafía Hrönn, eða Lolla eins og hún er kölluð, og hver kannast ekki við hana?
Hún gekk þessi sömu spor og ég, byrjaði í Leikfélagi Hornafjarðar og varð stórt merki í íslenskri leiklist. Ég hef oft séð hana hérna á heimaslóðum enda fallegasti fjörðurinn og fullt af indælu fólki.

Framtíðarplön mín eru að flytja héðan úr krummaskuðinu, læra eitthvað mikilsfenglegt og gera eitthvað stórt úr sjálfri mér. Því ég er öðruvísi, ég er ekki venjuleg, ég er ekki ein af þessum stelpum sem tísta yfir einhverju fáránlega ljótu ( þegar er gert lítið úr öðrum ).

Mig langar ekki að verða knattspyrnukona, þó að ég líti mjög upp til Þóru B. Helgadóttur, enda er hún einn besti kvenmarkmaður sögunnar, bæði þeirrar íslensku og alheims.
Ég hef margt annað mér til fóta lagt, svo ég ætla ekki að ganga þann veg að reyna eitthvað sem ég get ómögulega. Félagsskapurinn er ágætur, en ekki fyrir mig.

Núna er ég lít í spegilinn horfi ég á andlitið á mér og hugsa, hvað verður úr þessari manneskju. Það er framtíðarinnar að vita, og mitt að komast smátt og smátt að, ég verð að viðurkenna það að ég get ekki beðið eftir því að verða fullorðin og sinna mikilvægu starfi í samfélaginu. - Þó það sér mjög mikilvægt að eldgömlu myndirnar endist lengur, þá vil ég sinna einhverju aðeins merkilegra.

Takk fyrir mig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Hauksdóttir

Ég er öðruvísi............ bíddu nú við af hverju segir þú það? Ertu viss um að aðrir séu ekki bara öðruvísi. Þú ert og hefur greinilega alla tíð verið myndar stelpa svo glaðleg og falleg :)

Þú ert virkilega frábær í alla staði snúllan mín

Knúsíknús.

Guðrún Hauksdóttir, 28.6.2008 kl. 23:43

2 identicon

Ertu virkilega bara 14 ara? Ef svo er tha held eg ad framtidin skuli heldur betur setja sig i starholurnar og gera sig tilbuna til ad taka a moti ther. thu hefur greinilega djupa innsyn a lifid sjalft og stadreyndirnar sem thvi fylgja og slikir einstakingar eru thekktir fyrir ad gefa gott af ser.......ad falla i kramid er ekki thad sem mali skiptir, ad vera samkvaemur sjalfum ser er allt sem gera tharf, medan madur er sattur vid sig sjalfan tha er sigurinn unninn. goda lukku til thin................

Stella sem thekkir thig ekki neitt (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:50

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Guðrún, því að ég er öðruvísi, ég er einstök eða sérstök. Bara eftir því sem fólk vill flokka mig í hóp, ég er bara ekki venjuleg, ekki eins og hinir. Sannleikurinn er ekki alltaf skír, því miður.
En takk fyrir,

knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir gott komment Stella, en ég er að verða 15. ára núna í sumar, en er þangað til bara 14 ára. ( Alltaf finnst mér það asnalegt, en sætti mig við það)..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.6.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Já elsku Róslín mín,þú ert og verður Einstök

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:26

7 Smámynd: Linda litla

Knús til þín krúttið mitt.

Linda litla, 29.6.2008 kl. 00:26

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:29

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sigga, ég er nefnilega alls ekki ósátt með sjálfa mig og hef aldrei verið. Það sem skiptir máli er að sálin og persónuleikinn sé hreinn, svo er hitt bara plús.
Eina sem ég vildi var að krökkum líkaði vel við mig eins og ég var og er reyndar enn í dag. Ég hef þó aldrei álitið mig eitthvað fallegri en hinar stelpurnar, en hef ekki verið á móti neinu við sjálfa mig. Ekki einu sinni hvernig tærnar á mér eru eða liturinn á augunum mínum. Reyndar er ég nú bara með krúttlegar tær ef eitthvað er!..

Annars finnst mér allt of eftirsóknarvert í dag af öllum, ekki bara unglingum eða einhverjum vissum aldurshópi, að vera einhver annar en maður er. Tökum sem dæmi, ef klæðaskiptingur er bara klæðaskiptingur er það bara allt í góðu. En af það er aðili sem þráir að vera eins og klæðaskiptingurinn því hann getur ekki valið sinn eigin stíl, er hann ekki hann sjálfur. Hann reynir að vera eitthvað annað en hann er.

Ef þessi getur ekki t.d. verið vinkona mín vegna þess að ég geng ekki í svona fötum, þá er það hennar missir. Ég er hætt að eltast við svona fíflalæti og tilvik eins og þessi.

EF fólk getur ekki tekið mér eins og ég er, hvort sem ég er í kjólnum mínum sem mér finnst æðislega fallegur og nýt þess að vera í og nota við góð tækifæri. Eða í druslulegu skólapeysunni minni sem er örugglega fimm númerum of stór og víðum gallabuxum. Þá er það þeirra, ég ætla ekki að breyta mér til að þóknast einhverjum einum aðila. Þá væri ég ekki ég sjálf og ég væri að eltast við eitthvað sem kemur að sjálfu sér engu máli í lífi manns, kannski þetta hálfa ár. En af þessum 80+ árum sem ég vonast til að geta lifað, er þetta svo örlítið brot sem ég eyði í einhverja bölvaða vitleysu......

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:57

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hæ snúllan mín. Gef mér ekki tíma núna (enda hánótt) til að lesa alla færsluna þína. Vildi bara óska þér til hamingju með að hafa fengið óskina þína uppfyllta og komast á forsíðuna

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 02:24

11 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þú ættir bara að vera sofandi á þessum tíma!
Takk kærlega fyrir það

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.6.2008 kl. 10:41

12 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Yndisleg færsla hjá þér og svo einlæg. Þú ert greinilega mikil perla/gimsteinn. Mér hefur alltaf fundið meira varið í þá einstaklinga sem hafa skorið sig úr hópnum. Það er mjög leiðigjarnt þegar allir keppast við að vera eins. Því miður er það sérstaklega algengt á unglingsárunum og ekki skrítið að það geti verið erfiður tími.

Mér heyrist þú vera sterkur persónuleiki og eigir eftir að læra að meta sérstöðu þína og finna þína réttu hillu í lífinu. Haltu þínu striki og lærðu að meta það í fari þínu sem er öðruvísi, því það eru oft svo dýrmætir eiginleikar sem koma sér vel í framtíðinni.

Ég hef trú á að þú eigir eftir að fá þessa tilfinningu um að tilheyra þegar þú hefur fundið þitt svið og kynnist fleira fólki sem er það sjálft eins og þú.

Hvatningarkveðja, Sólveig Klara 

Sólveig Klara Káradóttir, 29.6.2008 kl. 15:49

13 Smámynd: Embla Ágústsdóttir

Ég get ekki sagt að ég viti hvernig þér leið, það væri heimskulegt af mér, en ég á svipaða sögu að segja frá aldrinum 12-15 ára. Ég er öðruvísi og það dauða dómur í mínu sveitarfélagi. Það sem gerir sögur okkar ólíkar er að ég reyndi, hvað ég gat, að verða eins. 

Róslín.... Ég þekki þig ekki neitt en ég fylgist mikið með blogginu þínu. Af því sem ég hef lesið finnst mér þú vera með þroska eins og fullorðin ábyrgðarfull kona. Þú ert kannski ekki fullorðin, en þú ert alla vega án efa ábyrgðarfull kona, sem virðist vera mjög tengd umheiminum og hafa stórt hlutverk í lífinu.

Mér finnst þú rosalega flott týpa...


Ég las hér á síðunni að þú stefndir á að fara í Borgó eftir grunnskólann. Ég hvet þig eindregið til þess. Þetta er frábær skóli. Ég bíð spennt eftir þér 

Hafðu góðan dag

Embla Ágústsdóttir, 29.6.2008 kl. 16:15

14 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera einhver önnuuur...

Já Sigga mín, og takk fyrir falleg orð

Takk fyrir þitt innlegg Sólveig Klara, allir ganga í gegnum það sama, bara svo mismunandi og ekki endilega á sama aldri.

Embla, hvernig er það gert að dauðadómi, ALLIR eiga alltaf að hafa sama rétt og aðrir. Fólk á ekki að koma öðruvísi fram við börn en fullorðna, eða ég meina það á ekki að vanmeta einn né neinn. Við erum öll svo flott á einhverju sviði hvort sem það fylgir okkur eitthvað sem gæti dregið úr manni - og fólk lítillækkar mann út á.

Ég reyni hvað ég get að vera ég sjálf og reyni að koma vel fram við alla, þó svo að ég þoli ekki manneskjuna þá kem ég vel fram við hana. Því ég fæ það bara margfalt til baka í framtíðinni.

En takk fyrir góð orð!

Já, ég vona að það haldi út, held að það sé þvílíkt flottur skóli. Þar er upplýsinga- og fjölmiðlabraut, eitthvað sem mig langar rosalega á, og hef ótrúlegan áhuga. En takk fyrir það, þá veit ég að það er einhver félagsskapur sem bíður mín.

Sömuleiðis.

- Og af því að við í 3. flokk Sindra vorum að keppa í dag á móti Þrótti Vogum, þá vil ég tilkynna fólki það að við fórum með sigur af hólmi. 14-0, og mér var orðið frekar kalt í markinu. En maður leiksins var án efa markmaðurinn í hinu liðinu, stóð sig mjög vel, enda fékk hún rosalega mörg skot á sig.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.6.2008 kl. 17:29

15 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Nei Þórdís mín, jú ar vonn of mæ æskuvinkonum skiluru!
Ég vona að við getum verið meira saman en síðustu skipti sem þú hefur verið hérna, I don't want to miss you to some people that I don't want you to miss tú ef þú skilur mig!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.6.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband