Emiliana Torrini

Ég veit ekki hver titillinn á þessari færslu á að vera, því það koma allt of mörg falleg lýsingarorð við því sem ég ætla að skrifa um.

Emiliana Torrini okkar ástkæra söngkona, þarf að segja meira. Þessi flotta söngkona er aaaaaluppáhalds tónlistarmaðurinn minn ( maður af því að hún toppar alla í mínum augum). Þrátt fyrir frægð þá hefur hún getað  gefið sér tíma til að senda mér e-mail í gegnum myspace ( og já þetta er hin eina sanna Emiliana Torrini). Vegna þess að ef tónleikar verða hjá þessari yndislega flottu söngkonu verð ég að mæta á staðinn. En þar sem ég held að í sumar verði tónleikar hjá henni austur í Borgarfirði ætla ég án efa að mæta og reyna að draga systir mína með mér.
Ég hef ekki heyrt neitt í henni núna undanfarið, enda ekki ástæða til heldur. Ef þið vitið um tónleikana þá endilega deilið þeim með mér, nema að þið séuð rosalega eigingjörnGetLost ...

Læt fylgja hér myndband með fyrsta laginu sem ég man eftir að hafa heyrt, það var í skólanum örugglega í 5. bekk er við áttum að teikna myndir útfrá lögunum. Mín kona var hágrátandi og rosalega sorgmædd, þetta er lagið The boy who giggled so sweet.



Og eins og þið takið örugglega eftir er ég komin með nýja mynd af mér, þó heldur gamla en nýja samt. Ótrúlega mikið rassgat finnst mér, og langar mig að deila fleirum myndum með ykkur frá því ég var yngri;

Róslín litla1
Byrjum bara á þessari, en þarna er ég svo óskaplega mikið rassgat, með næstum enga efri vör að brosa mínu breiðasta. Enda leyfðu þessar bollukinnar ekki mikið bros!

róslín litla 2
Þarna erum við Lovísa gamla granna mín, hún var alltaf ótrúlega sæt og góð við mig.

róslín litla 3
Finnst þessar smekkbuxur ævintýralega krúttlegar, mig langar í svona! En sjáið þið ekki heimsspeki svipinn á stelpunni??

róslín litla 4
Þarna er ég aftur með litlu efri vörina mína og stóru kinnarnar. Þessar myndir bræða mig alveg bara niður í mola! En þarna var hárið mitt svo mikið ljósara...

róslín litla 5
Þarna klæðist ég fullum skrúða, stóð víst fyrir framan spegilinn alveg yfir mig heilluð af sjálfi mér og mamma og amma stóðu og hlógu að mér hvað ég væri nú krúttleg. En stundum get ég dáðst að því hvernig ég klæði mig, það koma tímarGrin ...

róslín litla 6
Þarna er ég að grúska í jólaskrautið, alltaf jafn fallegt þetta skraut sem er sett á jólatré, ég braut nokkur svoleiðis. En pappírinn var alltaf einhvernveginn látinn í friði. En þarna er ég algjört krútt! Og engin smá flott föt, mig langar í svona gallabuxur!

Kveð að sinniHeart

Og í lokin mynd af mér og Rafni í 7. bekk í boði Siggu Svavars. bloggvinu!

Rafn og Róslín

Rafn að stríða mér.........W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sigga mín ég get svo svarið það, ef ég myndi setja örlítið eldri mynd af Rafni en hann er í dag, þá yrði hann óður, en ég skal finna eina góða og setja inn, frá því við vorum í 7. bekk og bara pínu litlir vinir.
Hann náði heilsunni!
Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.6.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ferlegt krútt þarna á myndinni!  ....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.6.2008 kl. 22:56

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk Jóhanna
Þegar ég var yngri fannst mér ég alltaf líta út eins og grís á fyrstu myndinni

Róslín A. Valdemarsdóttir, 28.6.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband